Vikan


Vikan - 24.09.1987, Blaðsíða 8

Vikan - 24.09.1987, Blaðsíða 8
Sólarlagið er ekki síður tignarlegt séð frá sjónarhorni fuglanna. lega tvö hundruð klukkustundir sem þýða rúmlega sex hundruð flugtök svo hver flug- ferð er að jafnaði ekki löng. Lengst hef ég verið á lofti í einu í rúma tvo tíma á rnótor- drekanum en þá er maður líka búinn að fá sig alveg fullsaddan. Á landinu öllu eru til fjórtán eða fimmtán mótordrekar í ýmsu ásigkomulagi; surnir cru ófleygir, eru orðnir gamlir og lúnir, svo eru til góðir drekar sem sjaldan eða aldrei er llog- ið. Það eru svona fjórir sem eru alveg klárir í flugið. í sumar hafa bæst fimm nýir drekar í flotann. Það hefur orðið alveg geysileg þró- un hér á landi í mótorsvifdrekaflugi og í viðhaldi drekanna, það má að sumu leyti jafna þessu orðið við vélflugið. Fjórir af þessum nýju drekum eru tveggja manna, þeir hafa mikla burðargetu, bera hundrað og áttatíu kíló. Vængurinn er mjög sterkur, jafnsterkur ef ekki sterkari heldur en á litlum tveggja manna flugvélum. Vegna þess hversu litlir og léttir mótordrekar eru taka þeir talsverðan vind á sig. Til eru gírókoptar og léttvængjur með stýribúnað eins og litlar flugvélar, svo- kallaða „ultralights". Þetta er mikið notað um allan heim. Það er að sumu leyti erfiðara að nota þá hérna á íslandi vegna veðráttunn- ar. Mótorsvifdrekaflug er ekki hættulegt. Þetta eru bara eins og önnur farartæki og allir vita að einhver hætta fylgir öllum farartækjum en með varkárni er hægt að minnka hana veru- lega þó hún sé alltaf einhver. Númer eitt er að halda drekunum í góðu lagi. Númer tvö er að vera ekki að fljúga í miklum hliðarvindi eða í ókyrrð í skjóli við fjöll. Það er heljarmik- i! ögun að vera ekki að taka óþarfa áhættu. Það eru engar reglur til en Flugmálastjórn er þó að semja reglur núna. í þeim kemur fram að ef drekinn er undir hundrað og tuttugu kílóum og eins manns þarf ekki að skrá hann eða sérstakt próf. Þó má hvorki valda þeim sem eru á jörðu niðri eða annarri flugumferð ónæði. Menn mega smíða dreka sjálfir, nota hvaða mótor sem er og mönnum er gefið þetta alveg frjálst, þeir mega fljúga hvert sem þeir vilja og þurfa ekki að tilkynna sig. En ef drekarnir eru tveggja manna eða orðnir yfir hundrað og tuttugu kíló koma menn til með að þurfa að fara eftir flugreglum. Þær eru mjög stífar því þá má eiginlega jafna tveggja manna mótorsvifdreka við flugvél og þá þurfa menn að hafa einkaflugmannspróf og skrá drekana. Þessar reglur verða að mestu bein þýðing á amerískum og breskum regl- um.“ Við Hans fórum í loftið þegar við vorum búnir að gera klárt. Það kom mér á óvart hversu stutta flugbraut þurfti. Þegar búið var að ná hæð og lækka í mótornum var þetta eins og að fljúga líkt og fugl. Við flugum í fjörutíu mínútur um kvöldið. Daginn eftir fíugum við meira og eyddum deginum síðan í að bardúsa úti á velli. Ég vissi ekki fyrr til en flugvél frá Arnarflugi kom inn til lending- ar og það þýddi að þar með var þessi yndislegi tími minn á enda; ég varð að snúa aftur til vinnu. Hans Óli Hansen - fékk æskudrauminn upp- fylltan þegar hann komst I tæri við svifdrekana. 8 VI K A N 39. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.