Vikan

Tölublað

Vikan - 06.02.1986, Blaðsíða 11

Vikan - 06.02.1986, Blaðsíða 11
GLETTUR í SJÓNVARPI Liðið á bak við Giettur. talið frá vinstri: Hörður Vilhjálmsson kvik- myndatökumaður, Björn Emilsson upptökustjóri. Guðrún Sigriður Haraldsdóttir leikmyndahönnuður. Helga Pálmadótt/r sv/ðsstjóri og Andri, sem lék Andra í kvikmyndinni Punktur punktur komma strik. en hann sér um leikmuni. Pálmi Gestsson, Björn Emilsson og Örn Árnasoh leggja á ráðin fyrir söng- atriðisem vari Glettunum hansArnar. Skemmtiþátturinn Glettur hefur vakið mikla athygli enda ekki á hverjum degi sem sjónvarpið kemur með nýja innlenda þátta- röð. Björn Emilsson, upptökustjóri þáttar- ins, segir: „Glettur eiga að gefa einum lista- manni tækifæri hverju sinni, hann semur handrit að fimmtán til tuttugu mínútna löngum þætti og er jafnframt aðalleikari. Það var rokið í að gera fyrsta þáttinn með stuttum fyrirvara, umgjörðin var lítil og hún á að vera lítil, málið er að hafa þetta ódýrt en gott. Aðalmálið er að gefa listamönnum tækifæri til að sýna hvað í þeim býr enda kominn tími til þess og þó fyrr hefði verið." Björn Emilsson vinnur hjá ísfilm við auglýsingagerð en er mikið viðloðandi sjónvarpið. Á næstunni fer hann til Skot- lands ásamt bróður sínum, Guðmundi Emilssyni hljómsveitarstjóra. Þeir bræður munu þar gera sjónvarpsþátt um Hafliða Hallgrímsson sellóleikara í tilefni af því að Hafliði hlaut tónskáldaverðlaun Norður- landaráðs. Björn er með fleiri sjónvarps- þætti í deiglunni en vill ekkert segja um þá að svostöddu. „Sjónvarpið er á uppleið að mínu viti," segir Björn og bætir við: „Það er mjög spennandi að fá Hrafn Gunnlaugsson til starfa þar eins og sést nú þegar á dag- skránni. Ef einhver er á réttum stað á réttum tíma þá er það hann." KOLLA Hún horfði svo glaðbeitt framan í ljósmyndarann, hún Kolbrún Halldórsdóttir leik- kona, að hann gat bara ekki stillt sig um að smella af. Kolla er sýningarstjóri á Rauðhóla Rannsý hjá Hinu leikhúsinu og bregður sér auk þess inn á sviðið í fáeinar mín- útur í gervi léttúðardrósar. Leikhópurinn Svart og sykur- laust hefur notið krafta hennar frá upphafi, nú síðast í ítölsk- þýsk-íslensku kvikmyndinni sem heitir líka Svart og sykur- laust, og Kolla hefur líka talað til landsmanna af báðum rásum Ríkisútvarpsins. Eftir þessa upptalningu er kominn tími til að spyrja: Hvað er þessi kjarnorkukvenmaður með á prjónunum? „Ég hef nú nóg að gera í Rauðhóla Rannsý en auk þess er ég að fara í gang með viðtals- þætti hjá Ríkisútvarpinu. Þætt- imir verða á rás I á föstudags- kvöldum milli ellefu og tólf - og mér sýnist þetta verða spennandi verkefni,“ sagði Kolla. ■ ...' ...................... Murtusalat erminn eftirlætisréttur. Vikan 6. tbl. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.