Vikan

Eksemplar

Vikan - 06.03.1986, Side 44

Vikan - 06.03.1986, Side 44
A STÖKKIISVEITINNI „Þegar ég var... sko, ég get ekki sagt þegar ég var lítill... þegar ég var minni þá var mér alltaf strítt á því aðég væri voðalega lítill." egar við Jón Ormar kvöddumst Þsagðist hann ekki minnast þess að hafa verið svona taugastrekktur í annan tíma eins og fyrir þetta viðtal okkar. „Á tímabili var ég blaðamaður hjá Fálkanum, aðalkeppinaut Vikunnar, og hef þess vegna tekið fjölda viðtala en þetta er fyrsta viðtalið sem tekið er við mig.“ Við urðum ásáttir um að hlutverkaskiptin ættu líklega þarna hlut að máli. Einhvern veginn atvikaðist það nú samt svo að Jón skaut fram fyrstu spurningunni þar sem hann sat í bírman-stólnum sínum ofarlega við Skólavörðustíginn, með gleraugu skorðuð á andlitinu: „Segðu mér, hvernig viðtal hefur þú hugsað þér að þetta verði?“ Tilefnið var auðvitað leikur Jóns í hlutverki Hauks frænda í myndaflokknum Á fálkaslóðum, en ég bætti því við að markmiðið væri að hafa þetta svona eitthvað létt og skemmti- legt. Það hefði ég hins vegar ekki átt að gera, þetta voru óskynsamleg viðbrögð, sambærileg við fíflalæti stúlkunnar í ára- mótaskaupinu sem hafði snjótittlinga í flimtingum. Jón Ormar var líka snöggur upp á lagið: „Þegar svona nokkuð er sagt við mann þá fer maður ósjálfrátt á bömmer. Þú tekur bara eftir því þarna í þáttunum Á líðandi stundu að spyrjendurnir byrja á 44 VIKAN 10. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.