Vikan


Vikan - 24.09.1987, Blaðsíða 61

Vikan - 24.09.1987, Blaðsíða 61
bótar. Kleópatra drottning í Egyptalandi sótti í heilsulindir við Dauðahafið og hún notaði leðjuna úr hafinu sem smyrsl til fegrunar. Salómon konungur rómaði lækningamátt heitu lindanna. Rómverjar byggðu baðhús við heitu uppspretturnar s_em sögur fóru af og lifa enn. Heilsusvæðin í ísrael eru tvö. Það er annars vegar svæðið við Dauðahafið og hins vegar við Galileuvatn. Áin Jórdan rennur á milli þeirra. Dauðahafið er íjögur hundruð metra undir sjávarmáli en Galileuvatn tvö hundruð metra. Aðstæður þarna eru sérstak- lega góðar fyrir sjúklinga sem hafa gikt eða þjást af öndunar- og húðsjúkdómum. Við Dáuðahafið var sem sagt hlustað á fyr- irlestra um veðurfar á svæðinu, um geisla sólarinnar sem þarna skín á réttláta sem rang- láta með öðrum hætti en annars staðar á jarðarkringlunni. í andrúmsloftinu er bróm (bromine) sem blandast súrefninu og hefur einkar góð og róandi áhrif á fólkið. Það voru fyrirlestrar um baðlæknisfræði, gildi heita vatnsins fyrir til dæmis giktarsjúklinga og psoriasissjúklinga. Annar íslendingur var samferðamaður minn og naut hann sjálfsagt fyrirlestranna betur en ég enda maðurinn læknir og sérfræðingur í giktarsjúkdómum. Jón Þorsteinsson heitir hann. Heimsóknir voru farnar á hótel við hafið, fyrir giktarsjúklinga, og könnuð aðstaða psoriasissjúklinga. Ferðast var til Arad sem er í tuttugu og fimm kílómetra fjarlægð frá Dauðahafinu en í sex hundruð og tuttugu metra hæð. Arad er borg sem nú búa í um fimmtán þúsund manns, hornsteinninn að borginni var lagður árið 1962. í dag eru þarna heilsugæslustöðvar fyrir fólk með astma og lungnasjúkdóma. Loftslagið er milt í Arad en borgin er reist norðaustur af Negeveyðimörk- inni og á fjallstoppi. Um leið og farið var til Arad var gengið á Masada og borgarvirkið, sem Heródes byggði, skoðað. Það var stórkostleg tilfinning að standa uppi á Masada og virða fyrir sér hin fornu mannvirki sem grafin hafa verið upp. Það er auðvelt að setja sig í spor inn- lendra og skilja hvers vegna þeir segja: Aldrei aftur Masada. Einu sinni féll virkið í óvina- hendur sem kunnugt er og því er þetta sagt. Og vegna þess að hópurinn, sem tölt var með í þennan leiðangur, var að kynna sér aðstæður til heilsuræktar var mönnum bent á baðhús Heródesar sem er að finna á Masada. Þá var hugsað fyrir öllu eins og nú. Samyrkjubúin eru sérfyrirbæri í ísraelsku samfélagi. Eitt það elsta heitir Ein Gedi og er við Dauðahafið. Þar er búið að reisa heilsu- hótel og margur ferðalangurinn sækir betri heilsu þangað. Einungis var grænmetisfæði þar á boðstólum, innisundlaug og hafið salta til að baða sig í og sólin. Það er einkennileg tilfinning að leggjast til sunds í Dauðahafinu. Vatnið er þykkt og ákaflega salt og sannar- lega erfiður róður að synda í því. En þar sekkur enginn. Borgin Tiberias við Galileuvatn er þekkt fyrir margt, meðal annars heitu lindirnar og gömlu rómversku böðin. Þangað er mikill ferðamannastraumur og eru heitu lindimar og sundlaugamar með sinn lækningamátt Tveir giktarlæknar, annar islenskur og hinn sænskur, ræða saman við fornar, rómverskar lindii i Tiberias. Hammat Gader við landamæri Jórdaniu. í síkjum eru krókódílar en á þessu samyrkjubúi eru þeir ræktaðir. Þarna sést yfir til Jórdaníu. 39. TBL VIKAN 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.