Vikan

Tölublað

Vikan - 15.05.1986, Blaðsíða 53

Vikan - 15.05.1986, Blaðsíða 53
Þessir menn höfðu alllengi einbeitt sér aö pvi að elta Bonnie og Clyde uppi og er óhætt að segja að Ted Hinton hafi gert það með blendn- um tilfinningum. Hann hafði alist upp í nágrenni við Barrow-fjölskylduna, kynntist Clyde dálítið og féll vel við hann að vissu leyti. Hann hafði sömuleiðis kynnst Bonnie; það var þegar hún uppvartaði á kaffihúsi í miðborg Dallas þar sem Hinton var daglegur gestur. Eins og flestir aðrir hreifst hann af fjöri henn- ar og prakkaraskap - sem nú hafði leitt hana út í algerar öfar. MISHEPPNAÐ UMSÁTUR - ENN EINU SINNI Löggæslumennirnir höfðu ekki legið lengi í leynum þegar bíll með mæðrum Bonnie og Clydes kom aðvífandi og stoppaði. Svo leið langur tími og Schmid og aðstoðarmönnum hans var orðið kalt þegar Bonnie og Clyde komu loks akandi á öðrum bíl. Lögreglumenn- irnir hófu umsvifalaust skothríð en Clyde var að venju snöggur og jók ferðina. Nokkur skot fóru gegnum bílhurðina og særðu skötuhjúin lítillega á fótleggjunum en í hita andartaksins fundu þau ekki fyrir sársauka. Clyde skaut út um bílgluggann og ein kúla hans straukst við háls Teds Hinton. Bonnie hikaði við að skjóta sín megin því hún var hrædd um að hitta bílinn sem mæður þeirra sátu í, skelfingu lostnar. Umsátrið fór algerlega út um þúfur og Schmid var harðlega gagnrýndur, ekki síst vegna þess að kona á nálægum bóndabæ hafði særst þegar byssukúla á villigötum mölbraut rúðu á bæn- um. Hann var enn ákveðnari en ella í að ná Bonnie og Clyde en á hinn bóginn þóttist Clyde eiga honum skuld að gjalda. Þó svo að Clyde hefði sjálfur sallað niður óvopnaða borgara, þegar honum bauð svo við að horfa, gat hann með engu móti fyrirgefið Smoot Schmid að hafa skipulagt umsátur innan um saklaust fólk. Hann hugðist ná sér niðri á Schmid og að minnsta kosti einu sinni beið hann næstum heila nótt fyrir utan hús lögreglustjórans en hann lét ekki sjá sig. Litlum sögum fer af Bonnie og Clyde næsta mánuðinn eða svo en í janúar 1934 tóku þau til starfa á ný og nú með býsna áberandi hætti. FÉLAGAR FRELSAÐIR ÚR FANGELSI Eins og getið var um í fyrstu grein þessa flokks var Clyde um tíma í þrælkunarvinnu í fangelsi nálægt Huntsville í Texas og hafði átt þar illa vist, þó hann væri látinn laus eftir að hafa aðeins afplánað tæp tvö ár af íjórtán. Því hefur stundum verið haldið fram að vistin í Huntsville hafi forhert Clyde svo mjög að hann hafi þaðan í frá ekki átt afturkvæmt af glæpa- brautinni og þó það séu ýkjur hafði Huntsville að minnsta kosti ekki bætandi áhrif á hann. Nú sá hann sér leik á borði að hefna sín á fang- elsinu. Þar var vinur hans og félagi frá upphafi ferilisins, Raymond Hamilton, nú í haldi og Clyde hafði borist njósn af því að hann og ann- ar fangi, Joe Palmer að nafni, lumuðu á skammbyssum sem hefði verið smyglað til þeirra. Gegnum milligöngumann skipulögðu þeir félagarnir flóttatilraun og framkvæmdu hana um miðjan janúar 1934. Þá héldu þeir Hamilton og Palmer í hópi annarra fanga til vinnu úti í skógi nálægt fangelsinu og var þeirra gætt af nokkrum vörðum. Allt í einu mrm. hófu Hamilton og Palmer skothríð og drápu