Vikan

Útgáva

Vikan - 15.05.1986, Síða 50

Vikan - 15.05.1986, Síða 50
D R A U M A R VIK A i\i FJÚKANDI FÖT Kæri draumráðandi. Viltu reyna að ráða eftirfarandi draum fyrir mig? Mér fannst ég vera heima ísveitinni. íbúðarhúsið er frekar stutt frá þjóðveginum og fjósið er á ská frá húsinu dálítið ofar og sunnar. Ég og pabbi og fleiri úr fjölskyldunni, sem ég tók minna eftir, vorum niðri á vegi. Opnir, frekar stórir pappakassar voru fyrir aftan okkur pabba sem sátum á veginum. Fyrir framan okkur, á nokkurra metra svæði á veginum, sem var mjög breiður, var stafli af fötum, sérstaklega einlitar peysur og bolir úr bómullarefni. Fötin voru ný, hrein og brotin saman. Ég tók mest eftir grænum og hvítum lit á fötunum. Við pabbi vorum að skoða þau, taka þau sundur og brjóta saman aftur. Síðan sneri ég mér að kössunum fyrir aftan mig en þeir voru hálffullir af fötum sem voru eins og fötin á veginum. Ég tók nokkur upp úr til þess að skoða. Mig minnir að eitthvert dýr á heimilinu hafi verið að sniglast í kringum okkur. Allt í einu kemur vindur og fötin fara að fjúka. Við, eða sérstaklega ég, reynum að bjarga þeim og setja í kassana. Þá kemur bíll á fullu fram hjá okk- ur og ringulreiðin verður ennþá meiri. Allt í einu kviknar í fötunum og fleiru í kring. Ég man ekki hvort eldurinn var af mínum völdum en ég var orðin ein við veginn þá og réð ekki neitt við eldinn. Ég hleyp heim að bænum og ætla að ná í einhvern eða eitthvað til að slökkva hann með. Þegar inn kom snerist ég eitthvað um sjálfa mig en lít svo út um gluggann og sé þá rosalegt reykhaf og eld en þar bar mest á hvað reykurinn var mikill. Það sást ekkert í fjósið fyrir þéttum reyknum sem var eins og veggursvo ekkertsást í suðurátt. Mér brá mjög við þessa sjón og ætlaði að hringja i slökkviliðið en vissi ekki númerið og fór að leita í símaskrá en fann aldrei númerið þar. Ég fletti fremst í henni en þar voru bara númer fyrir neyðarsíma á Suðurlandi. Ég tók sérstaklega eftir hvað það var mikið um tölu- stafina 2 og líka 7 en samt ekki eins mikið af 7. Ég hætti að leita því ég fann símanúmerið ekki því ég var mjög stressuð. Símaskráin var ferlega illa farin, rifin og gömul. Ég hafði verið ein í húsinu fyrst en nú var mamma komin og var eitthvað að dunda, fyrst inni á baðherbergi, síðan inni í eldhúsi. Mér fannst hún vera eldri en hún er en ekki eins gráhærð og í raunveruleikanum. Mérfannst ekki fallegur svipur á henni. Flún var fúl við mig því hún kenndi mér um eldinn þótt hún segði það ekki beint. Ég vissi að pabbi var í fjósinu en hafði ekki miklar áhyggjur af honum samt. Ég þurfti á klósettið en fór ekki á venjulegt klósett og allt var orð- ið ferlega skrítið innanhúss, ekkert eins og í raunveruleikanum. Mamma var að tala við mig um leið og sagðist vona að það yrði allt í lagi með klósettið því hún færi aldrei aftur á klósettið sem væri í fjósinu. (Það er ekkert kló- sett í fjósinu.) Allt í einu var ég að horfa út og þá var reykurinn og eldurinn farinn og fjósið sást en kringum dyrnar á því var allt svart af eldinum. Hlaða og braggi eru byggð við fjósið en i draumn- um stóð fjósið eitt eins og það væri ekki búið að byggja neitt við það. Pabbi stóð við fjósið og mér virtist hann vera yngri og grennri en hann er I raun. Hann var í sínum venjulegu fjósafötum og stóð bara við fjósið og horfði heim. Þar með vaknaði ég. Með fyrirfram þökk fyrir birting- una. , A. Flest tákn þessa draums eru fyrir- boðar stórra atburða sem koma þér á óvart og leiða til athafna sem ekki eru i sjónmáli um þessar mundir. Ekki er ósennilegt að frétt- ir berist langt að sem koma hreyfingu á ýmislegt innan fjöl- skyldunnar en erfiðleikarnir þvi samfara eiga eftir að skila sér i jákvæðri mynd síðar. Hafðu hug- fast að þrátt fyrir að miklu mold- viðri sé þyrlað upp á stundum i fjölskylduerjum er ekki þar með sagt að mikið búi undir þegar grannt er skoðað. Foreldrar þinir fara ekki varhluta aföllu umstang- inu en ekki verður annað séð en afleiðingarnar verði þeim fremur til hagsbóta en