Vikan


Vikan - 29.08.1985, Síða 32

Vikan - 29.08.1985, Síða 32
Hjónin Kristleifur Þorsteinsson og Sigrún Bergþórsdóttir í grasinu við Draugarétt þar sem Galdra-Snorri, forfaðir þeirra beggja, söng niður áttatíu og einn draug. Á bak við er Húsafellskirkja sem sonarsonur Snorra reif til grunna i æðiskasti en Kristleifur hjálpaði til við að endurreisa. Húsafellslandið er bæði viðáttu- Sumarhúsin eru i nokkrum þyrp- mikið og fallegt, um 10 km á kant. ingum i skóginum og Kaldá hlykkj- Afkomendur galdramanna á kirkjujörð Hér höfum viö framtíðarsýn bóndans á Húsafelli í grófum dráttum og hún er byggð á feng- inni reynslu og meðfæddu brjóst- viti. En fortíðin er ekki síöur merkileg á þessum stað. Húsafell var kirkjujörð og því ríkisjörð til ársins 1921 en þá keypti amma Kristleifs jörðina, frú Ástríður, sem var þá ekkja eft- ir Þorstein Magnússon bónda. Þorsteinn sonur hennar og faðir Kristleifs kaupir síðan jöröina af systkinum sínum. Auk þess að vera góð beitarjörð fyrir 200—300 kindur hafði Húsafell grasatekjur og silung í vötnum. Saga kirkjunnar á Húsafelli er merkileg saga. Þar þjónaöi séra Snorri Björnsson eða Galdra- Snorri á sínum tíma. Frá honum eru báðir foreldrar Kristleifs komnir að langfeðratali en þeir voru systkinabörn. Eiginkona Kristleifs og húsfreyja á Húsafelli heitir Sigrún Bergþórsdóttir frá Fljótstungu í Hvítársiðu. Hún er líka komin af Galdra-Snorra og systir Páls veðurfræðings. Börnin á bænum eru fimm talsins: Þor- steinn, Bergþór, Jón og Þórður sem taka allir þátt í rekstrinum ásamt systur sinni, Ingibjörgu, og tveim tengdadætrum Kristleifs og Sigrúnar, þeim Önnu Þorsteins- dóttur og Hrefnu Sigmarsdóttur sem er sundlaugargestum að góðu kunn. Kristleifur tekur nú upp þráöinn og segir frá göldrum og drauga- gangi, útilegumönnum og brotinni Húsafellskirkju: Fjalla-Eyvindur kvíguþjófur og heimagerðir draugar „Séra Snorri Björnsson var — Fjalla-Eyvindur stal kvígu frá Húsafelli en skildi eftir sig skyrdall og ausu. 32 Vikan 35. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.