Vikan


Vikan - 11.06.1987, Page 39

Vikan - 11.06.1987, Page 39
- Finnst þér að leikhúsin ættu að reyna að setja upp fleiri leikrit þannig að fleiri fengju tækifæri? ..Já. miðað við hversu góð aðsóknin er í leikhúsunum ætti það að vera hægt. Það hef- ur sýnt sig að þó leikhús bætist við. eins og Skemman til dæntis. þá er alltaf jafngóð að- sókn.” Nú líður að því að Borgarleikhúsið taki til starfa. Er ekki von til þess að þá bætist við hlutverk? „Ég vona það. Ég held að það séu tveir því að standa við þau lög sern því eru sett. Það hefur ekki framleitt eins rnörg leikrit á ári og það á að gera." - Gætir reiði hjá leikurunt í garð sjónvarps- ins? „Auðvitað eru leikarar óánægðir. Það virð- ist alltaf þurfa að spara þegar röðin kemur að leikritum eða öðru menningarefni. Þetta er ekki neitt einkantál leikara heldur kemur þetta öllunt við. Það mætti kannski huga að því hvert peningarnir fara. Það þykir alltaf voðalegt að þurfa að borga leikurunt eftir Þessi er tekin við upptökur, reyndar var hlé frá myndatöku og menn aðeins að pústa. Með Guðnýju á myndinni er Sigurður Sigurjónsson leikari. salir þar og svo get ég ekki ímyndað mér að Iðnó verði látið standa autt. Þar er ágætis aðstaða fyrir ýmsa leikstarfsemi." Vonandi aó nýju stödvavnav sýni meivi metnað Er þá framtíðin bjartari fyrir leikara hér á íslandi? „Það væri óskandi. Eins er maður að vona að þessir nýju fjölmiðlar verði með meiri verk- efni fyrir leikara ef þeir hafa þá einhvern metnað til að bjóða upp á gott leikið efni. Eins mætti rikissjónvarpið huga alvarlega að kjarasamningum en það þykir ekkert mál með aðra í þjóðfélaginu?" Eru leikarar svona hátt launaðir? „Nei, aldeilis ekki. Það eru þeir svo sannar- lega ekki." sagði Guðný og hló. Sýna frjálsu stöðvarnar eitthvað meiri áhuga en ríkissjónvarpið? „Það eru einhverjir samningar í gangi milli Stöðvar 2 og leikarafélagsins, sem ég þori ekkert að tala unt enda veit ég ntjög lítið urn þau mál. Fólk verður að fara að gera sér grein fyrir að það vinnur enginn ókeypis lengur og ekkert frekar listamenn en aðrir. Það er mjög slæmt fyrir listamenn að þurfa að vera í alls kyns aukavinnu til að geta framfleytt sér, því það dreifir huganum. en þannig er það, jafn- vel hjá fastráðnum leikurum. Leikarar geta ekki lifað af sínum launum." Flvað þurfa leikarar að hafa starfað lengi til að fá fastráðningu? „Það er nú alveg undir hælinn lagt. Ein- staka fá hana mjög fljótlega eftir að þeir koma úr skóla. Þjóðleikhúsið hefur til dæmis aug- Iýst stöður og þá sækja leikarar um. Leikhúsin þurfa náttúrlega að hafa leikara á öllum aldri. Eg held að það sé ágætt fyrir unga leikara að fá ekki fastráðningu strax því annars vilja þeir festast í því leikhúsi í stað þess að vinna i fleiri leikhúsum og nteð frjálsum leikhópum sent eru alveg bráðnauðsynlegir. Það er rniklu meira gefandi að kynnast öðrunt leiksviðum. öðru fólki og öðrunt vinnubrögðum." - Átt þú þér eitthvert draumahlutverk? „Nei, ég held ekki. Það eru auðvitað til hlutverk sem mér þykja meira spennandi en önnur en það er ekki endilega víst að þau ntyndu henta mér núna. Ég vil heldur ekki falla inn í eitthvert munstur og fara að leika ákveðna tegund af hlutverkum. Ég hélt að dramatísk hlutverk hentuðu mér best en svo lék ég gamanhlutverk og lærði geysimikið af því." Ekkevt vevvi menntun evlendis Nú hefur maður stundum heyrt að leikar- ar, sem eru menntaðir erlendis. mæti andstöðu hjá leikurum sem eru menntaðir hér heima. Hefur þú fundið fyrir því? „Ég hef heyrt þetta og því rniður meðal annars hjá leiklistarnemum. Ég held að þetta sé barnaskapur og þroskist af þeirn. Ég ætla auðvitað ekki að setja mig á háan hest en ég veit að skóli eins og ég var í, sem hefur starfað í yfir fjörutíu ár og byggir á mikilli reynslu, útskrifar alls ekki verri leikara en Leiklistar- skóli íslands. Annars hef ég ekki orðið fyrir þessari andstöðu sjálf og ég held það skipti miklu máli hvernig maður er sjálfur, hvernig maður kynnir sig og kemur frant. Einnig hef ég heyrt þá skoðun að fólk, sem hefur lært erlendis, tali óskýrt. Þetta er misskilningur því fólk er misjafnt. hvort sent það hefur lært erlendis eða hér heinta." Þarftu að þjálfa þig eitthvað eftir að þú laukst námi? „Já, öll áhugamál. sem ég stunda, eru óbeint tengd leiklistinni. Ég fer í danstíma og leikfimi, einnig í söngtíma hjá Elínu Sigurvins- dóttur, aðeins til að halda mér í formi, ekki til að verða söngkona. Ég væri ekki svona dugleg nema af því að ég er í þessu starfi. Allir leikarar verða að halda sér í þjálfun. Ég hef ekki mikiriri tíma til að gera fleira en mér þykir líka skemmtilegt að fara í göngutúra. Ég les líka talsvert þegar ég má vera að,“ sagði Guðný Ragnarsdóttir og við spáum í að láta viðtalinu lokið. Guðný býr hjá mynd- listarkonunni móður sinni og það má með sanni sjá á þöktum veggjum stofunnar, þar sem list Bjargar sómir sér vel. Tvær listakonur i sama húsi á Háaleitisbrautinni - þær hljóta að hafa margt að tala um... 24. TBL VIKAN 39

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.