Vikan

Eksemplar

Vikan - 15.05.1986, Side 27

Vikan - 15.05.1986, Side 27
allt er sem hann gerir, til dæmis hvernig hann getur með smá- handahreyfingu stjórnað klappi. Þetta hafa þeir fram yfir, þessir þrautreyndu og frægu, þeir vita nákvæmlega hvað þeir mega leyfa sér. Að því leyti var þetta lærdómsríkt og skemmtilegt.“ Hvernig finnst þér staða íslensku óperunnar í dag? „Hún hefur svo sannarlega sannað til- verurétt sinn og er komin vel á legg. Þar liggur gífurlega óeigin- gjarnt starf fárra einstaklinga að baki og eiga þeir heiður skilinn fyrir þetta mikla framtak. Akjós- anlegast væri ef allur óperuflutn- ingur færi fram á einum stað því það yrði til að efla Óperuna og eins er ekki æskilegt að beina kröftunum á marga staði. Mögu- leikar söngvara hér hafa aukist mjög mikið enda hefur þeim fjölgað stórum á síðustu árum. Auðvitað er atvinnan enn ótrygg því engir eru samningsbundnir og launin lág, en söngvarar hér syngja miklu breiðara svið vegna þess hvað þeir eru fáir. Hvergi mundi til dæmis sama söngkona syngja Oscar í Grímudansleik og Isolde Wagners. Ég líki stundum rödd söngvarans við þrepin í hnefaleikum; léttvigt, milli- þungavigt og þungavigt. Það er virkilega ánægjulegt hvað það eru komnir margir góðir söngv- arar fram, það er nefnilega ekki nóg að hafa bara einn góðan eða tvo í hverjum ,,þyngdarflokki“, það er pláss fyrir fleiri.“ - Ein mjög frumleg spurning. Hvað finnst mezzosópran-söng- konunni skemmtilegast að syngja og hvað er framundan? ,,Ja, ég veit eiginlega ekki, ætli það sé ekki bara það sem ég er að fást við þá stundina eins og Trovatore núna. Ég er mjög þakklát fyrir að fá að syngja öll þessi góðu hlutverk hér heima. Annars er ég mjög ljóðelsk og hef gaman af ljóðasöng, þar er' maður meira sjálfs sín herra en óperan krefst meiri aga, sem er auðvitað hollur með. Það sem hentar mér best er í milliþunga- vigtinni, eins og þau hlutverk sem ég er að byrja að æfa upp núna, Dalila, Carmen, Charlotte og Dido. StjórnendurDecca settu mér fyrir að læra fjögur söng- hlutverk „sem þú syngur betur en nokkur annar“, eins og þeir orðuðu það, því það væri besta leiðin til að koma sér á sporið. Ég ætla mér ekki lítið með að æfa Dido (í óperu eftir Berlioz) því það er óskaplega erfitt hlut- verk sem engin söngkona hefur fundist í undanfarin ár í Bret- landi. En þess vegna er það líka sérlega spennandi. Nú og svo er ég á fullu að rifja upp frönskuna fyrir hlutverk Dalilu sem ég mun syngja í Frakklandi í konsert- uppfærslu í júní. Söng það reyndar síðastliðinn vetur í Lon- don og var lukkuleg með þá góðu dóma sem ég fékk í stóru ensku dagblöðunum sem yfirleitt eyða ekki of miklu plássi í slíka gagn- rýni. Eins og þú sérð kem ég til með að hafa nóg að gera á næst- unni í húsverkunum. Ég lærði að skipuleggja tíma minn betur eftir að ég var komin með stóra fjölskyldu og nú hamast ég við að ryksuga og vaska upp með „headphone" fyrir eyrunum og læri þannig hlutverkin sem ég hef áður sungið með undirleik inn á kassettu. Já, svo verð ég með tónleika í Gamla bíói 26. maí og fæ hingað frábæran und- irleikara frá Covent Garden, undirleikara sem var með okkur í Barbican um daginn. Umboðs- „... varð mér til skammar í Barbican Centre... “ maðurinn minn er líka væntan- legur þá. Það stóð reyndar líka til að ég yrði með í óperu Þjóð- leikhússins í vor en af því verður ekki. Ég varð fyrir miklum óþæg- indum því ég var búin að gera ráð fyrir þessu síðan í haust og ákvað því að taka börnin úr skól- anum og hafa þau með mér því þetta yrði svo langur tími en svo nú í mars fékk ég að vita að hætt væri við allt saman. Svona framkoma er fyrir neðan allar hellur.“ vað er það eftirminni- legasta sem hefur hent þig á sviði? „Ég held og vona að ég sé búin að gera stærstu gloríuna mína en það var þegar ég söng eitt sinn ásamt stórum kór og sinfóníuhljóm- sveit í Musikverein í Vínarborg og kom heilum takti of fljótt inn í sönginn, alein og á versta stað. Það var hræðileg upplifun en sem betur fór var konsertinn endurtekinn svo ég gat leiðrétt ósköpin. Ég varð líka einu sinni svo fræg að breyta texta sjálfs Shakespeares á konsert í Lon- don. Átti ég að syngja „She sat like a patience on a monument“ en söng „She sat how painful on a monument“. Svo varð ég mér til skammar í Barbican Centre þegar ég sagði við forstjórann, sem heitir H. Wrong, „I‘m terribly sorry, mr. Right...