Vikan

Tölublað

Vikan - 06.02.1986, Blaðsíða 17

Vikan - 06.02.1986, Blaðsíða 17
vera einhver erfiðasta og leiðinlegasta vinna sem til er og ég get ekki imyndað mér þann sérvitring sem vildi skipta við mig. Þetta er skemmtilegt þegar vel gengur en um leið voðalega leiðinlegt þegar illa gengur. Og yfirlega yfir texta getur verið hreinasta plága. Það er hægt að fá heilmikið út úr því að strika út en þegar maður er að velta einhverju fyrir sér i hundraðasta sinn getur maður orðið vitlaus. Ég sé mikla framför og timasparnað i tölvunum hvað þetta snertir og er alveg ákveðin i að fá mér eina eins fljótt og ég get. Kollegi minn einn ráð- lagði mér að fá mér mann sem vélritaði fyrir mig. En ég held ég fái mér frekar tölvu. Nei, ég get ekki bæði verið rithöfundur og um leið i baslinu. Ég er liklega eins og Ford, fyrrverandi Bandaríkjaforseti. Það var sagt að hann gæti ekki gengið og tuggið tyggigúmmí um leið. Ég hef prófað að vera að vinna í ýmsu meðfram ritstörfunum en siðan 1980 hafa þau verið mitt aðalstarf. Ég finn stund- um að ég hef þrátt fyrir allt ýmis sérréttindi og að ég ræð miklu meira um eigið lif en margir gera en það er fullt af fólki sem gæti haft það svona, það bara gerir það ekki. Mér fannst til dæmis mjög gott þegar stelpan mín var lítil að fá að hugsa ein- göngu um hana og ekkert annað og mér finnst líka rnjög gott núna að geta verið á staðnum fyrir hana en þetta eru lika sérréttindi hér á landi. Ég skamm- ast mín nú hreinlega þegar ég hugsa um hvernig sumar einstæðar mæður hafa það. En i sambandi við starfið þá finnst mér það sama og Halldóri Laxness, að þetta starf sé aðallega fyrir masokista. Nei, það er heilmikið óöryggi að vera einn og ekki með fastar tekjur. En um leið get ég leyft mér að vera dálitið undarleg i háttum eins og að vinna þeg- ar mér sýnist og að sofa hjá handritunum minum. Eitur að vera kvenmaður í sviðsljósi — Eru það kannski áhrif frá Dublinarárunum sem gera það að þú kýst að vera ein? ,,Nei, og ég kýs það ekkert endilega. Ég bjó með yndislegum manni i sex ár og það hafa nú verið gerðar tilraunir siðan sem að visu sumar hafa end- að með brotlendingum. En það þýðir ekki að væla yfir þvi, maður tekur vissa áhættu þegar maður hellir sér út i samband með annarri manneskju. En það er hins vegar staðreynd að þetta starf gerir manni dálítið erfitt fyrir i einkalifinu þótt mér finnist að það ætti ekki að gera það. Ég held að það sé einfaldlega vegna þess hversu frábrugðið það er flestu þvi sem fólk er að sýsla. Nú, að vera kven- maður i sviðsljósinu er alveg eitur. Strákum finnst þetta svolitið skemmtilegt til að byrja með en svo bara þola þeir þetta ekki margir, þvi miður." Maður á að halda sig meira á mottunni — Einu sinni byrjaði gagnrýni, sem þú varst heldur óhress með, á því að Steinunn væri alltaf létt og indæl og einhvern tima var skrifað um þig að þú værir sætasti kvenrithöfundurinn okkar. ,,Sko, karlmaður sem skrifaði svona um karlrit- höfund yrði nú bara stimplaður öfugur með það sama og ég vil nú meina að ég hafi samkeppni hvað fegurðina varðar. Það sem mér finnst skipta máli er hvort svona lagað kemur fram i viðtali eða ritdómi. Það getur verið gaman að lesa svona um sig i viðtali því maður er nú hégómlegur og það er alltaf gaman ef einhverjum finnst litandi á mann, en i ritdómi koma svona hlutir málinu bara ekkert við. Það er aftur staðreynd að kvenmenn eru alltaf i meiri vandræðum með að vera teknir alvarlega. Ég hugsa reyndar ekki mikið um þessi mál og er alls ekkert meðvituð um mig sem kvenrithöfund en mér finnast dómar um kvenrithöfunda oft óballans- eraðri en dómar um karlrithöfunda. Ég held til dæmis að ef strákur hefði skrifað þetta jólaleikrit mitt þá hefði fólk kannski ekki spekúlerað i ýmsum hlutum þar. Maður á að halda sig meira á mott- unni. Nei, ég geri mér alveg grein fyrir því að það eru karlmenn sem hafa búið til þessa bókmennta- hefð og ég geng inn i karlahefðina og ætla mér ekkert að reyna að búa til neina nýja hefð, en ég er ekki sá asni að ég sjái ekki að kvenfólk fer einhvern veginn svo miklu oftar verr út úr lifinu en karlmenn. Við sjáum