Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 15.05.1986, Qupperneq 60

Vikan - 15.05.1986, Qupperneq 60
umarfrí er lausnarorð margra eftir langan og strangan vetur. Sjálfsagt dreymir marga um að komast til útlanda og vissulega er framboðið mikið á utanlandsferð- um. Sólarlandaferðir til Mallorka, Rhodos, Costa del Sol og allra hinna draumastaðanna kosta flestar eitthvað á bilinu 25 til 35 þúsund krónur ef miðað er við þriggja vikna dvöl. Yfirleitt er ódýrara að vera í íbúð mörg saman en á hótelherbergjum, á móti kem- ur að á hótelum er þjónustan yfirleitt meiri. Aðalferðamanna- straumurinn liggur til sólarlanda í júlí og ágúst og þá eru ferðirnar ívið dýrari en snemma sumars eða á hausti. Það er mikil kúnst að velja réttu ferðina á réttum tíma á sem hagstæðustu verði og því er sjálfsagt að nýta sér upplýsinga- þjónustu ferðaskrifstofanna til hins ýtrasta. Á !■ A. nnar skemmtilegur ferða- möguleiki er lestarmiðinn Inter- rail, sem þó er einungis boðinn fólki sem er yngra en tuttugu og sex ára. Interrail-miðinn heimilar eigandanum ótakmarkaðar ferðir með lestum um alla Evrópu í einn mánuð. Ferðaskrifstofa stúdenta selur Interrail-miðana hérlendis og kosta þeir nú 8000 krónur íslensk- ar. Lestarflakkarar þurfa að komast úr landi og í samband við lestarkerfi Evrópu, en ódýrasti möguleiki til þess er hjá sömu ferðaskrifstofu, mánaðar pexmiði til Luxemburg á rúmar 13 þúsund krónur. Það er geysilega gaman að flækjast milli staða, vera annan daginn í París og hinn í Róm - nú og ef hitinn og mannmergðin verða þreytandi þá má alltaf hoppa upp í næstu lest til sveitaþorpa Austur- ríkis. Það er hægt að ferðast til út- landa á fremur ódýran máta en þó má ekki gleymast að það kostar líka sitt að lifa í útlandinu - og svo er það nú danska spægipylsan, tollurinn, konfektkassinn og fleira og fleira sem tínist til á heimleið- inni. E ruð þið búin að gleyma því hve sumarið er yndislegt á Islandi? Það getur varla verið því allir eiga minningar um bjartar nætur, þyt í laufi, þrastasöng og allt það. Og það er eins og sífellt fleiri séu að uppgötva að utanlandsferðir eru ekki einu draumasumarfríin, sem sést best á gífurlegri aðsókn í sum- arhús ýmissa félagasamtaka og verkalýðsfélaga. Þeir sem ekki treysta sér í tjald þurfa ekki lengur að píra augun á eftir sumarbú- staðafólkinu því ætla má að alls séu vel á fjórða hundrað orlofshús á landinu. BSRB á til dæmis fjölda húsa í Munaðarnesi og að Stóru- Skógum og þau eru yfir hásumarið leigð í vikutíma á 3600 krónur þau stærri og 2100 þau minni. Vor og haust eru húsin leigð fyrir minni upphæð. Orlofshús Alþýðusam- bandsins, eins og til dæmis hús Dagsbrúnar í Ölfusborgum, eru leigð á 2500 krónur fyrir vikuna og er það jafnaðarverð allt árið. r slensk náttúrufegurð, hangi- kjöt og flatbrauð er alveg draum- ur, sérstaklega ef veður er gott. Þá jafnast ekkert á við sundsprett í lítilli sveitalaug og sólbað milli mosaþúfna sem skýla fyrir norðan- strekkingnum. Rómantíska parið þarf ekki að velta sumarfríinu fyrir sér, það fer auðvitað með rauðvín, camembert og tveggja manna tjald á Þingvöll eða Laugarvatn - í miðri viku. Neonlitirnir eru allsráóandi í Útilífi í Glœsibce. Bleiki bolur- inn með gulu slaufunni kostar 2200. Sá skarbleiki með stjörnwmm er á 1990 og gulgrœni pifubolurinn kostar 2700. Þessir bolir eru svipaðir i sniðinu en samt mjög ólíkir. A þeim svarta stendur Manhattan og er hcegt að fá þessa boli ifleiri litum. Verð 2560. EFTIR ALDÍSI EINARSDÓTTUR OG KRISTÍNU JÓNSDÓTTUR LJÓSMYNDIR TÓK VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.