Vikan

Tölublað

Vikan - 06.02.1986, Blaðsíða 37

Vikan - 06.02.1986, Blaðsíða 37
John Taylor Það er líklega engum blöðum um það að fletta (en nauðsynlegt samt) að John Taylor, bassaleik- ari Duran Duran og Power Station, er um þessar stundir það poppgoðið sem hvað mest áhrif hefur á hjartslátt ungra kvenna um allan heim enda pilt- urinn með hæstu mönnum og geysiiega hugguleg- ur, sjarmerandi og skemmtilegur (sic). Það hefur ekki farið fram hjá þeim sem eitthvað fylgjast með popptónlist að það er eitthvað meira en lítið að hjá stórhljómsveitinni Duran Duran. Segja má að hljómsveitirnar tvær, Power Station sem John og Andy Taylor starfræktu á síðasta ári og síðan Arcadia sem Bonnarinn, Rhodes og Roger Taylor voru í, hafi keppt um hvaða stefnu Duran ætti að taka, hvort fara ætti út í hreint rokk a la Power Station eða þá að vera meira á melólín- unni eins og Arcadia. Mönnum ber saman um að þetta sé svona tónlistarleg orrusta þeirra Johns Taylor og Nicks Rhodes sem á sínum tíma stofnuðu hljómsveitina og hafa upp á síðkastið átt frekar erfitt með að umgangast hvor annan og vinna saman. Ástandið mun til dæmis hafa verið heldur slæmt hjá drengjunum þegar þeir hittust i Eiffelturninum til að taka upp myndbandið fyrir lagið A View to a Kill. Þar var rifist, öskrað og grát- ið og blöðin segja að eftir að hljómsveitin kom saman til að spila á Live Aid (þar sem Simon mis- steig sig í tónstiganum) hafi þeir Taylor og Rhodes forðast hvor annan eins og heitan eld. Öll vitum við að Duran hætti við að taka þátt í beinni útsendingu frá Kaliforníu en nýjustu fréttir herma að þeir félagar hyggist koma saman aftur til að taka upp nýja plötu. Le Bon mun ekki verða mikið viðstaddur til að taka þátt í þeim upptökum vegna þess að á sama tíma mun hann taka þátt i siglingakeppni umhverfis hnöttinn. Hvað um það? Nú skulum við grípa niður i viðtal við John Taylor sem birtist nýlega I breska blaðinu No 1: — Hverjar eru hugsanir þínar um Power Station nú þegar þú hefur tekið upp plötu, haldið tónleika og nánast lifað og búið með þessu? Þetta var geysilega mikil og góð reynsla í því hvernig á að umgangast fólk, sömuleiðis gerði það mér Ijóst hvað ég hefði getað gert hefði ég verið einn míns liðs. Þetta var oft hræðilegt, eins og til dæmis þegar Robert Palmer söngvari yfirgaf okkur tveimur dögum áður en hljómleikaferðalagið átti að hefjast. Það voru slæmir tímar en einnig betri inn á milli. Það var alltaf eitthvað að gerast, þetta hefur verið mitt besta ár og örugglega það erfiðasta. Ég hef styrkst og er orðinn sjálfstæðari. Þegar ég bý til tónlist fyrir Duran Duran héðan I frá þá geri ég það í eigin nafni og ef þarf að syngja mun ég gera það. — Af hverju býrðu I New York? Vegna þess að NY er höfuðborg heimsins, alla- vega hvað varðar listir, og fyrir þann sem er að reyna eins og hann getur að lifa eins og listamaður kemur það að gagni. — Hvernig fannst þér Election Day? Mér finnst það gott... ég heyrði það á spólu fyrir níu mánuðum og þá hét það ekki Election Day. Mér líkar lagið en ég hef ekki heyrt restina af plötunni. Ég veit að ég hefði vel getað tekið þátt I gerð þessarar plötu en Nick hefði ekki getað tekið þátt í Power Station, til þess þekki ég hann of vel. Hann er nefnilega alinn upp á Roxy Music og Japan. Ég segi ekki að það hefði verið mér auðvelt en þið verðið að muna að Power Station var tekin upp á sex vikum en það tók um það bil ár að fullgera Arcadia plötuna. — Eruð þið Simon enn góðir vinir? Já, við erum enn vinir, ég held að við verðum alltaf vinir. Við höfum eytt fimm dýrmætustu árum ævi okkar saman. Ég efast um að margir eigi enn sömu vini og þeir áttu fyrir fimm árum eða þá að þeim semji mjög vel við þá og að sjálfsögðu hefur Simon breyst á þessum fimm árum, ég líka. Líklega erum það við Nick sem eigum síst skap saman þessa stundina en hins vegar held ég að við eigum hvað mest sameiginlegt vegna þess hvað við erum likir. Það hefur alltaf verið keppni á milli okkar Simonar vegna þess að við höfum alltaf selt flestar T-skyrturnar. — Nú ert þú i þeirri stöðu að þú getur gert heil- mikið fyrir fjölskyldu þina. Hefur þú brugðist henni á einhvern hátt. Ég fer ekki í kirkju á hverjum degi eins og mamma vill en hún vill reyndar að ég fái mér almennilega vinnu. Þau eru ákveðin. Ég hef beðið þau að koma og búa hérna í NY svo að ég þurfi aldrei að fara til Birmingham aftur — úff, ég hefði ekki átt að segja þetta, þau eru reyndar að koma í heimsókn bráðum, það verður gaman. — Ertu hissa á þvi að engin hljómsveit skuli hafa slegið jafnofsalega i gegn og þið siðan þið slóguð i gegn? Wham! hefur nú aldeilis veitt okkur harða sam- keppni en ástæðan fyrir velgengni okkar er sú að við slitum okkur út við að halda tónleika, stóðum augliti til auglitis við krakkana og það hefur borgað sig. Vídeóið kom seinna. — Hefur þér dottið í hug að setjast i helgan stein og gifta þig? Ég hef nú komið mér eins vel fyrir og ég hef áhuga á. Ég hef eignast eigið heimili en að gifta mig... nei. Ég sé enga ástæðu til þess. Ég á fullkomna kærustu og er hamingjusamur. — Hver er uppáhaldseign þin um þessar mundir? Það mun vera jukeboxið mitt, ég fékk það i antik- verslun og geymi þar 25 uppáhaldslögin min, þau lög sem sýna smekk minn í gegnum árin í hnot- skurn. — Lendirðu einhvern tima i því að eiga enga peninga á þér? Alveg endalaust, þú getur ekki trúað því hversu oft það kemur fyrir mig að vera auralaus og ef þeir taka ekki American Express þá er ég í djúpum. . . Vikan 6. tbl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.