bara þessi sambönd þar sem karlinn er að skilja við konuna þegar hún er orðin dálítið öldr- uð. Nei, þá má jafnvel finna réttlæti hjá kaþólsku kirkjunni sem bannar hjónaskilnaði." Líður ofsalega vel þegar ég er búin að berja saman það sem ég held að sé svolítið gbtt Ijóð — Þótt sögurnar þinar og leikrit fjalli sameigin- lega um fólk þá er eins og þú komir alltaf á óvart með hverju nýju verki. ,,Það er ekki stefna hjá mér en hins vegar veit ég að það sem ég hef látið frá mér er innbyrðis mjög ólikt. Ég held að það sé varla hægt að hugsa sér ólíkari sjónvarpsleikrit en Líkamlegt samband í norðurbænum og svo Bleikar slaufur." — Og svo semurðu rómantisk Ijóð? ,,Já, ég tala nú ekki um. Þau eru lika allt frá smá- myndum, tveimur til þremur línum, og allt upp i heilarfrásögur." — Þú ert mjög rómantisk? ,,Já, guð minn góður, en ég get lika verið eitt- hvaðalltannað." — Finnst þér neikvætt ef fólk getur sagt um verk frá þér: Þetta er Steinunn? ,,Eg er ánægð ef ég hef afmörkuð höfundarein- kenni. Eg byrjaði i Ijóðunum, fór siðan út i að skrifa leikrit sem ég birti nú aldrei, svo komu smásögurn- ar og sjónvarpsleikritin og ég ætti nú fyrir alvöru að koma á óvart með næsta verki," segir Steinunn og er þar með komin að þessari sígildu spurningu: Að hverju ertu að vinna núna? ,,Ég hef eiginlega í sex ár verið að glima við skáldsögu. Það er nú kannski svolítið frjálslega með farið að kalla þetta skáldsögu, og þó, en ég er þarna með dálitið af Ijóðum og eins sendibréf og ýmsar hugleiðingar. Þetta verkefni hefur reynst mér alveg óskaplega erfitt. Ég hef auðvitað gert margt i millitíðinni en ástæðan fyrir því að bókin er ekki komin út er sú að hún hefur bara ekki verið til- búin. Ég hef oft verið komin að þvi að gefast upp og jafnoft bölvað henni i sand og ösku en nú held ég að ég sé að verða búin að berja blessaða bókina saman. En þetta er sem sagt fyrsta skáldsagan mín. Það er auðvitað auðveldara að halda sig við eitthvert ákveðið form en um leið gefur það visst frelsi að fara úr einu formi yfir i annað. Mér finnst samt alltaf á vissan hátt mest gaman að skrifa Ijóð. Ljóð er lika afmarkað, þú hefur betra vald yfir einu Ijóði en yfir kannski tvö hundruð blaðsíðna bók. Mér liður alveg ofsalega vel þegar ég hef barið saman það sem ég held að sé vel heppnað Ijóð." Steinunn blaðar í bók og sýnir mér ýmsar útgáf- ur af Ijóði sem ber nafnið Vor dans. Allar út- gáfurnar eru dagsverk, byrjað á morgni og endað að kvöldi. — Kannski samið eftir 68-kynslóðarball- ið? ,,Nei, nei," segir Steinunn, ,,og ég get meira að segja sannað það vegna þess að ég las það upp opinberlega siðastliðið vor." 1970 var Steinunn fréttamaður útvarpsins í sumarfrii frá Dublin og vann á fréttastofu af og til til 1980. Hún var einnig fréttaritari útvarpsins þau tvö ár sem hún bjó i Sviþjóð, frá 1980 til 1982. Hún á.að baki nokkra viðtalsþætti í sjónvarpi. — Ertu búin að segja skilið við fréttamanninn sem er i simaskrá síðasta árs? ,,Já, fréttamanninn er ég búin að segja skilið við en ég tek nú viðtal við og við og þá kannski helpt til að drýgja tekjur rithöfundarins. En nú einbeiti ég mér að ritstörfunum." — Og sex ára skáldverkið fáum við þá í næsta jólabókaf lóði? ,,Já, tvær af bókum minum hafa komið út að vori svo mér finnst ég vera búin að gera skyldu mina hvað það varðar að brjótast gegn þessum markaðslögmálum i bóksölu á islandi. Ég var að visu ánægð með útkomu þessara bóka en veit að þær hefðu selst betur ef þær hefðu komið út fyrir jól. En nú ætla ég að beygja mig undir markaðslög- málin." — Og efnið? ,,Þetta er ódulbúin ástarsaga, hún var að visu með alls kyns atriðum sem ekki komu beint ástar- sögu við en nú er ég næstum búin að skafa það utan af svo þetta er bara ástarsaga og eiginlega ekkert annað." . . . eitthvað af sjálfri þér í persónunum? .....ég held að flestir sem þekkja mig sjái að þetta getur ekki verið ég en hitt er svo annað mál að ég gæti ekki hafa skrifað þessa bók ef ég hefði aldrei orðið ástfangin og þetta er bók sem ég held að aðeins kvenmaður gæti skrifað." Vikan 6. tbl. 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.