einn fangavörð - á sama augnabliki hóf Clyde Barrow vélbyssuskothríð að baki þeim og úti í þokunni, sem lá yfir öllu, kvað við bílflaut; það var Bonnie að láta vita hvar bíll þeirra væri niðurkominn. í ringulreiðinni komust Hamilton og Palmer undan og höfðu þrjá aðra fanga með sér. Þau tróðu sér sjö inn í einn bíl og þekking Clydes á afskekktum vegum Texas- fylkis kom sem fyrr að góðum notum því þau gátu forðast alla vegatálma lögreglunnar og komust undan til Fort Worth. Á leiðinni sögðu tveir fanganna skilið við þau en Hamilton, Palmer og Henry Methvin, 21 árs gamall vinur Hamiltons, héldu áfram með Bonnie og Clyde. Clyde var sigri hrósandi. Hann hafði skotið öllum löggæsluyfirvöldum ref fyrir rass og hefnt sín á Huntsville fangelsinu; þar að auki var hann nú kominn með heilan bófaflokk sér til fylgdar. En það rifjaðist brátt upp fyrir honum hvers vegna þeir Hamilton höfðu skilið á sínum tíma - þeim féll ekki hvorum við annan til lengdar og rifrildi skutu brátt upp kollinum. Auk þess varð frelsun fanganna í Huntsville til þess að fangelsistjórinn fékk mjög færan fyrrverandi lögreglumann, Frank Hamer, til þess að slást í flokk Schmids lögreglustjóra i Dallas og Hamer átti eftir að reynast Bonnie og Clyde þungur í skauti. DEILUR UM KVENFÓLK OG PENINGA Sambúðin í „Barrow-genginu“ varð fljótlega erfið. Hamilton heimtaði kvenmann og náði sér í undurfagra eiginkonu gamals vinar síns sem ekkert gat gert í málinu þar sem hann var að afplána fimmtíu ára dóm fyrir vopnað rán. Bonnie þoldi ekki nærveru hennar og fór ekk- ert í felur með það. Þrátt fyrir þessar deilur tók flokkurinn til starfa og 19. febrúar rændu þau vopnabúr í smábænum Ranger og komust und- an með mikið safn vopna og skotfæra. Viku síðar rændu þau svo banka í úthverfi Dallas og náðu þar í dálítinn feng. Hamilton vildi skipta peningunum jafnt milli sín og Clydes og það varð ekki til að bæta samkomulagið þegar Clyde krafðist þess að þeim yrði skipt jafnt milli allra sex. Þegar Hamilton fór að gera hosur sínar grænar fyrir Bonnie og stakk upp á því að þau kæmu Clyde fyrir kattamef og héldu svo burt þrjú saman - hann, Bonnie og ástkonan - þá var Bonnie og Clyde nóg boðið og Hamilton og ástkona hans fóru í fússi. Henry Methvin varð eftir með Bonnie og Clyde, sömuleiðis Joe Palmer. Rifrildið var þó ekki úr sögunni. í marslok skrifaði Hamilton bréf til saksóknarans í Dallas þar sem hann afneit- aði öllum samskiptum við Clyde Barrow og sakaði hann um samviskulaus morð og lítilfjör- leg rán á bensínstöðvum. Það var nú eitthvað annað eða glæstur ferill hans sjálfs við banka- rán! Clyde varð ofsareiður og staðráðinn í að ná sér niðri á Hamilton. Þrisvar sendi hann Joe Palmer, trygglyndan og fársjúkan, í leit að Hamilton en þegar hann fannst ekki skrifaði hann sjálfur bréf þar sem hann lýsti Hamilton sem hinum versta manni og gerði gys að þeirri fullyrðingu hans að hann hefði aldrei drepið nokkurn mann. Þegar Palmer uppgötvaði að Clyde ætlaði að drepa Hamilton vildi hann ekki eiga þátt í slíku og hafði sig á brott. „Barrow-gengið" samanstóð þá af Bonnie og Clyde og Henry Methvin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.