“. Annars getur allt mögulegt gerst á leiksviði, eins og á einni óperu- sýningu á Norður-Irlandi, þar sem sviðið var hallandi og efni borið á til að gera það stamt. Þrír söngvarar komu inn á svið með glæsibrag og ætluðu að hefja upp raustina en rúlluðu þess í stað hver á fætur öðrum niður sviðið og að súlu fyrir miðju og tóku þar lagið heldur sneyptir. Samviskusöm þvotta- kona hafði í sakleysi sínu þvegið efnið af.“ Hvernig leggst gagnrýni í þig? „Gagnrýni er stórkostleg og nauðsynleg. Er meðal annars hjá söngkennara til að fá gagnrýni. Ef sá sem skrifar hana hefur þekkingu á hlutunum og er heið- arlegur þá tek ég mark á henni. Ef gagnrýni er hins vegar órétt- lát gremst mér auðvitað því ég veit hvenær ég geri vel og hve- nær illa og ég þekki mín tak- mörk. Ég held það sé tvisvar sem ég hef hugsað sem svo eftir söng: Þetta gat ég ekki gert betur. Æðsta takmark söngvarans er held ég að fá áhorfandann til að gleyma stund og stað og ef maður finnur það er maður alsæll." Sigríður Ella er bjartsýn á framtíðina og hún sér ekki heimsfrægðina í hillingum handan við hornið. „Ég var einmitt spurð um dag- inn hvað ég væri búin að vera að gera nýlega og hvað væri framundan og þegar ég hafði svarað sagði viðkom- andi: „Nú, þú ert bara að verða heimsfræg." Mér finnst við ís- lendingar hafa svolítið gamal- dags hugmyndir um þetta hugtak sem getur stundum verið svo af- stætt og tilviljanakennt. Eins er með hugtakið „á heimsmæli- kvarða“. Það er alveg furðulegt að það skuli vera notað enn í dag, kannski var það skiljan- legra í gamla daga. Það er eins og hér fyrirfinnist einhver annar mælikvarði en annars staðar í heiminum. Ætli þetta séu ekki bara leifar af gamalli minnimátt- arkennd. En semsagt, burtséð frá frægðinni - sem forstjóri Decca tjáði mér reyndar að tæki um sjö ár að ná (ef hún þá næst) frá því fyrst fer að bera á söngvara - þá stefni ég fyrst og fremst að því að hafa atvinnu af söngnum. Og þá komum við einmitt að ástæð- unni fyrir því að ég vil heldur vera áfram úti en setjast að hér heima þó tækifærin séu orðin fleiri. Ég er einfaldlega hrædd um að verða of værukær hér, að ég hætti að halda áfram að streða við að bæta mig. Ég þarf hörku og baráttu, vil reyna að gera eins vel og ég get, vera samkeppnis- fær.“ Sigríður Ella er ánægð með hvað áhugi almennings á óperum hefur aukist, ekki bara hér held- ur almennt. Hún telur sjónvarp, vídeó og kvikmyndir hafa hjálp- að þar mikið til, fólk hafi fleiri möguleika til að sjá þær en áð- ur. Það sé nefnilega ekki nóg að hlusta á óperu því hún gleðji svo mörg skilningarvit í einu. Én hvað með önnur áhugamál, á önnum kafin söngkona og móðir nokkrar frístundir aflögu fyrir slíkt? ær eru nú yfirleitt ekki mjög margar. Tónlistin tekur mestan tímann en þegar færi gefst finnst mér lúxus að lesa góða ljóðabók. Svo hef ég að- einsgutlaðíjóga, stjörnuspeki, spíritisma og trú- málum yfirleitt. Ég er að eðlisfari mjög forvitin, hef lesið mikið um þessa hluti og á marga vini sama sinnis. Svo syndi ég og hleyp svo- lítið, það er svo gott fyrir sál og líkama - þó reyndar sé ég á því að það sé gott fyrir söngvara að hafa fáein aukakíló, enda margir þeirra bestu vel í holdum. Það minnir mig á Pavarotti sem er alveg ótrúlega feitur og mikill. Hann sagði þarna á tónleikunum frá mesta hrósi sem hann hefur fengið en það var þegar kona nokkur rakst í hann á götu í New York og sagði: „Afsakið, en ég sá yður ekki.“ Hann varð óhemju lukkulegur. Nú, svo reyni ég að eyða þeim tíma sem ég get með fjölskyldu og vinum, ég finn að það verður mér æ dýrmætara. Kannski finn ég það betur eftir búsetuna erlendis." Það er eiginlega alveg furðu- legt hvað sumum tekst að nota tímann vel. Sennilega þarf góða skipulagshæfileika til þess arna og þá virðist Sigríður Ella hafa í góðu lagi því ég held hún hafi bara ekkert minna fyrir stafni nú en forðum daga enda hljómar lífsspeki hennar eitthvað á þessa leið: „Fara vel með tímann, gera sér ekki lífið leitt eða hlutina erfiðari, hlæja mikið og treysta guði.“ 20. TBL VI KAN 27

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.