Vikan


Vikan - 04.07.1985, Blaðsíða 27

Vikan - 04.07.1985, Blaðsíða 27
V. Osk skáti át slátrið með gát. Hún vildi ekki rúsínurnar, veiddi þær úr og stakk beim í vasann sinn. Mamma hennar skildi slátursneiðina og ákvað að gera aldrei aftur rúsínuslátur. Annars var Osk að hugsa um veturinn sem vofði yfir. Hann minnti á allt sem byrjaði á kái: kulda, kvef, kvíða og kennslu. Og á nýja kennarann. Henni fannst hann vera undarlegur, hann virtist ósof- inn á morgnana. Hvað var hann eiginlega aö bauka allar nætur? Osk hafði tekið eftir logandi ljósi hjá honum um hánótt. Ætti hún að kanna málið betur? Hún hafði lesið allar bækurnar eftir Enid Blyton og spennan í brjósti hennar var eins og á blaðsíðu 100 í Dular- fullu ævintýrabókunum fimm. Ein sín liðs, Snatalaus og með engan kíki ákvaö hún að láta til skarar skríða. Klukkan hálftvö um nóttina læddist hún út og hélt í humáttina að Bjálkanum. Þar logaði dauft ljós í svefnherberginu. Osk fór eins nálægt húsinu og hún þorði; þá fékk hún sting í hjartað: það var einhver inni hjá kennaran- um. Þessi maður stóð á miðju gólfi og sneri baki að glugganum. Kennarinn þrammaði hins vegar um gólf og ávarpaði ókunna manninn sem virtist svara fáu heldur stóö hann teinréttur og steinþagði. Allt í einu slökkti Oscar kennari ljósið og allt varð hljótt um leið. Osk varð dauð- skelkuð og tók sprettinn heim. Henni létti ekki fyrr en hún var komin undir sæng og farið að hlýna. Fötin lágu í hrúgu á gólfinu — kramdar rúsínur í buxnavös- unum. VI. Oscar kennari var farinn að hafa áhyggjur af sjálfum sér. Kennslan gekk að vísu þokkalega en hann þoldi illa einveruna í Bjálkanum. Hann rifjaði upp að enginn annar en hann hafði stigið fæti þangað inn síðan formaðurinn forðum. En eftir umgengninni að dæma gat maður haldið að heill karlakór hefði riðið bar húsum dag og nótt. Brókum og bókum hafði verið peðrað um allt. Hann haföi ekki vaskað upp síðan í nóvember og síðan í janúar haföi hann keypt borðbúnað úr pappa og plasti í Kaufffélaginu. Slík útgerð hafði reyndar þekkst áður hjá honum en hans eigið sálarástand olli honum meiri áhyggjum. Einveran hafði gert hann þunglyndan, honum fannst vetur- inn fergja sig niður og draga úr sér allan mátt. Hann langaði að gera uppreisn gegn myrkra- völdunum svo þessi dimmi vetur myndi skilja eftir sig einhverja ljósa punkta í vor. Hann vildi hvorki samflot né samvinnu með þessum vetri, ekki skíðaferðir ellegar skauta — heldur eitthvað meira krassandi, eitthvað leyndardómsfullt, kannski ólög- legt? Á hlaupársdaginn hringdi síminn eins og kallaður. Það var fermingarbróðir hans sem hann hafði ekki séð síðan þeir fóru úr kyrtlunum fyrir 15 árum. — Ég var að frétta að þú værir búinn að höndla óskasteininn. — Huh, það er víst. — Og hvernig kanntu við þig? — Bara vel. — Er mikill snjór? — Svona soldið. — Ertu ekkert á skíðum? — Nei, þaö er nú lítið. Oscar kennari skildi ekkert í því af hverju þessi maöur væri að hringja í sig. Loksins eftir fjögur viðtalsbil komst hann að efninu. — Heyrðu, mér datt í hug að hringja í þig af sérstöku tilefni. . . VII. Undir vor sást Oscar kennari venja komur sínar niður að höfn. Grásleppukarlamir voru í óðaönn að gera klárt og Oscar spurði þá í þaula um landið og miðin. Þeim þótti þetta einkennilegt. Maðurinn haföi varla yrt á mann allan veturinn en nú spurði hann fjörunum úr. Var hann fréttaritari eða hvað? Hann spurði hverjir ætluðu að gera út á grásleppu um vorið, hvenær þeir byrjuðu og hvað þeir færu langt. Síðan tók hann að færa sig upp á skaftið og spurði hvort mögulegt væri að fá leigöan bát til að gera út. Þeir spurðu hvort hann kynni eitthvað til verka. Maður lærir þaö eða þarf maður að hafa einhvern sér- stakan rauðmagaverk? sagöi Oscar og endurtók spuminguna. Það kom upp úr dúmum að einn grásleppukarlinn, Hrognkell að nafni, var tilbúinn að leigja Oscari bátinn sinn. Kennarinn hófst strax handa að gera bátinn sjókláran enda stuttur tími til stefnu. Þorps- búar glottu flestir út í annað þegar fréttist að kennarinn yrði út- gerðarmaður með vorinu. Þeir voru farnir að hlakka til að sjá afl- ann hjá kennarablókinni. Kennar- inn var reyndar sjálfur farinn að hlakka til að sjá þann afla sem hann