Vikan


Vikan - 24.09.1987, Blaðsíða 12

Vikan - 24.09.1987, Blaðsíða 12
í Diisseldorf, segir að það sé trú flestra Vesturlandabúa að hlutirnir séu annaðhvort svona eða hinsegin, svartir eða hvítir, og manneskjan sé þar af leiðandi annaðhvort kona eða karlmaður. En eru hlutirnir svo einfaldir að skipan heimsins megi njörva niður í algilt kerfi and- stæðupara? Ekki vill Gindorf meina það. Hann segir að hvers konar flokkunar- eða tegundarhugtök falli dauð og merkingarlaus niður frammi fyrir veruleikanum því ástin láti ekki fanga sig í slík net. Þeir einstaklingar, sem frnna ekki tilfinningum sínum farveg irinan vébanda hefðar og hugmyndafræða, reka sig hastarlega á tvískinnung- inn sem felst í misræmi milli þess sem lýðnum leyfist að hugsa og þess sem má framkvæma. Hver og hvernig er sá maður sem kallast „bisexual“? Við þessari og álíka spurningum eru ekki til nein einhlít svör. Hópurinn er mislit- ur og aðstæðurnar margvíslegar. Þetta getur verið maður sem allt sitt líf sefur hjá konunni sinni og er henni „trúr“. Hann lætur sér nægja að spinna upp fantasíur í huganum, um sig og aðra menn. I öðru lagi eru þetta karlmenn sem hafa reynslu af báðum kynjum án þess að hafa látið sér til hugar koma að þeir væru tvíkynhneigðir. í þriðja lagi eru þetta menn sem komast að þeirri niðurstöðu eftir kynni sín af konum að þeir eru hommar. Menn greinir á um hversu stórt hlutfall af karlmönnum finnur fyrir „bisexual“ hvötum og sinnir þeim. Ameríski kynlifsfræðingurinn Laut Kinsey heldur því fram að annar hver karlmaður verði fyrir aðkenningu af þessum tilfinningum að minnsta kosti einu sinni á ævinni. Bruce Voeller, forstöðumaður kynlífsrannsóknarstofnunar í Los Angeles, segir að tíundi hver karl: maður geti undir ákveðnum aðstæðum orðið tvíkynhneigður. 1 skoðanakönnun, sem var gerð meðal bandarískra homma, kemur fram að tuttugu og þrjú prósent spurðra höfðu síðastliðin fimm ár einnig haft kynmök við konur. Aðrar rannsóknir hafa leitt í ljós að tíu prósent homma eru eða hafa verið kvæntir. Ástæður fyrir þessum hjónaböndum eru fjölmargar en þrjátíu og níu prósent gáfu þær skýr- ingar að þá hefði langað til að eignast börn. I sumum tilvikum er hjónabandið skálkaskjól; það gegnir svipuðu hlutverki og fjarvistarsönnun, sönnun þess að menn séu „eðlilegir“. Menn reyna að dylja þetta tvítog í hvatalífmu og þögnin breiðir hjúp blekkingarinnar yfir gjörðir þeirra. Fyrir um það bil tíu árum var þessu öðruvísi farið. Um miðjan áttunda áratuginn þótti það engin hneisa að vera „bæjó“. Það var talið bera vott um fjölhæfni og víð- sýni að víkja frá hefðbundnum sambúðarformum eins og hjónaband- inu. Frjálslyndi í kynferðis- og ástarmálum einkenndi tíðaranda þessara ára og kom margt til. Kvennahreyfmgin hafði meðal annars talsverð áhrif á svokallaða kynlífsbyltingu. Hlutverkaskipting kynj- anna var mikið til umræðu innan vébanda hennar og var sjónum beint að hinum „nýju ástaratlotum“. Kenningar Sigmundar Freud voru dregnar fram í dagsljósið á ný og áhersla lögð á þau atriði í verkum hans sem kveða á um að manneskjan sé í eðli sínu tvíkyn- hneigð eða „polimorph pervers". Freud var teflt fram gegn hefðinni til sannindamerkis um að gagnkynhneigð (heterosexuality), það er samband karls og konu, væri einungis samfélagslegt agatæki. Með tilkomu eyðnisjúkdómsins er draumurinn um kynferðislegt sæluríki búinn að vera. Hinir tvíkynja eru ekki lengur furstar lostans heldur smitberar farsóttar. Þeir eru nokkurs konar brú á milli homma og þeirra sem eru taldir „eðlilegir“ og greiða fyrir útbreiðslu sjúk- dómsins. Hingað til hafa einungis þrjú prósent þeirra sem hafa látist sökum eyðni verið „eðlilegir". Þrátt fyrir að þessi tala sé ekki hærri er full ástæða til að vera vel á verði og beina sjónum okkar frá hommum og eiturlyfjaneytendum. Kynlífsfræðingar víða um heim hafa blásið í herlúðra og bent á að hlutverk tvíkynhneigðra í útbreiðslu sjúk- dómsins sé miklu viðameira en áður hafði verið talið. Þeir byggja þessar ályktanir sínar á fenginni reynslu úr ýmsum rannsóknum sem benda til að tvíkynhneigð sé miklu algengari í samfélaginu en fólk gerir sér í hugarlund. Arið 1984 var stofnaður í Dusseldorf starfs- hópur sem beitti sér fyrir rannsóknum á eyðni og útbreiðslu hennar. Þessi hópur hefur verið starfandi allar götur síðan og á vegum hans var þrjú hundruð spurningalistum dreift á meðal homma og tvíkyn- hneigðra sem höfðu lifað tímana tvenna, það er bæði fyrir og eftir eyðnikrisuna. Þeir sem svöruðu spurningunum og skiluðu listunum inn aftur fóru einnig í eyðnipróf. í þrettán prósent þátttakenda fund- ust vísbendingar um mótefnamyndun, það er þeir voru smitaðir. 12 VIKAN 39. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.