Vikan


Vikan - 03.09.1987, Blaðsíða 27

Vikan - 03.09.1987, Blaðsíða 27
DRAUMALANDIÐ Marlboro-formúlan er svo einföld að í henni þarf ekkert að skýra. Það sem blasir við er Marlboroland, eins og segir í auglýsing- unni: „Come to where the flavor is, come to Marlboro country.“ í Marlborolandi er karl- maður á leðurbuxum með hatt á þeysireið á brúnum gæðingi sem þú heyrir fnæsið greini- lega frá í gegnum myndflötinn. Félagarnir eru á þeysireið og rykið þyrlast upp undan þungu hófataki á endalausum sléttunum. Snaran er á lofti og markmið hests og manns eru fyrir- fram ákveðin. Marlboroland er Ameríka, eina ferðina enn, þar er bragð af hlutunum. Týpan er amerískur aksjónmaður, hetja og karl- menni, kúasmali. Hann er töffari, hraustur og heilbrigður og á baki hestsins með snöruna á lofti, sá sem valdið hefur. Hesturinn er kraft- ur og þol: kröftugra og stæltara dýr er vart hægt að hugsa sér, óbeisluð náttúra á þeysi- reið. Leikurinn gerist úti á sléttunum, fjarri þys borganna, við þær amerískustu aðstæður sem hægt er að hugsa sér: í vestrinu sanna. Draumur borgarbúans um flóttann mikla frá tilbreytingarlitlum hversdegi er sifellt vakandi. Harkan skín úr hverjum drætti týpunnar: í Marlborolandi dugar ekki linkind eða mála- miðlun. Eina frávikið frá föstum klæðnaði týpunnar er litur skyrtunnar, gul fyrir Marl- boro lights og rauð fyrir Marlboro classic. Þessi tenging vöru og myndar er rétt til árétt- unar boðskapnum, hitt er löngu stimplað inn i vitundir okkar að amerískur kúreki við leik og störf merkir Marlboro. Táknmyndin visar t stöðugt á mið sín, Ameríka og Marlboro eru eitt. Come to Marlboro country, komdu til Ameríku. Þú þarft ekki að kaupa dýran flug- miða og segja skilið við fjölskyldu og fyrra líf, þú þarft bara að kaupa einn pakka af Marlboro og eldspýtustokk og þú ert þegar kominn hálfa leið. Barclay, breskara getur nafnið ekki verið og því þýðir ekki að vitna í draumaland tæki- færanna handan hafsins, enda ekki ætlunin. Krúnan er táknið og yfirbragðið konunglegt. Týpan er yfirstéttarkarlmaður, um það þarf enginn að efast, hann er ýmist staddur á dýr- um veitingastöðum eða í einkaþotunni og sífellt með ósýnilega lafði sér við hlið til skemmtunar. Einkennislitir Barclays eru ma- hóní og vínrauð nautshúð sem hvort tveggja vísar á ríkidæmi og munað. Karlmennska og vald skín úr hverjum andlitsdrætti: prófið að halda fyrir augabrýr og enni og hetjan tekur ofan. Hökuskarðið gerir týpuna sérstaka, hún er útvalin úr þúsundum eða meir. Fötin eru yfirstéttar, hrein og stífpressuð, og Barclay hafði greinilega nægan tíma til að snyrta negl- ur og hár fyrir fund ykkar. Slaufan og bindið eru teinrétt. Týpan er kaldur karl, sá sem valdið hefur í krafti ríkidæmisins, og brosið er bros þess sem hefur efni á að segja nei með vanþóknun. Augun lýsa sjálfsöryggi og tilliti þeirra er beint aftur fyrir og í raun niður. Enginn stendur ofar eða framar en hetjan. Vel snyrt og skarti hlaðin hönd lafðinnar ger- ir sífelldar tilraunir til að vinna hylli hetjunnar með því að stelast undirgefin, mjúklega og hæversklega inn í myndrammann frá hægri, i þeirri von að hetjan taki á móti, og hann rétt gefur henni von, undir fótinn. Það sem á athygli hans, umfram lafðina, er Barclay, hin konunglega sígaretta. Hann er nýbúinn eða er að fara að kveikja og má ekki vera að því að sinna henni í bili. Þannig er Barclay sett ofar öllu öðru, hin konunglega sérhannaða sæla, og lafðin má sætta sig við að staupa sig slomp í konjaki þar til þjónn þeirra hjúa til- kynnir að þotan lendi á Orly eftir fjórar mínútur. Þín augu lenda á flugvelli raun- verunnar eftir aðeins þrjár mínútur, nema þú hafir pakka af Barclay við höndina, þá heldur draumurinn um rikidæmi og fagrar lafðir áfram að vera áþreifanlegur. PERLUFESTAR París, London, New York: Þú þarft ekki meira til að langanir þínar komist á flug. Les must de Cartier, Paris. Það skiptir engu máli hvort þú skilur frönsku eða ekki, orðin eru frönsk og það nægir til að undirstrika ele- gansinn. Þar með stendur Cartier fyrir tísku, smekk, fágun og siðmenningu á háu stigi, ímyndin sem Frakkland vill hafa í augum umheimsins. En með upptalningu heims- borganna verður Cartier einnig alþjóðlegt tákn og nútímalegt. „Pearl tipped luxury slim cigarettes“, perlufestar og munaðsgrannar. Þarna er verið að slá á viðkvæma strengi lang- ana þinna. Grannar: hver vill ekki og þarf að vera grannur og vel vaxinn? Munaður: þrá þín eftir ríkidæmi og yfirfljótandi efnum. Perl- ur hafa um aldir alda staðið fyrir fullkomnun, eilífð, tærleika og náttúru, munað og elegans á háu stigi og fjarri því að vera á hvers manns færi. Einkennisliturinn er vínrauður litur mun- aðarins og gyllingarnar ítreka hann enn frekar, gull og perlur, Cartier er ekki líkt við leiða. Cartier birtist þér í rósrauðum bjarma, ódauðlegur elegans, munaður og siðfágun, ef þú reykir Cartier. Cartier og Prince eiga það sameiginlegt að höfða meira til kvenna þegar aðrar tegundir selja sig fyrir karlmennsku. Tegundirnar not- færa sér óspart þær sterku ímyndir sem framleiðslulöndin hafa á alþjóðavettvangi: þær frönsku með elegans og siðmenningu, þær bresku með konungdómi og aðalsmerkjum, þær amerísku með táknmyndum ameríska draumsins sem náð hefur að festa rætur um alla heimsbyggðina, jafnfætis útbreiðslu amer- ísks varnings og með pólitískum áhrifum. Og ekki orð um það meira. 36. TBL VIKAN 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.