Vikan

Tölublað

Vikan - 06.02.1986, Blaðsíða 49

Vikan - 06.02.1986, Blaðsíða 49
að makinn hefði fyrirfarið sér til að tryggja framtíð hennar myndi verða þungur baggi að bera. Ég vonaði að kannski tækist Black að hugga hana þegar fram liðu stundir. Hann var greinilega mjög hrifinn af henni. Viðtalið við frúna reyndist ákaflega sársauka- fullt. I fyrstu neitaði hún að trúa þvi sem Poirot sagði en síðan, þegar hún sannfærðist, brast hún i grát. Við skoðun á likinu kom í Ijós að Poirot hafði haft rétt fyrir sér. Poirot þótti ákaflega fyrir þessu en hann var nú einu sinni ráðinn hjá trygginga- félaginu og hlaut því aö gera skyldu sína. Þegar viö vorum aðfara sagöi hann við frúna: ,,Þér ættuð manna best að vita að fólk deyr ekki." „Hvað meinið þér?” spurði hún stóreygð. „Hafið þér ekki tekið þátt i miðilsfundum? Þér hafið hæfileika á þvi sviði, ekki satt?" ,,Jú, mér hefur veriö sagt að ég sé skyggn, en þér trúið varla á slikt." „Frú, ég hef orðið vitni að mjög undarlegum at- burðum. Vitið þér að það gengur orðrómur i þorp- inu um að það sé reimt i þessu húsi." Hún kinkaði kolli og i þvi bili tilkynnti þernan að kvöldverður hefði verið borinn fram. „Viljið þið ekki fá ykkur í svanginn?" spurði frú- in. Við urðum ákaflega þakklátir og mér fannst að nærvera okkar gæti að einhverju leyti linað sorgir hennar. Við höfðum rétt lokið við súpuna þegar við heyrðum óp og brothljóð frá eldhúsinu. Við stukkum á fætur. I þvi kom stofustúlkan inn, mjög óttaslegin. „Það var maður... hann stóð i ganginum." Poirot hljóp fram í ganginn en kom strax aftur. „Það er enginn þarna." „Er það ekki, herra?" sagði stofustúlkan. „Mér varð svo illt við." „Hvers vegna?" Mér sýndist það vera húsbóndinn. Hann liktist honum," hvislaði hún. Ég sá að frú Maltravers brá mjög við þetta og mér komu i hug sagnir um sjálfsmorðingja sem gátu ekki legið kyrrir. Það var greinilega það sama sem hún var að hugsa um þvi að stuttu síðar greip hún I handlegg Poirots og æpti: „Heyrðuð þér þetta? Það var bankað þrisvar á gluggann. Það var einmitt svona sem hann bankaði þegar hann gekk i kringum húsið." „Þetta var bara vafningsviðurinn að berjast utan í vegginn," sagði ég. Hræðslan var samt sem áður að ná tökum á okkur. Stofustúlkan var auðsæilega á nálum og eftir matinn bað frú Maltravers Poirot um að fara ekki alveg strax. Hún sagðist vera hrædd við að vera ein. Við settumst inn í litlu stofuna. Það var byrjað að hvessa og það ýlfraði og hvein i húsinu. Tvisvar opnuðust dyrnar á herberginu og í bæði skiptin greip hún í mig óttaslegin. „Það eru álög á þessari bannsettu hurð," taut- aði Poirot reiðilega. Hann stóð upp, lokaði enn einu sinni og læsti með lykli.,,Nú ætti hún að hald- ast aftur." „Gerið það ekki,” kveinaði frúin. „Ég gæti ekki afborið það ef hún opnaðist..." Og hið ómögulega gerðist. Læstu dyrnar opnuð- ust ofurrólega. Ég sá ekki fram á ganginn úr sæti minu en frúin og Poirot sneru þangað. Konan æpti og sneri sér að honum. „Sáuð þér hann, þarna, á ganginum?" æpti hún. Poirot starði fram á ganginn, undrandi á svip. „Ég sá hann... manninn minn... þér hljótið að hafa séð hann lika?” „Ég sá ekki neitt. Þér eruð úr jafnvægi." „Það er allt I lagi með mig... drottinn minn dýri..." Skyndilega byrjuðu Ijósin að blikka og dofnuðu síðan þar til þau rétt tírðu. Úti i myrkrinu heyrðist klórað i vegg, þrisvar sinnum. Ég heyrði frú Maltravers kveina. Allt í einu sá ég það. Maðurinn, sem ég hafði séð á likbörunum uppi á efri hæðinni, stóö þarna fyrir framan okkur umvaf- inn draugalegri birtu. Hann lyfti