Vikan


Vikan - 06.02.1986, Page 11

Vikan - 06.02.1986, Page 11
GLETTUR í SJÓNVARPI Liðið á bak við Giettur. talið frá vinstri: Hörður Vilhjálmsson kvik- myndatökumaður, Björn Emilsson upptökustjóri. Guðrún Sigriður Haraldsdóttir leikmyndahönnuður. Helga Pálmadótt/r sv/ðsstjóri og Andri, sem lék Andra í kvikmyndinni Punktur punktur komma strik. en hann sér um leikmuni. Pálmi Gestsson, Björn Emilsson og Örn Árnasoh leggja á ráðin fyrir söng- atriðisem vari Glettunum hansArnar. Skemmtiþátturinn Glettur hefur vakið mikla athygli enda ekki á hverjum degi sem sjónvarpið kemur með nýja innlenda þátta- röð. Björn Emilsson, upptökustjóri þáttar- ins, segir: „Glettur eiga að gefa einum lista- manni tækifæri hverju sinni, hann semur handrit að fimmtán til tuttugu mínútna löngum þætti og er jafnframt aðalleikari. Það var rokið í að gera fyrsta þáttinn með stuttum fyrirvara, umgjörðin var lítil og hún á að vera lítil, málið er að hafa þetta ódýrt en gott. Aðalmálið er að gefa listamönnum tækifæri til að sýna hvað í þeim býr enda kominn tími til þess og þó fyrr hefði verið." Björn Emilsson vinnur hjá ísfilm við auglýsingagerð en er mikið viðloðandi sjónvarpið. Á næstunni fer hann til Skot- lands ásamt bróður sínum, Guðmundi Emilssyni hljómsveitarstjóra. Þeir bræður munu þar gera sjónvarpsþátt um Hafliða Hallgrímsson sellóleikara í tilefni af því að Hafliði hlaut tónskáldaverðlaun Norður- landaráðs. Björn er með fleiri sjónvarps- þætti í deiglunni en vill ekkert segja um þá að svostöddu. „Sjónvarpið er á uppleið að mínu viti," segir Björn og bætir við: „Það er mjög spennandi að fá Hrafn Gunnlaugsson til starfa þar eins og sést nú þegar á dag- skránni. Ef einhver er á réttum stað á réttum tíma þá er það hann." KOLLA Hún horfði svo glaðbeitt framan í ljósmyndarann, hún Kolbrún Halldórsdóttir leik- kona, að hann gat bara ekki stillt sig um að smella af. Kolla er sýningarstjóri á Rauðhóla Rannsý hjá Hinu leikhúsinu og bregður sér auk þess inn á sviðið í fáeinar mín- útur í gervi léttúðardrósar. Leikhópurinn Svart og sykur- laust hefur notið krafta hennar frá upphafi, nú síðast í ítölsk- þýsk-íslensku kvikmyndinni sem heitir líka Svart og sykur- laust, og Kolla hefur líka talað til landsmanna af báðum rásum Ríkisútvarpsins. Eftir þessa upptalningu er kominn tími til að spyrja: Hvað er þessi kjarnorkukvenmaður með á prjónunum? „Ég hef nú nóg að gera í Rauðhóla Rannsý en auk þess er ég að fara í gang með viðtals- þætti hjá Ríkisútvarpinu. Þætt- imir verða á rás I á föstudags- kvöldum milli ellefu og tólf - og mér sýnist þetta verða spennandi verkefni,“ sagði Kolla. ■ ...' ...................... Murtusalat erminn eftirlætisréttur. Vikan 6. tbl. 11

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.