Vikan

Tölublað

Vikan - 06.02.1986, Blaðsíða 50

Vikan - 06.02.1986, Blaðsíða 50
LITASPIL ■ Það var kominn svefngalsi í ungviðið í Appleby- fjölskyldunni og börnin kepptust við að telja barn- fóstruna á að leyfa sér að vaka lengur. Við litum inn ■í barnaherbergið til að bjóða góða nótt og þá sátu sum og sungu ,,Bí bí og blaka, Bjarni skeit á klaka..." en önnur hoppuðu um og söngluðu ,,Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna." Þegar við gengum afturtil vinnuherbergis Applebys ^H Sakamálasaga tautaði hann fyrir munni sér: „Hvað er þetta ^H eftir græna. . . þetta minnir mig á Green grænmetis- ^H Michael Innes sala." Ég sá þarna möguleika á þvl aö fá Appleby til aö segja sögu svo ég sagöi: ,,Þaö hefur þó varla verið eitt af merkilegustu málunum sem þú hefur fengist við. Grænmetissalar eru yfirleitt ákaflega óspenn- andi, jafnt dauðir sem lifandi." Þótt þetta vaari einstaklega heimskuleg athuga- semd dugði hún til aö kveikja I Appleby. „Öspenn- andi," sagöi hann um leiö og viö gengum inn I vinnuherbergiö. ,,Þaö er nú varla haegt aö segja aö þaö eigi viö mál Greens þvi þaö var á margan hátt forvitnilegt.” Appleby leit á mig og brosti kankvls- lega eins og hann vissi aö ég væri aö reyna að fá hann til aösegja sögu. „Gott og vel," sagöi hann, „hér kemur sagan. Veistu hvar Redchurch er? Þetta var bara smáþorp þar til aö einhver geröi sér grein fyrir þvl fyrir nokkr- um árum aö þaö lá vel viö samgöngum og því kjör- inn staöur til vörudreifingar. Þarna var þvl sett á stofn grlðarstór póstverslun sem nefndist Quick- pak. Auk verslunarhússins voru byggö Ibúöarhús fyrir starfsfólkiö. Herra Green var hæstánægöur meö þetta eins og reyndar aörir kaupmenn I Red- church. Hann seldi hestinn sinn og vagninn og keypti sérsendiferöabll." „Sem sagt, mikill framfaramaöur og hreint eng- inn græningi," sagöi ég. „Hárrótt. Hann var samt sem áöur myrtur og þaö virtist vera eitt af þessum tilgangslausu morö- um. Green var smákaupmaöur sem ekki geröi flugu mein." „Og var þá ekkert I einkalifinu sem gat skýrt þetta." Appleby kinkaði kolli: „Góð spurning, kæri vin- ur, en þaö var hvorki ástarsamband, afbrýðisamur eiginmaöur né svikin ástmey eöa yfirleitt neitt I for- tlö Greens sem væri hægt aö rekja þennan atburö til." „Kannski var hann ekki allur þar sem hann var sóöur," sagöi ég. „Hugsum okkur ef kálið og róf- urnar heföu nú bara veriö fyrirsláttur og Green heföi I raun veriö fjárkúgari eöa verslaö með stolna skartgripi." „Og siglt undir fölsku flaggi," sagöi Appleby hlæjandi. „Jú, viö könnuðum þennan möguleika en svo reyndist ekki vera." „Kannski hefur hann fyrirfariö sér," hrópaöi ég himinlifandi yfir getspeki minni. En Appleby hristi höfuöið. „Enginn fyrirfer sér meö þvl aö berja sig I höfuöið með slvölu barefli. Nei, við vorum vissir um að þetta var morö og ekk- ert annaö. Það var nefnilega vitni að atburðinum." Appleby hikaöi: „Þessir atburöir áttu sér staö aö haustlagi klukkan 8 aö morgni á vegarkafla milli þorpsins og Quickpak fyrirtækisins. Öörum megin viö veginn er slki en hinum megin eru járnbrautar- teinar sem á þessum staö liggja eftir hlaðinni upp- hækkun. Þaö voru yfirleitt ekki margir á ferli þarna á þessum tlma á morgnana og frá einum staö sást yfir nær allan veginn. Miöja vegu milli fyrirtækisins og þorpsins var nefnilega eftirlitsskýli frá járnbraut- arfélaginu og þar var vöröur allan sólarhringinn. Lestarvöröurinn, sem var á