Vikan


Vikan - 03.09.1987, Side 29

Vikan - 03.09.1987, Side 29
Vikan og tilveran Nýfengin velmegun „Góðir farþegar, við nálgumst nú Keflavík, vinsamlegast spennið beltin og athugið að reykingar eru ekki lengur leyfðar...“ Rödd flug- freyjunnar hljómar úr hátalarakerfinu á þremur tungumálum og ég lít út um gluggann með vaxandi eftirvæntingu. Þetta er ekki sá sami flugvöllur sem ég yfírgaf fyrir nokkrum mánuðum. Ég læt hugann reika til liðinna ára er ég heimsótti landið eftir mismunandi langa fjarveru og ég minnist tregablandinnar tilfmningar er ég leit nýtt íbúð- arhverfi í Suðurhlíðum þar sem áður höfðu verið grasi grónar brekkur, nýju brúna yfír Kringlumýrarbrautina, þar sem ekki hafði örlað á neinum framkvæmdum er ég hafði áður yfirgefið landið, og nýja útvarpshúsið blasti við úr Kópavoginum og gjörbreytti þeirri mynd er ég hafði haft með mér í útlegðina. Flugfreyjan er aftur komin í hátalarakerfið og að þessu sinni til þess að biðja farþega um að sitja kyrra í sætum sípum þar til vélin hefur stöðvast. Ég horfi á flugstöðvarbygginguna í gegnum mistrið og mér til mikillar undrunar ekur vélin alveg upp að flugstöðinni og vélin er fest við rana sem gengur út úr byggingunni. Það er greini- lega enginn kotungsháttur á þessari byggingu og farþegar þurfa ekki lengur að hafa með sér gúmmístígvél í heimflugið. Ég losa beltið og læt berast með fjöldanum inn í bygginguna, ég heyri samferðamenn mína velta fyrir sér verðmerkingum í dollurum og reikna yfir í islenskar krónur í fríhöfninni. Ég er komin heim og enn einu sinni læt ég verðmerkingar fríhafnarinnar fara í taugarnar á mér. Ég get skilið að hagkvæmt sé að nota dollara sem gjaldmiðil en á islenskri grund ættu verðmerkingar í okkar gjaldmiðli að vera jafnsjálfsagðar. Þar sem ég stend og bíð eftir ferða- töskunum velti ég fyrir mér þessari glæsibyggingu og þeirri þjóð er byggir þetta mannvirki. Ég á bágt með að sjá þörf jafnlítillar þjóðar og okkar fyrir slíkt flugvallarmannvirki á sama tíma og erlendar skuldir eru gífurlegar. Það er að vísu ánægjulegt ao sjá að bjart- sýnin og hugsjónametvnskan ræður ferðinni, en höfum við þörf fyrir þetta vandaða flugstöð? Ég renni töskunum fram hjá tollvörðunum og hugrenning- ar um flugstöðina hverfa er ég kem auga á ættingjana í móttökusaln- um. Það er sannarlega gott að vera komin heim. Nýafstaðnar kosningar eru enn hitamál og það er erfitt að fylgjast með í þeirri umræðu fyrir þann sem hefur verið að mestu leyti sam- bandslaus við íslenskan fréttaflutning í marga mánuði. Ég breyti um umræðuefni og spyr frétta. Umræðan snýst um fjölmiðlaútþensluna og ég verð þess áskynja að ný útvarpsstöð hefur hafið göngu sína í ijarveru minni og Stöð 2 er í stöðugri útþenslu og ný tímarit skjóta upp kollinum í kjölfar þeirra sem farin eru á hausinn. Bjartsýnin er dásamleg. Við erum komin inn undir Miklubraut og nýi miðbærinn nær at- hygli minni. Kringlan er nær fullbúin og nýja Borgarleikhúsið er ekki ókunnugt lengur, fyrsta undrunin yfir tilvist þess leið hjá í síð- ustu heimsókn minni til landsins. Það er ekki slegið slöku við í byggingarmálum á íslandi. Mér kemur í hug orðrómur er ég heyrði úti: að það stæðu peningar út úr eyrunum á íslendingum. Atti hann að vera hafður eftir erlendum ferðamanni á íslandi. Ég brosi að myndrænni tilhugsuninni og velti fyrir mér hverjar fórnirnar séu sem færðar eru fyrir peningana. Ég hef haft það fyrir reglu í hvert sinn er ég hef komið heim að fara einhvern af fyrstu dögunum í ökuferð um Reykjavíkursvæðið, og þá sérstaklega nýju hverfin, til þess að kynnast borginni á nýjan leik, Breytingarnar