Vikan


Vikan - 11.06.1987, Blaðsíða 36

Vikan - 11.06.1987, Blaðsíða 36
„Sjónvarpsvinnan kom af sjálfu sér því ég haföi sent Hrafni Gunnlaugssyni bréf og hann bauð mér Geisla." Guðný liggur hér á Arnarhóli einn góðviðrisdaginn i maí. Námid á ekki aó fela í sér persónuleikabreytingu Hvað með tjáskipti milli kynja í leiklistar- náminu? „Öll almenn mannleg samskipti eru nauð- synlegur hluti af námi og starfi. Við vorum öll mjög ólík innbyrðis í mínum hópi. Ég hefði ekki trúað að væri hægt að velja svona ólíkt fólk saman. Það var aðeins eitt sem við áttum sameiginlegt og það var námið. Undir öðrum kringumstæðum hefði ég aldrei ving- ast við surna. En þetta kenndi manni að virða samstarfsfólk sitt og taka tillit til þess þrátt fyrir ólík viðhorf. Þetta skiptir ekki litlu rnáli þegar maður er farinn að vinna með ólíku fólki. Auðvitað getur fólk farið í taugarnar á manni við og við en ég get líka farið í taugarn- ar á öðrum. Fólk vinnur á misjafnan hátt.“ Finnst þér þú hafa breyst við þetta nám? ,,Ég hef kannski ekki breyst en ég hefstyrkst og þroskast. Það er kannski einhver breyting en ég held að leiklistarnám eigi ekki að fela í sér einhverja persónuleikabreytingu. Miklu frekar er lögð áhersla á að maður haldi sínum karakter og læri á sjálfan sig, til dæmis með því að kynnast veiku hliðunum á sér og svo aftur þeim sterku. Ég held lika að það sé nauðsynlegt að vera sterkur karakter þegar maður fer út í svona nám.“ Guðný var þrjú ár í náminu og kom heim útskrifuð leikkona síðastliðið sumar. Þá hafði hún sent bréf lil allra leikhússtjóra, leikstjóra og þeirra sem hún þurfti að kynna sig fyrir sem leikkonu. Einnig fór hún á fund allra þeirra sem henni datt í hug að gætu haft fyr- ir sig starf er hún kom heim aftur. Hvers vegna þurftirðu að gera það? „Það er viss hluti af náminu að læra hvern- ig maður á að kynna sig. Þetta cr náttúrlega allt annar heimur erlendis þar sem mjög erfitt er að fá vinnu el'tir að námi lýkur og leikarar þurfa að vera slyngir við að koma sér á fram- færi. Við læröum hvernig ætti að setja upp svona bréf og jafnvel hvernig við ættum að bera okkur að við að sækja unt vinnu og þá í sambandi við frantkomu. Samt finnst mér þetta voðalega erfitt og ég kvíði jal'nan fyrir því i heila viku ef ég þarf að hringja í leik- stjóra eða leikhússtjóra og er álltaf jafnfcgin ef ekki cr svarað. Þetta er auðvitaö barnaskap- ur. Hins vegar varð ég að gera þetta þvi það þekkti mig auðvitað enginn eftir að ég hafði verið í nánti erlendis. Þeir sem læra hér heima eru betur settir því þeir setja upp nemendasýn- ingar þar sem þcir fá sína kynningu. Annars held ég að viðmælendum manns þyki þetta jafnóþægilegt og manni sjálfum því þeir geta svo lítið sagt manni. Það eru margir ungir leikarar atvinnulausir i dag og það veit allt leikhúsfólk. Samt er alltaf nauðsynlegt að minna á sig.“ Mikió atvinnuleysi hjá leikkonum Eru margar ungar leikkonur atvinnuluusar í dag? „Já, þær eru mjög margar. Auðvitað væri best að hafa alltaf hlutverk en það eru náttúr- lega ekki alltal’ hlutverk fyrir ungar konur i þeim leikritum scm er verið að sýna Itverju sinni." Eru lleiri karlhlutverk í boði? „Já, miklu lleiri, einfaldlega vegna þess að þaö eru miklu fleiri karlhlulverk í leikbók- menntunum en kvenhlutverk." Eru konur jjölmennari í leikarastéll en karl- ar? „Ég veit það ckki. Það sagði ntér leikstjóri að karlar gæfust l'yrr upp en konur á því að reyna að lá hlutverk. Konurnar eru einhvern veginn seigari. Karlarnir l'ara fyrr út á hinn almcnna vinnumarkað. Yllrleilt eru teknar færri konurinn í leiklistarskólann héren karl- 36 VIKAN 24. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.