veröi þennan örlaga- rlka morgun, hét Dunne og eitt sinn er hann leit út um gluggann á eftirlitsskýlinu sá hann sendibil Greens koma eftir veginum en á þessum tlma kom hann meö grænmetið til konu húsvarðarins I fyrir- tækinu. Þegar bfllinn var aö hverfa úr augsýn sá Dunne karlmann stíga út úr skuggunum við veginn og veifa til Greens sem stöövaði bllinn. Dunne sá Green reka höfuöiö út um bllgluggann og um leiö baröi maöurinn, sem haföi stöövaö hann, Green I höfuöið meðbarefli. Dunne greip þá til sinna ráöa. Hann þreif slmann og náði sambandi viö öryggisvörðinn í hliðinu hjá Quickpak og stökk slðan niður úr eftirlitsstöðinni og hélt I átt til moröstaðarins. Þú sérð nú að morö- inginn var alveg króaöur af." Appleby hikaöi eilltiö. „Snjallt, en varla mjög erfið ráögáta," sagöi ég. „Þaö er nú ekki allt búiö enn. Dunne var aö búa sig undir aö fást við örvæntingarfullan moröingja þegar honum barst óvæntur liösauki því aö póst- blllinn kom rétt I þessu eftir veginum frá þorpinu. Þaö var lika eins gott því að á vegarspottanum, þar sem morðiö haföi veriö framiö, voru hvorki fleiri né færri en þrir menn. Ég ætla aö kalla þá Grámann, Brúna og Svart." „I guös bænum, Appleby, ekki fleiri liti, þetta er eins og auglýsing fyrir Litaval." „Gott og vel, ég kalla þá bara Litla, Stóra og Feita. Stóri var aö koma af morgunvakt I Quick- pak. Þetta var hálfgeröur vandræöagemlingur. Hann var sonur flotaforingja, hraustur og heil- brigöur strákur, en honum haföi af einhverjum ástæðum veriö hafnað þegar hann sótti um inn- göjtgu I flotann. Hann haföi varla náð sér eftir það áfall, tolldi illa I vinnu og sat um tlma I fangelsi fyrir svik. Litli og Feiti voru I hópi góökunningja lögregl- unnar og höföu tekiö þátt í mörgum smáglæpum. Þeir kváöust hafa veriö á kanínuveiöum og aldrei hafa komiö nálægt moröstaönum. Framburði sln- um til sönnunar sýndu þeir tvo lifandi meröi sem þeir notuöu viö veiöarnar og nokkrar dauöar kanln- ur. Og þannig lá i öllu saman. Þetta var svo sem engin meiri háttar ráðgáta." Ég vissi ekki hvort ég átti aö hlæja eöa verða pirr- aöur: „Áttu viö aö þessar upplýsingar hafi nægt og þú leyst málið útfrá þeim?" „Já, auðvitaö," svaraði Appleby og virtist undr- andi á þvl aö ég vildi fá að heyra meira. „Hvers vegna heldur þú að flotinn hafni hraust- um og heilbrigöum strák? Náttúrlega vegna þess að hann var litblindur. Hann var með aðra af tveim algengustu tegundum Daltonsveikinnar eöa rauögræna litblindu. Þeim sem eru meö Daltons- veiki sýnist rautt vera dökkgrænt. Stóri var sem sé aö blöa eftir póstbílnum en hann var aö koma með þúsundir bréfa til Quickpak sem mörg hver inni- héldu greiöslur fyrir vörur. Hann hélt aö bíll Greens væri póstbillinn. Þú getur svo giskaö á afganginn." „Jú, þaö get ég," og eftir örlitla umhugsun sagði ég: „Mér sýnist þú hafa mjög traustvekjandi sannanir gegn Stóra en heföi ekki mátt styrkja þær enn frekar með þvl aö eyða öllum grun um hlut- deild Litla og Feita." Appleby brosti: „Þaö gerðum viö. Nú til dags er mikiö talaö um vlsindaleg vinnubrögö I lögreglu- málum en þaö er samt ekki ástæöa til aö hafna ai- gerlega gömlu, slgildu aðferðunum. Þaö er fátt auöveldara en koma blóöhundum á slóö tveggja manna sem hafa verið á kantnuveiöum meö meröi. Blóöhundarnir staöfestu framburð þeirra Litla og Feita um aö þeir heföu ekki komiö nálægt morö- staðnum." 50 Vikan 6. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.