Vikan


Vikan - 03.09.1987, Qupperneq 43

Vikan - 03.09.1987, Qupperneq 43
______Pósturinn______ ER HRIFIN AF KVÆNTUM MANNI Kæri Póstur. Ég er sextán ára og hef verið barnapía hjá sömu fjölskyldunni í nokkur ár. Hjónin eru talsvert eldri en ég og hafa verið saman í tíu ár. Vandamálið er Jónas, húsbóndinn á heim- ilinu, Fyrir nokkrum mánuðum tók hann upp á því að reyna við mig og var það allt í gamni, átti sennilega að vera brandari. Konan hans vissi af þessu og bara hló að þessu uppá- tæki hans. Svo var það þegar konan hans þurfti að skreppa út á land að heimsækja for- eldra sína að Jónas komst ekki með. Hann notaði tækifærið og hafði samband og bað mig að sofa hjá sér. Ég var alveg í sjokki yfir þessu og harðneitaði að koma nálægt honum. Fyrir hálfum mánuði átti hann afmæli og ég kom til þeirra til að passa krakkana svo að þau kæmust út til að halda upp á daginn. Þegar ég mætti á staðinn um kvöldið var frú- in að taka sig til og hafa fataskipti. Jónas LSD Halló, Póstur. Fyrir þremur árum var ég au pair í Banda- ríkjunum. Ég kynntist þar krökkum á mínum aldri sem voru allir í eiturlyfjum án þess að þeir væru neinir ræflar. Einu sinni þegar við vorum í partíi blandaði kunningi minn LSD i glasið hjá mér og átti þetta að vera smá- „joke“. Ég fann fyrir mjög litlum áhrifum og lenti ekki á slæmu „trippi'f Eftir að hafa hlust- að á umræður fjölmiðla um fíkniefni og hættulegar afleiðingar af þeirra völdum hef ég áhyggjur af þessu bernskubreki þrátt fyrir að ég lifi ósköp venjulegu lífi núorðið. Það sem íþyngir mér er hvort ég get átt á hættu að fá eftirköst svona löngu seinna eða slepp með skrekkinn. Ein með bakþanka LSD er eiturefni sem veldur ofskynjunum. Það er samsett vímuefni og eitt það sterkasta sem til er. Skammtarþess eru mctldir úr milljón- ustu hlutum gramms. Helstu áhrif LSD eru breytingar á skaplyndi manna. Algengt er að fólk verði vart við skyntruflanir þannig að umhverfið verður óraunverulegt og sjónhverf- ingar koma hver af annarri. Sá er neytir lyfsins hefur litla eða enga hugmynd um það sem ger- ist í kringum hann og hefur ekki stjórn á gerðum spurði mig hvort ég ætlaði ekki að óska hon- um til hamingju með afmælið og kyssa hann. Ég gerði það. Þrátt fyrir að konan hans kæmi fram og kunningjarnir, sem ætluðu með þeim út, væru mættir hélt hanrí áfram að flangsast utan í mér og segja vafasama brandara svo að allir sáu. í raun og veru hefur ekkert gerst ennþá nema það að ég er orðin hrifrn af hon- um. Ég hef reynt að hætta allri barnapössun hjá þessari fjölskyldu en ég get ekki hætt að hugsa um hann þannig að ég læt freistast og passa hjá þeim ennþá. Kæri Póstur, hvað á ég að gera? A ég að láta að vilja hans næst þegar hann leitar á mig? Mig langar til þess en er hrædd við þá tilhugsun að ég geti orðið ófrísk. Barnapía á báðum áttum Pósturinn verður að segja samkvœmt sann- fœringu sinni að þaó er óskynsamlegt, ef ekki sínum. Þessar skyntrufanir geta komið fram löngu eftir aó lyfsins hefur verið neytt og er það kallaó ,flasli back“. Þaó er trúlega þetta ,flash back“ sem þú hefur beyg af. Orsakir þess