Vikan


Vikan - 29.08.1985, Blaðsíða 24

Vikan - 29.08.1985, Blaðsíða 24
Steingrímur Sigfússon: Útlitið, brosið og andlitið fer að skipta meira máli Steingrímur Sigfússon kom fyrst fram á sjónarsvið stjórnmálanna árið 1978 er hann skipaði fjórða sætið á framboðslista Alþýðubanda- lagsins í Noröurlandskjördæmi eystra. Hann skipaði sama sæti á listan- um ári siöar en í kosningunum árið 1983 var hann kominn í efsta sæti listans og tók sæti á Alþingi að kosningunum loknum. Þegar forval Alþýðubandalagsins fyrir kosningarnar 1983 fór fram var Steingrímur starfandi sem íþróttafréttamaður hjá sjónvarpinu og hafði gegnt því starfi um nokkurra ára skeið. — Ég tel þaö ekki útilokað aö starf mitt sem sjónvarpsmaöur hafi haft einhver áhrif á niðurstöðu forvalsins á sínum tíma, segir Steingrímur. Hann telur þó aö þessi áhrif hafi verið tiltölulega lítil vegna þess aö um lokað forval hafi verið að ræða, eingöngu ætlað flokksbundnum al- þýöubandalagsmönnum. Þar að auki hafi hann þekkt megnið af þessu fólki persónulega þannig að sjónvarps- mennskuáhrifin hafi verið hverf- andi. — Hefði hins vegar veriö um opið prófkjör að ræða er ég viss um aö starf mitt hjá sjónvarpinu heföi haft mun meira að segja, segir Steingrímur. — Og þegar út í sjálfar kosningarnar kom er ég viss um að þetta hafði áhrif til hins betra fyrir mig, segir hann ennfremur. Steingrímur er sömuleiðis á þeirri skoöun að hann hafi gagn af því sem stjórnmálamaður að hafa unnið hjá sjónvarpinu. — Ekki þó á þann veg að ég eigi auöveldara með að koma mér á framfæri í sjónvarpinu; ég hef ekki fundið fyrir því að ég sé neitt eftirlæti þar á bæ, segir hann. Aftur á móti hafi sú reynsla, sem hann hlaut í sjónvarpinu, komið honum aö góðu gagni í allri þeirri fjölmiðlaumræðu sem verið hefur á Alþingi á síðustu árum. Þegar Steingrímur var spurður að því hvort hann sæi þess merki hér á landi að stjórnmálamenn legðu orðið meira upp úr framkomu í fjöl- miðlum, og þá sérstaklega sjónvarpi, heldur en þeim málstaö, er þeir stæðu fyrir, sagðist hann ótt- ast teikn á lofti um að svo væri. — Þetta er því miður firring stjórnmálamannanna, segir hann. — Þaö stefnir allt í þaö að þeir verði sífellt minni kunningjar kjósenda sinna og meira mynd í blöðum eða í sjónvarpi. Útlitið, brosið og andlitið fer að skipta meira máli en mann- gerðin og málstaðurinn, því miður, segir Steingrímur Sigfússon, al- þingismaöur og fyrrverandi íþrótta- fréttamaður sjónvarpsins. Magnús Bjarnfreðsson: Ólíkt að tala á fundum og koma fram í sjónvarpi Magnús Bjarnfreðsson hefur kannski minnst þeirra fjórmenninga, sem rætt er við hér, haft opinber afskipti af stjórnmálum. Hann sat þó í bæjarstjórn Kópavogs sem fulltrúi framsóknarmanna á árunum 1974 til 1978 og hefur haft ýmis afskipti af stjórnmálum siðan. Áður en Magnús varð þjóðkunnur fréttamaður hafði hann ennfremur komið nálægt stjórnmálum og var meðal annars félagi i Þjóðvarna- flokknum hér á árum áður. — Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á þjóðfélagsmálum og í rauninni finnst mér ekkert skrýtið að fjöl- miðlamenn leiðist kannski öðrum fremur inn í pólitík. Stjórnmála- menn og fjölmiðlamenn eru meira og minna aö fást við sömu málin, þetta er mikið til sami heimur, frétta- mennskan og stjórnmálin, segir Magnús. Líkt og aðrir fréttamenn hinna opinberu fjölmiðla hafði Magnús ekki opinber afskipti af stjórnmálum á meöan hann starfaði sem slíkur. — Það var reyndar ekki svo langur tími því ég hætti í fréttunum árið 1970 og vann eftir það við dag- skrárgerð, segir Magnús. Hann sneri sér þó ekki af alvöru að pólitíkinni fyrr en 1974 er hann gaf kost á sér sem fulltrúi framsóknar- manna í bæjarstjórn Kópavogs. þekki vel til margra en það geröi ég líka áöur en ég hóf starf sem sjón- varpsfréttmaður, segir Magnús. Hann telur ennfremur að þjálfun sín í framkomu í sjónvarpi hafi ekki nýst neitt sérstaklega í pólitíkinni. — Þetta er svo gjörólíkt að koma fram og tala á fundum og að koma fram í sjónvarpi, segir hann. Hins vegar segir Magnús að það fari ekkert á milli mála að fram- koma stjórnmálamanna í fjölmiðlum sé farin að hafa mikil áhrif á brautargengi þeirra. — Það fer ekkert á milli mála að þetta skiptir orðiö miklu máli, segir hann. — Maður, sem kemur vel fyrir í útvarpi og sjónvarpi, á tvímæla- laust meiri möguleika á að vekja at- hygli á sér og sínum málstaö en sá sem ekki kemur vel fyrir. Og þess vegna segir Magnús að — Það var reyndar búið aö biðja mig um að gefa kost á mér áður en þá vildi ég það ekki, segir Magnús. — Ég reikna með því að starf mitt hjá sjónvarpinu hafi ýtt eitthvað undir það að ég var beðinn um aö gefa kost á mér en ég er ekki viss um að sjón- varpsmennskan hafi haft mikið aö segja í þessari pólitík sem ég stundaði. Þá er Magnús ekki viss um að sjón- varpsstarfið hafi hjálpað honum sér- staklega þegar út i póUtíkina kom. — Vissulega kynntist ég þjóð- félaginu vel í gegnum starfiö og það sé ekkert undarlegt þótt aUir stjórnmálaflokkar hér á landi séu fyrir nokkru farnir aö veita sínu fólki tUsögn í f jölmiðlaframkomu. Magnús óttast ekki aö aukin áhersla stjórnmálamanna á fram- komu í f jölmiðlum þurfi að valda því að þeir fjarlægist fólkiö í landinu. — Það þarf alls ekki að gerast. Góður stjórnmálamaöur hlýtur að geta gert hvort tveggja. Maður, sem kemur vel fram í sjónvarpi, á að geta gert það sama úti í þjóöfélaginu, segir Magnús Bjarnfreðsson. 24 Víkan 35. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.