Vikan

Tölublað

Vikan - 06.02.1986, Blaðsíða 44

Vikan - 06.02.1986, Blaðsíða 44
fólkið í kringum mig til að fela þá stað- reynd að ég hafði í raun og veru ekki hug- mynd um það hvernig maður ætti að fara að því að stinga höfðinu ofan í laugina í hverju sundtaki. Ég hafði reynt þetta mörgum sinnum en hætti þegar nokkrir kipptu mér upp á bakkann og spurðu hvort ég væri að drukkna. „Neihei,” sagði ég eins borubrattur og mér var unnt, ,,ég var bara að anda frá mér. Ég stunda sko kafsund!” Ég hef iðrast þessa vanþakklætis allar götur síðan. En þarna var ég sem sé að svamla yfir laugina og fann ekki að vöðvarnir yxu að ráði. Senni- lega ætti ég þó að prófa þetta nokkrum sinnum áður en ég gæfist upp. ,,Nei, blessaður! Þú hér?” Þetta var strákur á svipuðu reki og ég sem ég hafði kynnst nokkrum árum fyrr. Hann var satt að segja heldur leiðinlegur og einkum og sér í lagi vegna þess að hann vildi sýknt og heilagt vera að tala um bók- menntir eða heimspeki. Almennilegt fólk talar ekki um svoleiðis, að minnsta kosti ekki í neinni alvöru. Það er beinlínis hlægilegt! En þetta vissi hann ekki og þetta hafði hann enn ekki lært. Ég muldraði einhverja kveðju og von- aði að hann sæi að ég átti fullt í fangi með að halda lífi þarna niðri í lauginni og léti mig þess vegna í friði. En, nei. „Heyrðu,” sagði hann flugsyndur og glaður í bragði, ,,ég var að enda við að lesa Makbeð í þýðingu Helga Hálfdanarsonar. Það var merkilegur lestur. Hefurðu veitt því athygli að lafði Makbeð. . . ” Og þannig gaspraði hann áfram meðan ég gnísti tönnum af bræði, reyndi að herða mig eftir megni svo hann sæi ekki hversu ótrúlega hægsyndur ég var og leit- aði að einhverri afsökun til þess að hypja mig upp á bakka. ,,Og hvað fínnst þér?” lauk hann ein- hverri kenningasmíðinni. ,,Mér hefur nú alltaf þótt Makbeð. . . ” byrjaði ég og ætlaði að segja „heldur leiðinlegur” en þá var mér öllum lokið. Kraftarnir voru á þrotum, sundtökin gleymd, ég saup hveljur og hafði meira að segja týnt því niður hvernig átti að fljóta! Ó, að ég hefði nú kút. Og jafnvel kork! Ég man ekki hvernig ég komst upp að bakkanum en ég man að ég sór að ég skyldi aldrei, aldrei framar fara í sund. Að eiga á hættu að þurfa að halda uppi sam- ræðum um Makbeð meðan ég berðist fyrir lífi mínu var mér alveg um megn. Og þetta heit hélt ég, þar til seint í sumar að mér var sagt að ég væri orðinn þvílíkt líkamlegt flak að það dygði ekki lengur. Eins og alltaf var ég veikur fyrir þeirri hugmynd að verða nýr og betri maður svo ég brá mér í laugina og keypti mér meira að segja kort svo það væri nokk- uð öruggt að ég færi oftar en einu sinni. Ég leit vel í kringum mig áður en ég skakklappaðist ofan í laugina og sá engan sem ég þekkti. Ágætt, þá þyrfti ég ekki að tala við neinn. En þar sem ég var á hundasundinu mínu úti í miðri laug finn ég allt í einu rösk sundtök upp að hliðinni á mér og sama glaðlega röddin sagði: „Blessaður. Heyrðu, ég var að brjótast í gegnum Lé konung og ég held. . . ” Ég tók á öllu sem ég átti, stakk mér og synti kafsund upp að bakka. Eins og mig hafði lengi grunað var kafsundið eitt þess umkomið að bjarga mér. Krúturinn 21. mars-20. april. Hörkurifrildi hreinsa iðulega andrúmsloftið en séu þau tíð valda þau svo til eingöngu leiðindum. Þér hættir til langrækni. Gleymdu ekki gömlum vinum. Stjömuspá I % Nautið 21. april-21. mai Fyrri hluti vikunnar einkennist af ein- hverri óvissu. Hlustaðu á ráðleggingar annarra án þess þó aö van- meta eigin dóm- greind Tviburarnir 22. mai-21. júni Það er eitthvað að brjótast í þér þessa dagana og eins og svo oft áöur áttu erf- itt með að ákveða þig. Taktu bara af skarið. Krabbinn 22. júni-23. júli. Þú endurnýjar gamlan kunnings- skap og þótt þér finn- ist samskiptin þving- uö fyrst í stað skaltu ekki láta það á þig fá. Ljónið 24. juh 23 águst Þú skalt gefa því góö- an gaum sem er aö gerast í kringum þig. Einhverjar blikur eru á lofti og þú ættir að gefa þér góðan tíma með þínum nánustu. Meyjan 24 ágúst-23 sept Hreinskilni er góöur eiginleiki en svo ber viö að hyggilegra er að umgangast sann- leikann dálítið varlega og oft má satt kyrrt liggja. Vogin 24. sept -23 okt Þú lendir trúlega í því aö reyna að verja dálítiö hæpinn mál- stað. Gættu þess aö lenda ekki í ógöngum og varastu sérstak- lega aö grípa til ósanninda. Sporðdrekinn 24. okt.-23. nóv. Láttu ekki smjaður og fagurgala villa um fyrir þér. Nú reynir hver sem betur getur aö koma sér í mjúk- inn hjá þér og eins gott að skilja sauðina frá höfrunum. Bogmaðurinn 24. -21 des Þú hefur lagt þig fram um að sýna þeim tillitssemi sem þú umgengst dag- lega. Ekki gefast upp þótt þér finnist þetta ekki alltaf skila sér. Staingaitin 22. dts -21 jon Láttu ekki óvænt at- vik eöa hryssingslegt viömót setja þig út af laginu. Það er mesti misskilningur að allt sem aflaga fer teng- ist þér á einhvern hátt. Vatnsbtrinn 21 jan -19. Itbr Fiskamir 20 febr -20 mars Enginn getur gert svo öllum líki og þó að þér finnist þú ekki ná tilætluðum árangri skaltu ekki láta hugfallast. Þú hefur lengi haft djarflega áætlun á prjónunum og nú er rétt að taka hana enn einu sinni til endur- skoðunar. 44 Vikan6. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.