eru að mestu leyti ókunnar og sem betur fer eru tilfelli af þessu tagi fátíð. Yfirleitt kem- ur þetta fram innan mánaðar eftir að efnið hefur verið tekið inn svo að þú ert að öllum líkindum úr allri hœttu eftir þrjú ár. ÓÞÆGILEGAR MINNINGAR Kæri Póstur. Ég vil byrja á að þakka fyrir ágætt blað en erindið var nú reyndar annað og meira. Þann- ig er málum háttað að ég er tvítug stelpa og bý úti á landi. Ég hef verið í sambúð í tvö ár og þykir okkur mjög vænt hvoru um annað. Erfiðleikarnir, sem ég glími við, er að kynlífið hjá okkur er algjörlega komið í rusl út af hræðilegri lífsreynslu sem ég upplifði þegar ég var tólf ára gömul. Ég hef reynt að út- skýra fyrir honum hvers vegna ég er orðin frábitin honum en get hreinlega ekki komið orðum að því. Nú er svo komið að ég þoli varla að hann snerti mig, hvað þá að ég geti sofið hjá honum. Ég veit að ég verð að tala rangt af þér, að halda áj'ram að gœta barnanna fyrir þessa fjölskyldu. Ef þú heldur þessum leik áfram er hœlla á að þú komist upp á milli hjón- anna og eyðileggir heimilislífið en slíkt bitnar cevinlega verst á börnunum. Einnig virðast mér allar líkur á að þú lendir sjálf illa í þessu og veróir sœrð dýpri sárum en aldur þinn rceður alls kostar vió. Þú ert mjög ung ennþá og því óreynd í ástamálunum. Óprúttnir karlmenn vita að auðvelt er aó hafa áhrif á táningsstúlkur og kitlar það hégómagirnd þeirra að finna við- brögð þeirra við daðrinu sem í fiestum tilfellum er merkingarlaust blaður. Mér virðist Jónas vera að leika þennan leik með þig. Hegðun hans gefur til kynna að hann sé ákafiega sjálfs- elskur og tillitslaus. Þessir vafasömu brandarar hans benda til að liann liafi afar takmarkaðan áhuga á þér sjálfri heldur sé þetta eins konar tómstundagaman hjá lionum. út um þessi mál en við hvern? Ekki get ég stormað á heilsugæslustöðina og talað um þetta við einhvern lækninn. Nú, ef ég segi vinkonum mínum frá þessu get ég átt á hættu að þetta verði komið út um allt áður en ég lýk við söguna. Kæri Póstur, getur þú ekki bent mér á ein- hverja leið til að leysa þetta mál? H.J. Pósturinn er þér hjartanlega sammála um að þú þarft að tala út um þessi mál við ein- hvern sem getur gefið þér góð ráð. Það er ófcert aó láta sárar minningar spilla fyrir þér lífmu og splundra góðri sambúð. Þar sem þú býrð úti á landi er erfiðara fyrir þig að leita til sál- frœðings eða félagsráðgjafa en ef þú vcerir búsett i Reykjavík. Hvernig vceri að þú pantað- ir tíma hjá sérfrœðingi eða einhverjum sem hefur innsýn í mál af því tagi sem lífsreynsla þín fell- ur undir og fcerir síðan í kaupstaðarferð liingað suður og reyndir að greiða úr ficekjunni? Þrátt fyrir að það sé gott aó opna hug sinn fyrir ein- hverjum sem standa utan við hið daglega líf einstaklingsins er ekki siður mikilvcegt aó þú rceðir þetta vandamál við sambýlismann þinn. Hann sér einungis afieiðingarnar af þessari bitru reynslu en veit ekki hverjar orsakirnar eru og mundi það létta þungu fargi af sambandi ykkar efþið gcetuð sýnt hvort öðru meiri trúnað. 36. TBL VIKAN 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.