Vikan


Vikan - 24.09.1987, Blaðsíða 14

Vikan - 24.09.1987, Blaðsíða 14
Konur sem fórna öllu fyrír föðuríandið Leila og Samia eru hermenn úr andstœð- um fylkingum í Beirút. Önnur berst fyrir kristna en hin er í herdeildum múslíma. Þrátt fyrir að málstaður þeirra sé gjöró- líkur eiga þœr sameiginlegt að trúa í blindni á markmið sín, berjast ogfórna öllu fyrirföðurlandið. Beirút í Líbanon var á árum áður kölluð París Mið- Austurlanda. Heimsborgarbragur var á götum borgarinnar og næturlífið blómstraði. Kristnir menn og Palestínuarabar lifðu þar í sátt og samlyndi fram undir 1975, þegar þessum fylkingum laust saman í blóðugri styrjöld sem hefur staðið yfir með hléum síðan. Þessi skálmöld hefur markað djúp spor í þjóðarvitund íbúanna og hert æskulýðinn í blóði fórnarlamba stríðsins, en tala fallinna er orðin um hundrað þúsund. Beirút er ekki lengur heimsborg með iðandi mann- lífi heldur skuggaborg dauðans og gengur undir nafninu „græna línan“ eða einskis manns landið. Þetta bitbein skil- ur á milli austurbakkans þar sem kristnir búa og vestur- bakkans sem arabar ráða yfir. Leila er þrjátíu og tveggja ára Líbani sem berst fyrir málstað kristinna. Hún ólst upp í norðurhluta Trípoli þar sem múslimar höfðu tögl og hagldir. Fjölskylda hennar neyddist til að flýja heimaslóðirnar og leita hælis í litlu þorpi í fjallshlíðum Koura. í fyrstu var faðir Leilu mót- fallinn því að hún tæki upp vopn en 1987 fóru hlutirnir að síga á ógæfuhliðina þannig að hann lagði blessun sína yfir það. Hún kom heim í leyfi frá háskólanum og upp- lifði hrollvekjandi atburði eins og að sjá heilu þorpin lögð í rúst, látnir og særðir lágu í valnum eins og hráviði. Þrátt fyrir að hún ætti kost á að sitja við kjötkatlana í Ameríku, sökum menntunar og dugnaðar, ákvað hún að ganga til liðs við þjóð sína og berjast gegn ásókn múslima. Hún segir að Líbanon sé síðasta vígi kristinna i Mið-Asíu og þetta stríð sé háð til að svo megi vera um ókomna tíð. Hún segist ekkert hafa á móti múslimum og hefur stúderað trúarbrögð þeirra ofan í kjölinn. Það sem henni er þymir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.