Vikan


Vikan - 24.09.1987, Síða 14

Vikan - 24.09.1987, Síða 14
Konur sem fórna öllu fyrír föðuríandið Leila og Samia eru hermenn úr andstœð- um fylkingum í Beirút. Önnur berst fyrir kristna en hin er í herdeildum múslíma. Þrátt fyrir að málstaður þeirra sé gjöró- líkur eiga þœr sameiginlegt að trúa í blindni á markmið sín, berjast ogfórna öllu fyrirföðurlandið. Beirút í Líbanon var á árum áður kölluð París Mið- Austurlanda. Heimsborgarbragur var á götum borgarinnar og næturlífið blómstraði. Kristnir menn og Palestínuarabar lifðu þar í sátt og samlyndi fram undir 1975, þegar þessum fylkingum laust saman í blóðugri styrjöld sem hefur staðið yfir með hléum síðan. Þessi skálmöld hefur markað djúp spor í þjóðarvitund íbúanna og hert æskulýðinn í blóði fórnarlamba stríðsins, en tala fallinna er orðin um hundrað þúsund. Beirút er ekki lengur heimsborg með iðandi mann- lífi heldur skuggaborg dauðans og gengur undir nafninu „græna línan“ eða einskis manns landið. Þetta bitbein skil- ur á milli austurbakkans þar sem kristnir búa og vestur- bakkans sem arabar ráða yfir. Leila er þrjátíu og tveggja ára Líbani sem berst fyrir málstað kristinna. Hún ólst upp í norðurhluta Trípoli þar sem múslimar höfðu tögl og hagldir. Fjölskylda hennar neyddist til að flýja heimaslóðirnar og leita hælis í litlu þorpi í fjallshlíðum Koura. í fyrstu var faðir Leilu mót- fallinn því að hún tæki upp vopn en 1987 fóru hlutirnir að síga á ógæfuhliðina þannig að hann lagði blessun sína yfir það. Hún kom heim í leyfi frá háskólanum og upp- lifði hrollvekjandi atburði eins og að sjá heilu þorpin lögð í rúst, látnir og særðir lágu í valnum eins og hráviði. Þrátt fyrir að hún ætti kost á að sitja við kjötkatlana í Ameríku, sökum menntunar og dugnaðar, ákvað hún að ganga til liðs við þjóð sína og berjast gegn ásókn múslima. Hún segir að Líbanon sé síðasta vígi kristinna i Mið-Asíu og þetta stríð sé háð til að svo megi vera um ókomna tíð. Hún segist ekkert hafa á móti múslimum og hefur stúderað trúarbrögð þeirra ofan í kjölinn. Það sem henni er þymir

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.