eru kannski ekki svo hraðar fyrir þann sem fylg- ist með frá degi til dags en sá sem hefur verið fjarverandi einhvern tíma skynjar uppbygginguna í stórum stökkum og virðist nær óhugs- andi að allar framkvæmdirnar séu eingöngu af manná völdum. Það eru samt víst engin tröll nema í þjóðsögunum og tröllahendur nútím- ans eru vísast afstæð tilfmning fyrir fjarlægð í tíma. Mig rámar í mikið hitamál fyrir nokkrum árum er húsbyggjendur voru að kikna undan greiðslubyrði og fjöldauppboð vofðu yfir þeim. Það er nær ómögulegt að sjá einhverja fjárhagskreppu húsþyggjenda í nýjum íbúðahverfum í dag; stærð húsa og frágangur ber vott um eitthvað annað. Bifreiðaeign landsmanna ku vera sú mesta í Evrópu miðað við íbúafjölda og það lítur út fyrir að enginn sé maður með mönnum nema eiga heimili fullbúið velflestum þeim heimilistækjum sem eru á markaðinum, auk myndbandstækis og heimilistölvu sem er svo þroskandi fyrir börnin. En hvar eru börnin í þessari efnishyggjutilveru? Hinn almenni laun- þegi rís ekki undir greiðslum af 200 fm íbúðarhúsi með 8 stunda vinnudegi og heimavinnandi húsmóður, auk alls annars sem þykir nauðsynlegt til þess að vera til í þessu nýríka samfélagi okkar. Vinna, eftirvinna og aukavinna um helgar er daglegt líf margra fjölskyldu- feðra og hugtakið heimavinnandi húsmóðir fer að heyra fortíðinni til en í stað aukavinnunnar hugsar húsmóðirin um heimilið á kvöld- in eftir 8-10 stunda vinnudag í mörgum tilfellum og börnin verða að bjarga sér ; sjálf. Öll þessi efnishyggjutilvera er jú úV.- •; byggð upp méð þrældómi foreldranna jfyrir þau. Það er auðvelt að telja barn- ■:?i, ið á að vera til friðs og trufla ekki Vt*; ' í/ foreldrana gegn loforði um nýtt tor- , færuhjól fyrir drenginn, eða tískuföt á f v. telpuna. Krakkarnir hafa það svei mér gott, þá skortir ekkert nema.. .og þeir taka kannski ekki svo mikið eftir því því að þeir geta sett spólu í vídeótækið ef þeim leiðist og lifað sig inn í fjölskyldulífíð í Dallas- og Dynastyþáttunum. En glæsileg íbúðahverfi og hótel á heimsmælikvarða gefa ferðalangnum hugmynd um heimsborgarabrag þess- arar smáþjóðar í Norður-Atlantshafi og erlendu skuldirnar gleymast. Máltækið NÓG HEFUR SÁ SÉR NÆGJA LÆTUR er löngu gleymt og grafið og þeir sem einhverra hluta vegna dragast aftur úr í þessu velmegunarkapphlaupi þegja þunnu hljóði, enda oftast ein- stæðar mæður eða sjúklingar sem eiga í hlut, og þeir finna til smæðar sinnar að geta ekki keppt við broddborgarana og vinnualkana. Skuggahliðar efnishyggjunnar eru farnar að segja til sín, alkóhólismi er nánast tíska því einhvern veginn verður vinnandi maður að ná því að slaka á og allt of margir láta ekki þar við sitja heldur ná sér í sterkari meðul, ýmist til slökunar eða örvunar, til þess að auka vinnu- þrekið. Ég leiði hugann kvíðablandin að framtíð þessarar þjóðar er kynslóðin, sem nú er að alast upp á götum borgarinnar og landsins með lykilinn um hálsinn, tekur við þjóðarskútunni. Er orðið of seint að hefja hugtakið NÆGJUSEMI til vegs og virðingar og snúa blað- inu við þó ekki sé nema til hálfs og leiða lítinn stúf og litla telpu farsællega í gegnum bernskuárin þar sem gildismatið er ekki brenglað af efnishyggjunni? Ég lít yfir sundin og sé Snæfellsjökul bera við himin í blárri móðu fjarlægðarinnan Hár, stöðugur og óhagganlegur mun hann standa um ókomna framtíð hvernig sem þjóðarskútan veltist, tákn um stöð- ugleika og orku sem þessi þjóð á í svo ríkum mæli en sem drukknar í efnishyggju nýfenginnar velmegunar. Texti: Sigrún Harðardóttir 36. TBL VIKAN 29

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.