annarri hendinni og benti. Skyndilega var eins og höndin beindi skærum geisla framhjá Poirot og að frú Maltrav- ers. Hún var náföl og þá sá ég dálitið annað. „Guð minn almáttugur, Poirot," hrópaöi ég. „Sjáðu höndina á henni, hægri höndina. Hún er öll rauð." Frú Maltravers leit á höndina á sér og féll í hrúgu á gólfið. „Blóð!” æpti hún móðursýkislega. „Já, þetta er bló'ð, ég drap hann, ég gerði það. Hann sýndi mér... þá setti ég fingurinn á gikkinn og þrýsti á. Hjálpið mér frá honum, hann er genginn aftur." Rödd hennar dó út i hryglu. „Kveikið Ijósin," sagöi Poirot. Ljósin kviknuðu eins og hendi væri veifað. „Þannig er það nú í pottinn búið. Þú heyröir þetta allt saman, Hastings, og þér líka, Everett. Já, meðal annarra orða, þetta er herra Everett, hann er afbragðs leikari. Ég hringdi i hann seinni partinn í dag. Finnst þér hann ekki vel sminkaður. Hann gæti rétt eins verið dauður. Með vasaljósinu og fosfórblöndu vakti hann nákvæmlega þau hughrif sem þurfti. Snertu ekki höndina á henni, þessi rauða málning er bannsettur óþverri. Þegar Ijósin slokknuðu greip ég I höndina á henni, skilurðu. Jæja, nú verðum viö að kveöja ef viö eigum að ná lestinni okkar. Japp lögregluforingi er hérna fyrir utan gluggann. Honum hundleiddist en hann átti að banka ööru hverju á gluggann." „Sjáöu til," sagði Poirot meðan við gengum rösklega í rokinu og rigningunni. „Það voru nokkr- ar smásmisfellur á málinu. Læknirinn hélt að hinn látni væri félagi í Kristilegu vísindakirkjunni. Aðeins frú Maltravers gat hafa komið þeirri hugmynd inn i kollinn á honum. Hún sagði okkur hins vegar að hann hefði haft miklar áhyggjur af heilsu sinni. Hvers vegna brá henni líka svona þegar Black höfuðsmanni skaut upp? Þar að auki finnst mér óviðeigandi að konur I sorgarklæöum, sem þykjast syrgja menn slna, máli sig. Þú tókst ekki eftir rauðu augnskuggunum, Hastings. Það er sem ég segi, þú tekur ekki eftir neinu. Það voru sem sé tveir möguleikar. Annars vegar að sagan, sem Black sagði, hefði kveikt hugmynd að snjöllu sjálfsmorði hjá Maltravers eða þá að hinn áheyrandinn, kona hans, hefði fengið jafnsnjalla hugmynd að morði. Til að fyrirfara sér á þennan hátt hefði hann þurft að fara úr skónum til að ýta á gikkinn með tánni. Alla vega imynda ég mér það. Ef Maltravers hefði fundist aðeins i öðrum skónum hefði það verið svo sérkennilegt að einhver hefði áreiðanlega sagt okkur frá því. Nei, ég sannfæröist þvi um að þetta væri morö- mál. Ég hafði hins vegar ekki nokkra sönnun fyrir því. Þess vegna setti ég þetta skemmtilega leikrit á svið." „En jafnvel nú skil ég þetta mál ekki í smáatriö- um," sagði ég. „Við skulum byrja á byrjuninni. Klók og slæg kona veit aö maöur hennar er í fjárhagsvandræö- um. Hún er líka orðin þreytt á honum þar sem hann er talsvert eldri en hún og hún giftist honum einungis vegna peninganna. Hún tælir hann því til að tryggja sig fyrir háa fjárupphæð og reynir siðan að finna leiðir til að ná fram markmiöum sínum. Tækifæriö fær hún fyrir tilviljun. Ungur hermaöur segir þeim hjónum undarlega sögu. Daginn eftir, þegar hún þykist viss um að höfuðsmaöurinn sé kominn langt út á sjó og þau hjónin eru á gangi úti, segir hún: „Þetta var undarleg saga. Ætli þetta sé hægt? Sýndu mér það, gerðu það." Kjáninn sýnir henni hvernig þetta var gert. Hann setur byssu- hlaupið upp í munninn. Hún krýpur niður ogsetur fingurinn á gikkinn og segir hlæjandi: „Hvað ef ég tek nú í gikkinn?" Og síðan, Hastings, tók hún i gikkinn." Vikan 6. tbl. 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.