Vikan


Vikan - 06.03.1986, Page 39

Vikan - 06.03.1986, Page 39
spennur tölur og hnappar tappar krókar klemmur og fleira og fleira. Stundum, þegar mann langar til að vera einn og út af fyrir sig, er pínulitla leikhúsið fyrirtaks félagsskapur. Þú getur tekið hlutina upp úr öskjunni og búið til leikrit. Sviðið getur þú teiknað á pappa og lagt alla smáhlutina, sem notaðir eru í leik- húsinu, þar á. Leiktjöld og sviðsmynd getur þú teiknað á pappann og leikend- urna hreyfir þú bara með fingrunum. Á öryggisnælu getur þú fest litla brodda, tannbrodda, og látið hana vera öryggisfisk. Þú getur látið fiskinn tala með því að opna og loka öryggisnælunni. Á sama hátt getur klemman talað og þú getur málað augu á klemmuna. Ef þú ert með tölu í leikhúsinu, sem er með fjögur göt, getur þú dregið tvinna í gegnum tvö göt (eins og á myndinni) og þá færðu bæði munn og fætur. áreiðanlega fundið gamlar skeiðar og sleifar sem hætt er að nota. Safnaðu þeim saman í kassa og einhvern daginn, þegar þú hefur ekkert við að vera, getur þú tekið þær fram og gætt þær lífi. Þú getur málað hálfbrosandi munn öðrum megin á sleif og lokaðan, hring- laga munn hinum megin. Ef þú hreyfir sleifma hratt fram og aftur er eins og sleifin segi Hal-ló. Önnur sleif getur verið tvær ólíkar persónur. Til dæmis getur útstæða hliðin verið matargatssleif og hin hliðin getur verið horfallin sleif. Það eru til margar tegundir, stærðir og gerðir af sleifum og ef þú gefur hug- myndafluginu lausan tauminn er fljót- legt að koma sér upp stórri sleifafjöl- skyldu. Það er líka hægt að leika leikrit með sleifum, til dæmis á bak við borð eða í stórum kassa, og þá geta áhorfendur setið allt í kringum þig. Þú getur líka búið til föt á sleifarnar úr efni, pappa eða plasti og hár úr garni eða snæri.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.