Vikan


Vikan - 11.06.1987, Qupperneq 23

Vikan - 11.06.1987, Qupperneq 23
Jane Fonda II ÍNI IORMI I nýjustu mynd sinni, The Moming After, sýnir Jane Fonda enn og aftur hversu ágæt leikkona hún er. Hún hefur jafnvel þótt likleg að hljóta tilnefningu til óskars- verðlauna fyrir hina drykkfelldu, vansælu fyrrum kvikmyndastjömu, Alex. Hin frísk- lega og fallega Fonda sjálf, sem nú er íjörulíu og níu ára gömul, ber aldurinn með glæsibrag. í mörg ár þjáðist hún þó af skæðum næringarsjúkdómi sem nefnist bulimia nervosa... Það er eiginlega ótrúlegt að Jane Fonda skuli hafa átt við þennan sjúkdóm að stríða allt frá unglingsaldri til þrjátíu og fimm ára aldurs. Þella byrjaði þegar hún var í heima- vistarskóla og fannst hún vera of feit. Herbergisfélagi hennar benti henni þá á þann möguleika að stinga fingri ofan í kok þegar hún væri búin að borða og losa sig þannig strax við matinn. Þella fannst Jane frábær lausn, hún gæti smjattað á súkku- laðikökunni með góðri samvisku og skilað henni síðan. Hún tók ekki eftir að því oftar sem hún kastaði upp matnum því meira þurfti hún að borða og smám saman varð |x;ssi hringrás upphalið að margra ára martröð. Jane og stallsystur hennar gerðu sér nefnilega enga grein fyrir að þessi „ágæta" aðferð þeirra gæti auðveldlega leitt til svipaðs sjúkdóms og alkóhól og eiturlyf gela gert. Fólk hreinlega ánetjast aðferðinni og neitar að viðurkenna fyrir sjálfu sér og öðrum að um vandamál sé að ræða. Því linnst alltaf það vera i feitara lagi, jafnvel þó það sé á honnörkunum. í dag vill Jane gjarnan hjálpa þeim sem eiga við þetta vandamál að stríða en segir að til að fá lækningu sé fyrsta skreftð að viðurkenna sjúkdóminn og svo þurfi með- ferð sérfræðinga. Hún leggur áherslu á að fórnarlömb bulimia nervosa séu á engan hátt með persónuleikabresti heldur hati þetta fólk oftar en ekki mikinn sjálfsaga og nái árangri i starfi. Nýlega var Jane Fonda spurð hvort reynslan af sjúkdómnum hefði nýst henni í hlutverki drykkjukonunnar Alex í The Moming After. Það segir hún af og frá því bulimia eigi fátt sameiginlegt með alkóhól- isma annað en að vera sjúkdómur. Hins vegar segist hún hafa reynt að nálgast áfeng- isvandamálið frá ýmsum hliðum, meðal annars með því að sækja AA fundi reglu- lega í þrjá mánuði, tala við lækna og drekka sig fulla. Það síðastnefnda segir hún þó ekki hafa verið mjög skynsamlegt og hún hafi lítið getað lært í því ástandinu. En nokkrir sem hún hefur umgengist náið um ævina hafa verið alkóhólistar, svo mörg vandamálin kannaðist hún við þaðan. Jafnvel stórstjömur burðast með óöryggi og efast um eigin hæfileika. Jane Fonda segir að þó hún hafi notið þess að leika hlutverk Alex hafi varla sá dagur risið með- an á upptökum stóð að hún ekki vaknaði upp með hnút í maganum og hugsaði: „Þetta er dagurinn sem þeir uppgötva að ég get ekki leikið." Stundum verður þetta svo erfitt að hún ákveður með sjálfri sér að hætta að leika. Hún viðurkennir að hlut- verkið hafi verið krefjandi, Alex er niður- brotin manneskja, bitur og í slæmu jafnvægi. „Ég átti erfitt með að losa mig alveg frá Alex meðan á æfingum stóð, var ekki mjög góð móðir og eiginkona þær vikumar en Qölskylda mín neyddist til að umbera mig. Þetta var erfitt tímabil og allir vom ánægð- ir þegar því lauk." Allt fór vel og eftir á að hyggja er Jane ánægð með sinn hlut í þessari mynd. „Starf leikara er mjög óömggt," segir Jane, „eitt árið er hann á toppnum en það næsta jafnvel í glatkistunni og oft þarf ekki mikið til að orsaka það. Leikari, sem öðlast frægð og frama, þarf sífellt að vera á verði gagn- vart þeim sem bíða, tilbúnir að glefsa í hann." Jane hefur reynslu af slíku því rót- tækar skoðanir hennar og opinber gagnrýni á stríðið í Víetnam á sjöunda áratugnum urðu til þess að hún var sett á svartan lista í Hollywood. Á þessum ámm kynntist hún núverandi manni sínum, Tom Hayden, sem fékk hana til að koma sér aftur í náð í kvikmyndaborginni. Jane hefur þó ekki al- farið hætt afskiptum af pólitík þvi nýlega stóð hún fyrir mikilli herferð sem bar þann árangur að nú varðar við lög í Kalifomíu- fylki að setja í drykkjarvatn efni sem sannanlega þykja krabbameinsvaldandi og skaða fóstur. Jane er semsé ekki aldeilis af baki dottin og segist vilja gera sem mest og best úr þeim góðu ámm sem fram und- an séu. Hún hefur í huga að leika í gamanmynd á næstunni, mynd sem ömgg- lega hefur „happy end“. Helst vill hún nefnilega að allar hennar myndir endi vel. „Ég get varla hugsað mér að sjá myndir sem hafa dapurlegan endi, það er svo nauð- synlegt að fá góða upplyftingu í lokin og skilja sátt við allt og alla, “ segjr Jane Fonda.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.