hitt, eins og reynd- ar þér sjálfri. Öllu skiptir að halda rónni, stefna markvisst að lausn mála og gleyma ekki að eftir sára reynslu standa menn oft mun styrkari en áður. LEÐUR FRA JAPAN Kæri draumráðandi. Mig dreymdi fyrir nokkru draum sem ég hef mikið velt fyrir mér. Mér fannst að ég fengi þrjú bréf sem öll voru frá Japan. Ég sá bréf- in en ekkert nafn skrifað utan á þau. Samt vissi ég að ég átti þau. Með hverju bréfi var einn pakki. I einum var leðurpils, í öðrum leður- buxur og í þeim þriðja var leður- jakki. Mér fannst eins og mamma mín hefði sent mér þetta og var ég mjög ánægð. Sérstaklega var ég ánægð með að hún skyldi kaupa leðurjakka með herðapúð- um! En svo gekk ég inn i herbergið mitt og þar var allt fullt af leður- vestum. Allar þessar leðurflíkur voru dökkbrúnar að lit. Ég vona að hægt verði að birta þetta í Vikunni. Því eins og ég sagði hef ég mikið velt því fyrir mér hvað allt þetta leður táknar. Með fyrirfram þökk fyrir birting- una. 007 Gættu varúðar i sambandi við skemmtanir og mundu að ekki er allt sem sýnist á þeim vigstöðvum. Fljótfærni hefur liklega komið þér í koll mjög nýlega og ekki batnar ástandið ef þú heldur uppteknum hætti. Einhver heppni I peninga- málum gæti orðið til þess að lyfta dögunum upp fyrir grámóðu hversdagsleikans. ÍHÚSIVIN- KONU Kæri draumráðandi. Ég vil byrja á þvi að þakka fyrir síðustu draumráðningu. Ég vona að ykkur sé sama þótt ég skrifi enn einu sinni en mér leikur svolítil forvitni á því að vita hvað þessi nýi draumur merkir. Mér fannst ég vera stödd í húsi vinkonu minnar sem heitir X. Mamma hennar, Z, var að því komin að eignast barn. Hún var í einu herbergjanna og var hjúkr- unarkona hjá henni. Ég beið fyrir utan einhvers staðar. Síðan geng ég inn í baðherbergið. Þar inni var myrkur og hálfdraugalegt. Ég man ekki hvort ég heyrði vatnsnið eða fann það á mér en ég leit snöggt inn I sturtuna (það er ekki búið að setja hana upp). Þá sá ég að sturtubotninn var fullur af vatni og lá lítið andvana barn á botnin- um með naflastrenginn og blóð út um allt. Þá hugsaði ég með mér. Ó, nei. Hún er búin að missa barnið. Ég flýtti mér út og sagði engum frá þessu og var alveg fer- lega hrædd. Stuttu seinna vorum við kallaðar inn í herbergið og þar lá lifandi barn í barnastól. Það hafði verið settur hellingur af barnadóti framan í það svo að andlitið sást ekki. Ég spurði Z af hverju hún gerði þetta. Hún sagð- ist ætla að koma okkur á óvart með hvernig hann liti út. Ég stóð við gluggann og var myrkur úti og ferlega eitthvað drungalegt alls staðar. Þá kemur stór Bronco eða einhvern veginn svoleiðis bíll rétt hjá glugganum og var hann fullur af fullum strákum sem báðu okkur X að koma á rúntinn eða á ball með þeim. Ég ætlaði fyrst að segja já, auð- vitað en þá leit ég á X og svo á Z og fannst það ekki viðeigandi og neitaði þá. Þá urðu þeir hálf- vondir en fóru þó. Nú var Z byrjuð á því að taka barnadótið frá andliti krakkans. Þá komu í Ijós stór Ijósgrá augu. (Ég tók aðallega eftir þeim.) Hann leit eitthvað svo kuldalega á mig. Ég sagðist ekki hafa fæðst með svona augu. Þá sagði Z. Það getur vel verið og fór að einhverri hillu og tók fram landakortabók og fór að fletta í henni. Ég hélt að hún væri eitthvað skrítin en síðan end- aði þessi draumur. Með fyrirfram þökk fyrir birting- una. M. Andúð barnsins á þér er hrein við- vörun. Gættu þin á þvi að treysta ekki öðrum I blindni. Það gildir ekki síður um þina nánustu. Allir menn eru ábyrgir fyrir sjálfum sér og stundum getur oftraust til ann- arra byggst á þvi að viðkomandi vill alls ekki taka ábyrgð á eigin gerðum. Fyrr eða síðar neyðist þú til þess að gera þér grein fyrir að þér er í hag að skilningur á því máli dragist ekki úr hömlu. Að síð- ustu nokkur orð um hreinskilni I samskiptum. Þér getur ekki orðið það nema til góðs að koma til dyranna eins og þú ert klædd og allt pukur, sem ekki þolir dagsins Ijós, á eftirað brenna á þínum eig- in skrokki siðar. 50 VIKAN 20. TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.