Vikan


Vikan - 03.09.1987, Síða 36

Vikan - 03.09.1987, Síða 36
ÁRNI útskrifaðist sem bókmenntafræðingur frá Háskóla íslands haustið 1976, sama ár hélt hann á vit New York borgar og hóf fram- haldsnám í bókmenntum við New York University. Síðastliðið vor lauk hann masters- prófi og er á leið út aftur, nú í doktorsnám. En í hverju er bókmenntafræði fólgin? „Innan greinarinnar eru til margar rann- sóknaraðferðir sem beita má á bókmenntir. Hvað mönnum þykir eftirsóknarverðast að vita um bókmenntir mótast í flestum tilfellum af áhugamálum og uppruna einstakra manna. Það sem ég hef verið að fást við innan bók- menntafræðinnar að undanförnu er decon- structionisminn, rannsóknaraðferð sem kom fram í lok sjöunda áratugarins. í merkingu orðsins felst eiginlega að verið er að rífa niður texta og byggja síðan upp aftur; öðlast nýjan skilning á textanum. Aðferðin beinir athygl- inni að því hversu flókið og erfitt það getur verið að lesa texta, hve „sannleikurinn“ getur oft verið illhöndlanlegur. Deconstructionism- inn gengur út á skoða orð ofan í kjölinn og þá verður niðurstaðan oft sú að mörg þeirra „Tilaðnágóðum árangri sem leikstjóri þarf afar fjölbreytta hœfileika. “ séu hálfónýt. Við höfum tilhneigingu til að stimpla með orðum, segjum til dæmis að þessi eða hinn sé karlrembusvín eða kvenrembusvín og þá er kominn rauður stimpill yfír mann- eskju sem er gerð úr ótal öðrum þáttum en þessum eina, sem er miklaður upp. Það er líka hægt að taka orðin hámenning og lág- menning sem dæmi, orð sem hafa margar og mismunandi aukamerkingar þó grunnmerk- ing þeirra sé nokkuð ljós. Lágmenningin er einhvers konar dægurfluga, hámenningin eitt- hvað sem er flóknara og meiri hugsun liggur á bak við. Þar nota menn gjarnan torráðin tákn sem leiðarminni í verkinu sem lágmenn- ingarverk hafa sjaldan af að státa. Aðferðin sjálf er ekki neinn endanlegur sannleikur út af fyrir sig og hefur verið harkalega gagnrýnd enda þekkingarfræðin sjálf undir smásjánni þegar þessari aðferð er beitt. Þetta er eins og aðrar aðferðir innan bókmenntafræðinnar, leikur sem bókmenntafræðingar stunda: tengja og lesa saman ýmsa texta og reyna að vera skapandi, opna sjálfum sér og öðrum nýja sýn á bókmenntir.“ - Er eitthvað nýtt og spennandi að gerast á sviði bókmenntarannsókna? „Það síðasta sem kom fram í fræðunum var þegar táknfræði eða semiotík annars veg- ar og deconstructionisminn hins vegar litu dagsins ljós. Deconstructionismi bendir meðal annars á það hversu erfitt er að nálgast sann- leikann þegar verið er að lesa flókna texta, sérstaklega heimspekilega texta. Þessi aðferð hefur mest fengist við að greina þá texta sem eru eins konar millistig milli bókmennta og heimspeki og um leið hefur hún fært þessar greinar nær hvor annarri.“ - Ég hjó eftir því áðan að þú sagðir að bókmenntafræðingurinn yrði að vera skap- andi? „Já, það er rétt. Rithöfundur, sem skrifar skáldsögu, hefur hvítt blað fyrir framan sig og það er tómt og autt, hann hefur því óbundnar hendur varðandi það sem hann vill koma á framfæri. Þegar bókmenntafræðing- urinn fer að skrifa fræðilegar greinar er hann njörvaður niður af texta rithöfundarins, hann hefur ekki fullkomið frelsi. Hann er ekki allt- af fullkomlega viss um hvað höfundurinn var að fara eða hvað hann ætlaði að segja, hvort tákn þýðir þetta eða eitthvað allt annað og svo framvegis. Þess vegna er bókmenntaum- ræða alltaf lifandi og fersk. Það eru endalausir túlkunarmöguleikar innan hvers texta ef hann er lifandi og sígildur, klassískur, en ekki lok- aður og steindauður eins og símaskráin. Deconstructionisminn leggur