var að fiska eftir. En sá afli yrði ekki borinn á torg í þessu torglausa krummaskuöi. VIII. Osk fylgdist álengdar með bauki kennarans í kringum bátinn sinn. Faðir hennar var líka aö fara á grásleppu svo hún hafði tylli- ástæðu til að snudda niöri við höfnina og fylgjast með kennar- anum. Hann virtist iða allur í skinninu eftir því að komast af stað. I fyrstu skiptin fékk hann hvorki haus né sporð en hann virtist kæra sig sköllóttan. Hinir fengu heldur ekki neitt og grá- slepptu sér alveg í bölvi og ragni. Eitthvað fannst Osk bogið við útgerðina kennarans. Hún tók eftir því að hann reri stundum á önnur miö en hinir en hafði samt ekkert upp úr því. Það kastaði þó fyrst tólfunum þegar hún veitti því eftirtekt að Oscar reri stundum að næturlagi og virtist hringsóla á svipuöum slóðum. Öllum sem sáu til kennarans þótti þetta furðulegt uppátæki en enginn var jafnstór- furðulostinn og Osk. Hún vissi að kennarinn haföi engin net þar sem hann var að dóla sér um nætur. Hvert var hann að seila? Hún vildi kanna málið en það var hægara sagten gert. IX. — Hvernig gengur? spuröi Kyrtilinn. — Mér gengur bara ekkert að finna þetta. — Ertu ekki ábyggilega á rétt- um stað? — Jú, þaö held ég örugglega. — Hefurðuekkiséðbaujuna? — Nei, ekkienn. — Ertu ekki örugglega á réttum stað? — Jú, það held ég ábyggilega. Kyrtillinn hringdi daglega en þaðgagnaðilítið. — Þú verður aö finna þetta, maður, þú ert búinn aö fá borgað fyrir þetta og allt. — Já, þaö er satt. — Þú verður bara að finna þetta í nótt. — Já, ég reyni það. — Ég hringi í þig snemma í fyrramálið. — Okei. Leitið og þér munuð finna, hugs- aöi Oscar á meðan hann var að troða sér í sjóstígvélin sín. Tuttugu mínútum síðar var hann búinn að setja bátinn í gang og sigldi út úr höfninni. X. Ekki vissi hann um laumufar- þegann sem kúrði undir þiljum. Ösk hafði farið að heiman eftir veðurfréttirnar klukkan 22.20 og ranglað niður að höfn. Þriggja vikna skammtur af forvitni knúði hana til að læðast um borð í bát- inn. Tíu mínútum síðar var hann búinn að setja í gang og sigldi út úr höfninni. Nú reiö á að láta hann ekki finna sig og vera vel með á nótunum. Hún heyrði að kennar- ínn söng fyrir munni sér: Holt ygglir greyiö sig bjórsjónum á. Hvað hafði bjórinn meö þetta mál að gera? hugsaöi Osk. Hún fór að setja þessi orð í samband viö flestar íslenskar barnabækur sem hún hafði lesið en þær fjölluðu yfirleitt um það dularfulla fyrir- bæri SMYGL. Nú sló kennarinn af ferðinni og hún heyrði betur í honum: — Nei, þarna er baujan, maöur — og allt góssið orðiö blautt eöa hvað? Það er best að kíkja á þetta — nei, þetta er líklega allt í lagi — allt efnið efnilegt, maður minn. Nú heyrði Ösk aö kennarinn setti á fulla ferð og hann söng: Góður dráttur, ég er sáttur, beint í háttinn held ég. Osk botnaði ekkert í þessu. Hvað hafði hann veriö aö meina: efnið efnilegt? Hún hafði að vísu heyrt um sniff og kókaín í barna- tímanum en hér var eitthvaö enn skuggalegra á ferðinni. Ösk heyrði að þau voru komin að landi og kennarinn var að binda bátinn. Þegar hún var viss um að Oscar var horfinn úr augsýn stökk hún í land og tók sprettinn heim. Hjartað sló í takt við bátsvélina sem lögst var til hvílu á sínum staðvið bryggjuna. XI. Daginn eftir var síðasti skóla- dagur og allir í besta skapi í skólanum. Ef grannt var skoöað voru þó tveir sem skáru sig úr fjöldanum. Það voru kennarinn og laumufarþeginn hans frá því um nóttina. Þau voru bæði með úfið hárið, rauðeygð og lófageispuðu hvað eftir annaö. Oscar fann hvernig þreytuleg augun í Osk hvíldu á honum en hann var orðinn því alvanur eftir veturinn. Það var ekki þar með sagt að hann væri sáttur við þetta þráláta augnaráð. Honum haföi alltaf fundist það þrúgandi líkt og snjór- inn. Hann langaði til að svara þessu augnaráði — nú var síðasta tækifærið til að stinga þessa stelpu á hol með augunum. Hann leit upp leiftursnöggt — augu þeirra mættust eitt andar- tak. Osk leit undan og glúpnaöi í sætinu sínu. — Hvenær feröu suður? heyrði hún að einhver spuröi kennarann. — Með fyrstu ferð aö sjálf- sögðu. Meö fyrstu ferð, ég verð að láta til óskarar skríða, hugsaði Osk. 27. tbl. Vikan 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.