Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 15.05.1986, Qupperneq 23

Vikan - 15.05.1986, Qupperneq 23
Mickey Rourke er leikari sem er á hraðri leið upp stjörnuhimininn í Hollywood og eftir leik sinn í The Year of the Dragon er hann nánast kominn á toppinn. Hann á ekki margar kvikmyndir að baki, en öll hans hlutverk í kvikmyndum hingað til hafa dregið að sér at- hygli áhorfandans. Hvar sem hefur verið skrifað um hann er hann oftast settur á bekk með ungu stjörnunum í Hollywood, Matt Dill- on, Tom Cruise, Rob Lowe og fleiri, en Rourke er öðruvísi en þeir. Eina sem hann á sameigin- legt með þeim er að hann kom fram á sjónar- sviðið um sama leyti og þeir, þá eldri en í sams konar myndum. Mickey Rourke vakti fyrst athygli í mynd Lawrence Kashdan, Body Heat. Þar lék hann sprengjusérfræðing sem William Hurt fær að- stoð hjá. Þar er hann strax kominn í hlutverk eins og þau sem hafa einkennt feril hans hing- að til; ungur maður sem berst á móti kerfinu, er einrænn og hefur ekki áhuga á samskiptum við aðra. Rourke, sem er rúmlega þrítugur, hefur yfir- leitt virst eldri í myndum sínum en hann er. Og raunin er sú að til dæmis í The Year of the Dragon gerir hann það viljandi með því meðal annars að lita hár sitt grátt. Það er kannski ekki einkennilegt að Mickey Rourke skuli kjósa að leika utangarðsmenn. Hann átti erfitt uppdráttar í æsku og kemur það fram í því í dag að hann hefur erfitt skap og ástundar villt líferni án þess að hugsa um afleiðingarnar. Mickey Rourke er einn af þeim sem með öðruvísi ákvörðunum hefði eins getað lent röngum megin við lögin. Þegar hann var sjö ára skildu foreldrar hans og hann flutti til Miami með móður sinni. Þar lenti hann fljótt í slagtogi með alls konar vandræðalýð. Stjúp- faðir hans, sem er lögreglumaður, reyndi margt til að beina honum á betri brautir. Meðal ann- ars sendi hann drenginn til æfinga á íþróttastöð í nágrenninu, aðallega þekkta fyrir að Mu- hammad Ali æfði þar. En ekkert dugði. Strákur- inn var strax kominn aftur á götuna. Svo var það loks þegar Mickey Rourke var orðinn nítján ára að hann tók sig til, snikti sér far til New York og tókst einhvern veginn að komast að í hinum fræga skóla, The Actors Studio. Meðan hann stundaði leiknámið vann hann alls konar störf sem buðust. Má nefna að eitt sinn seldi hann ís á götuhorni. En sjálf- sagt er sérkennilegasta starfið dyravarsla í næturklúbbi sem aðallega er sóttur af kynskipt- ingum. Þessi reynsla hans varð honum gott veganesti þegar hann að loknu námi fór að leita sér að atvinnu innan leikarastéttarinnar. í nokkur ár lék hann hin ýmsu aukahlutverk í sjónvarpsþáttum. Oftast var hann beðinn að leika unga sálsjúka menn. Meðan á löngum meðgöngutíma Heavens Gate stóð, en þar var Mickey Rourke statisti, kynnti hann sér hina ýmsu starfsemi við gerð kvikmynda og er ekki ólíklegt að Michael Cim- ino hafi fyrst tekið eftir þessum unga manni og munað eftir honum þegar hann var að undir- búa The Year of the Dragon. Nú fóru hlutirnir að snúast hratt, Mickey Rourke í vil. Eftir hlutverkið í Body Heat fékk hann hlutverk eins úr klíkunni í Diner sem leikstýrt var af Barry Levenson. Myndin fékk góðar viðtökur hjá gagnrýnendum sem áhorf- endum og var hlutur Rourke sérlega góður í myndinni. Hann reyndi síðan mikið til að fá hlutverk í mynd Francis Coppola, The Outsid- ers, en það mistókst. 1 staðinn fékk Coppola honum hlutverk í næstu mynd sinni, Rumblef- ish, mynd sem er ógleymanleg hverjum sem hana sér. Þar komu vel í ljós hæfileikar Rourke að skera sig úr fjöldanum án þess að þurfa nokkuð að hafa fyrir því. I Rumblefish leikur hann utangarðsmann sem lifir ofbeldisfullu lífi, ungan mann sem yngri bróðirinn lítur upp til og allir hræðast en undir hörðu yfirborðinu er góð sál sem hefur séð of mikið í skúmaskotum lífsins. 1 næstu mynd sinni slær Rourke á aðeins léttari strengi. í The Pope of Greenwich Vil- lage leikur hann að vísu sakamann en sá snýr þó til betri vegar. í hinni umdeildu kvikmynd Michaels Cimano, The Year of the Dragon, leikur hann loks mann sem er réttu megin við lögin. Hann leikur pólskættaðan lögregluþjón sem látinn er hafa umsjón með kínversku hverfi í New York. Hann setur allt á annan endann í aðgerðum sínum gegn glæpamönnum hverfisins. Mickey Rourke undirbjó sig vel fyr- ir þetta hlutverk. Hann fékk að fylgjast með lögreglumanni í Los Angeles í þrjá mánuði. Sá þótti harður í horn að taka og meðal annars lenti Rourke með honum við vettvangsrann- sókn á tuttugu og átta morðum þessa þrjá mánuði. Og það var í raun Rourke sjálfur sem átti stærstan þátt í að skapa lögregluþjóninn í myndinni. Það var hans hugmynd að lita hár sitt grátt eins og áður sagði og það var einnig hans hugmynd að ganga alltaf með hatt eins og leikararnir í lögreglumyndum á fjórða og sjötta áratugnum gerðu. The Year of the Dragon hefur fengið mjög góðar viðtökur í Evrópu en sömu sögu er ekki hægt að segja um Bandaríkin. Þar hefur hún verið rökkuð niður, talað um kynþáttahatur, ofbeldi og myndin talin alltof löng. Það virðist einnig ætla að verða umtal um nýjustu kvikmynd Mickeys Rourke, 9 1/2 Weeks. Þykir hún ganga heldur langt í kynlífs- atriðum og meðleikari Rourke, Kim Bassinger, hefur sakað leikstjórann, Adrian Lynne, um að hafa beitt þvingunum til að fá hana til að leika í atriðum sem misbuðu sómatilfinningu hennar. Mynd þessi er búin að vera hálfgert vandræðabarn hjá framleiðendunum og kusu þeir að klippa nokkur svæsnustu atriðin úr henni áður en hún var sett á markaðinn fyrir stuttu. Mickey Rourke hefur ekki leikið í mörgum kvikmyndum hingað til, þó er hægt að fó fjórar þeirra á vídeóleigum. Þær eru: Body Heat Diner Rumblefish. The Pope of Greenwich Village 20. TBL VIKAN 23 L
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.