Vikan


Vikan - 03.09.1987, Page 55

Vikan - 03.09.1987, Page 55
dró hann gríðarstórt, næpulaga vasaúr og leit á það. „Ykkar tími er liðinn,“ til- kynnti hann og gaut glymunum illkvittn- islega á lítinn listagagnrýnanda með geitarskegg sem hrökk undan. Prófessor Moranius stóð gapandi. Enginn virtist hlusta nákvæmlega á það sem ungi maðurinn var að segja. Það var miklu fremur framkoma hans sem olli því að þeim sem næstir stóðu leið hálf- illa. Öðm hvoru fór hann ofan í vasann og þreifaði þar rétt eins og hann væri með sprengju. Einn eða tveir þokuðu sér í átt til dyranna en þeir stoppuðu þegar ungi maðurinn sagði: „Farið ekki í burt.“ Hann setti höndina aftur í vasann. „Við ætlum að losa okkur við þetta drasl,“ tilkynnti ungi maðurinn og sveifl- aði höndunum. „Snúum aftur til hinnar einföldu listar sem fólkið skilur, snúum aftur til fmmlitanna.. .rauður, grænn, blár og gulur. Niður með pallettuna. Ein- föld form, hreinir litir, það er það eina sem okkur vinnst tími til að gera.“ Hann leit aftur á úrið og setti það síðan aftur í vasann og sneri sér að Picasso-verkinu. „Þama er hann, erkiþrjóturinn sjálfur, hinn illi andi málaralistarinnar, Picasso. Ég skal sýna ykkur hvað mér finnst um Picasso.“ Hann fór aftur í vasann og hélt nú á nokkmm litlum, sívölum hlutum í hendinni. Hann grýtti þeim hverjum á eftir öðrum í myndina. Þeir brotnuðu og huldu hinn sorgbitna drykkjumann með gulri, illa lyktandi leðju. Það lék enginn vafi á því hvað þetta var, fúlegg. „Ég krefst þess að fá að ræða í alvöru nokkur orð við eiganda jsessarar stofnun- ar,“ sagði maðurinn og í þrem löngum skrefum ruddist hann inn á skrifstofu Beckersons. Listaverkasalinn, sem hafði staðið eins og dæmdur meðan á öllu þessu stóð, hvarf einnig inn á skrifstofuna. Um leið og maðurinn hvarf inn á skrif- stofuna komst hreyfing á mannfjöldann og listagagnrýnendur, safnarar og áhuga- menn mddust í átt til skrifstofunnar. Um það bil tylft þeirra tróðst inn, hinir bmt- ust um í dyrunum og hrópuðu reiðilega: „Handtakið manninn... “ „Þegjum hann í hel... “ „Menningarfantur... “ „Geð- sjúklingur... “ „Makalaust," sagði prófessor Moran- ius. „Honum tókst svo sannarlega að gera óskunda en skrítið að hann skuli hafa ráðist á folsunina.“ Quarles kinkaði kolli viðutan. Hann var að hugsa eitthvað. Tveir menn í brúnum samfestingum komu inn, gengu að myndinni og tóku hana niður af veggnum, fussandi og svei- andi vegna lyktarinnar. „Snöggir menn,“ sagði Moranius með aðdáun í röddinni. „Einum of snöggir, komdu, prófessor.“ Mennimir vom næstum komnir út um dymar þegar Quarles brá öðmm þeirra og prófessorinn, sem vildi ekki láta sitt eftir liggja, stökk upp á bakið á hinum. Það urðu átök við dymar þangað til fólk- ið við skrifstofuna varð vart við þennan seinni uppsteyt. Mennimir tveir gáfust skyndilega upp og flúðu eins og fætur toguðu út og inn í bíl sem beið þeirra. „Þetta vom skemmtileg áflog,“ sagði prófessorinn. „Hvers vegna vomm við að beija þá?“ „Það skal ég segja þér.“ Quarles bað um tusku, þurrkaði mesta kámið af myndinni og kannaði síðan bakið á henni vandlega. Hann risti það upp með hníf og þá kom í ljós fjöldi lítilla pakka með hvítu efni. Quarles opnaði einn pakkann. „Það var um þetta sem málið snerist,“ sagði hann, „heróín.“ „Það er ekki erfitt að geta sér til um atburðarásina,“ sagði Quarles við prófess- orinn og Beckerson stuttu síðar. „Eftir sýningarferðina var Picasso-myndinni stolið og eftirmynd, full af heróíni, sett í staðinn. Þetta var snjöll aðferð til að smygla eitrinu til Englands og áhættulitil. Líklega ætluðu smyglaramir að skipta á myndum um leið og eftirmyndin væri komin í yðar vörslu en þar brást þeirn bogalistin." Hann sneri sér að Beckerson. „Mér dettur helst í hug að einhver sem var í yðar þjónustu hafi átt að gera það. Hafið þér rekið nokkum nýlega?“ Beckerson kinkaði kolli. „Já, pökkun- ar- og aðstoðarmann sem hét Peters, ég rak hann í síðustu viku fyrir leti.“ „Það hefur þá væntanlega verið hann. Þeir vom sem sé komnir með Picasso- verkið heilu og höldnu en höfðu engan til að skipta á myndunum fyrir sig og eftirmyndin var því hengd upp. Þetta var stórhættuleg staða því alltaf var hætta á að einhver veitti fölsuninni eftirtekt svo þeir settu þennan litla leikþátt á svið til að ná í eftirmyndina. Ef allt hefði gengið samkvæmt áætlun hefðu þeir verið búnir að setja réttu myndina á vegginn innan klukkustundar. I versta tilfelli hefði ná- unginn, sem kastaði eggjunum, fengið sekt. Hann var að vísu bara smápeð í glæpaflokknum en hann hefur þó gefið lögreglunni þær upplýsingar sem hún þurfti til að ná hinum úr hópnum og Picasso-verkinu.“ „Þeir hefðu ekki þurft nema tvær mín- útur til viðbótar til að þetta tækist,“ sagði prófessorinn og beit í pípustertinn. „Eg fæ hins vegar ekki séð hvemig þú upp- götvaðir þetta.“ „Ég sagði þér að mennimir, sem komu að ná í málverkið, hefðu verið of fljótir. Það hafði enginn tækifæri til að fara og ná í þá eftir eggjakastið og Beckerson hafði heldur ekki tækifæri til að hringja í þá. Hver hafði þá sagt þeim að koma og ná í myndina? Ég vissi reyndar líka að eggjakastarinn, vinur okkar, var eng- inn listamaður.“ „Hvemig stóð á því?“ „Ég fylgdist með því sem hann gerði og ég hlustaði á það sem hann sagði. Ég er ekki fróður um myndlist en svo mikið veit ég að fmmlitimir em rauður, blár og gulur. Hann gerði þá grundvallar- skyssu að bæta græna litnum þama inn í.“ 36. TBL VIKAN 55

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.