áherslu á að greina flókna framúrstefnutexta, sem eru opn- ir gagnvart lesandanum; texta sem lesandinn þarf að gefa af sjálfum sér - vera skapandi lesandi - til að skilja eða „túlka“ textann. Við getum tekið sem dæmi Ulysses eftir James Joyce. Lesandinn getur ekki lesið Ulysses og sagt: Nú veit ég nákvæmlega hvað Joyce ætl- aði að segja, heldur þarf hann að virkja sköpunargáfu sína í lestrarferlinu og leika sér að textanum: spila með hann eins og hann sé að leika tennis. Það sama þarf bókmennta- fræðingurinn að gera. Sigurður Nordal, sem mér finnst hafa verið einn skemmtilegasti penninn hér á landi, hafði ríka sköpunargáfu. Hann varð að velja á milli þess að vera skap- andi rithöfundur eða bókmenntafræðingur og hann valdi síðari kostinn. Það er ekki allt hárnákvæmur sannleikur sem kemur fram í ritgerðum Sigurðar en í þeim er iðandi hugar- flug. Ég dái orðfæri hans og hugmyndaauðgi. En hann gengur náttúrlega of langt á stund- um, fullyrðir of mikið og geigátur sínar setur hann stundum fram sem sannleik. Sigurður ferðast í textum sínum milli staðreynda og ímyndunarafls. Það er einmitt þetta flakk á milli staðreynda og ímyndunarafls sem verið er að fást við í deconstructionismanum." - Eru fræðimenn ekki alltaf að skrifa tor- skilinn og flókinn texta sem almenningur á erfitt með að skilja? „Það er sem betur fer engin formúla til fyrir því hvernig fræðimenn eiga að skrifa. Éf verið er að fást við flókin mál, til dæmis mannleg vandamál, óhlutlæg fyrirbæri, flókna óhlutbundna hugsun, tilfinningamál og annað slíkt, er ekki hægt að einfalda umfjöllunina um of. Hvort texti er óskiljanlegur eða ekki ræðst af því hvort sá sem er að skrifa skilur það sem hann er að fást við - og hvort treysta megi því að lesandi bókmenntafræðitextans skilji það sama og bókmenntafræðingurinn heldur að lesandinn skilji. Um þetta fjallar deconstructionisminn meðal annars. Sam- kvæmt honum veit textahöfundurinn ekki nákvæmlega hvað hann ætlar að skrifa fyrr en hann er búinn að skrifa textann. Bók- menntafræðingurinn hugsar sér ef til vill þrjú eða íjögur atriði sem hann ætlar að setja fram en þegar textinn er fullbúinn hafa kannski ómeðvitað bæst við fimm atriði meðan verið var að skrifa. Sjálf textahönnunin kveikir nýjar hugmyndir, nýjan skilning. Svo er líka spurningin hversu skýrir menn eru í hugsun. Við getum tekið sem dæmi heimspekinga eins og Hegel og Kant sem mörgum hefur gengið illa að skilja. Þeir skrifuðu flókna texta enda voru þeir að fjalla um torskilda hluti, en hugs- anlega eru textarnir settir fram á eins einfaldan máta og hægt er að hugsa sér. Sumum er ekki gefið að skrifa. Við getum tekið sem dæmi Einstein sem sagðist hugsa í myndum og á þann hátt leysti hann þær vís- indalegu gátur sem hann fékkst við. Þegar kom að þvi að skrifa þurfti hann að þýða myndirnar á ritmál. Það hefði aldrei verið sanngjarnt að biðja Einstein að skrifa öðru- vísi en hann gerði því hann var að skrifa út frá sinni eigin sköpunargáfu. Sumum er gefið að setja hluti fram á mjög einfaldan hátt en lenda þá kannski um leið í þeirri gildru að einfalda um of. En þeir sem geta sameinað báða þessa þætti eru það sem kallað er góðir pennar.“ - ERU GERÐAR meiri kröfur í sambandi við háskólanám í Bandaríkjunum heldur en á íslandi? „Það er spurning um áherslur. Við kennslu í bókmenntafræði við Háskóla íslands er ann- ars vegar lögð áhersla á heimildavinnu, hins vegar á skapandi túlkun. Úti er námsálagið meira. Það eru gerðar miklar kröfur um að nemendur leggi hart að sér. Prófessorarnir 36 VIKAN 36. TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.