Vikan


Vikan - 24.09.1987, Blaðsíða 30

Vikan - 24.09.1987, Blaðsíða 30
annað fyrir stafni en umgangast stjörnuliðið í New York. Anna Erla vill ekki gera mikið úr því en segir svo: „Ég hef kynnst frægum og skemmti- legum persónum, Élizabeth Taylor, Richard Burton, Jack Palace, sem er þekktur fyrir að leika Drakúla, Vince Edward, ég var dálítinn tíma að slá mér upp með honum. Svo hef ég nokkrum sinnum verið með Jacqueline Kennedy Onassis, hún er mjög indæl mann- eskja en hlédræg, jafnvel svo að stundum finnst manni hún næstum feimin. Elizabeth Taylor er á hinn bóginn voðalega fjörug og talar alveg óskaplega mikið. Á Miami kynnt- ist ég líka Liberace heitnum, hann var ansi skrautlegur en óskaplega indæll og skemmti- legur. Nú, ég get nefnt Engelbert Humper- dinck, Tom Jones og Söru Cougart og marga fleiri." - Þig hefur ekki langað til að verða stór- stjarna sjálf? Anna fer að hlæja þegar spurningin er bor- in fram og segir: „Ég mátti ekki vera að því að verða stórstjarna, ég var alltaf svo upptek- in í skemmtanalifinu. Maður hafði engan tima til að fara á fætur klukkan fimm á morgnana til að fara í kvikmyndaverið. Almáttugur!“ Svo lítur hún á mig og segir: „Nei, ég held annars að ég hafi aldrei velt því fyrir mér að verða stjarna, ég hef verið ánægð með það sem ég hef haft. Sama ár og við Ross kynntumst keypti ég lítinn poodle-hund og nefndi hann The Óðin of Iceland. Mér þykir alveg óskaplega vænt um hunda. Ég átti poodle-tík í Argentínu sem ég kallaði Dillu eftir tík sem við áttum í Stapa- seli en ég varð að skilja hana eftir í Argentínu, ég fékk ekki leyfi til að taka hana með mér inn til Bandaríkjanna. Óðinn of Iceland var mjög þekktur meðal þeirra Islendinga sem komu að heimsækja okkur hjónin. Það hefur komið mikið af Islendingum að heimsækja mig í Bandaríkjunum, ég á mjög auðvelt með að kynnast fólki og hef mjög gaman af því að fá gesti. Ég held að ég sé gestrisin í eðli mínu. Ég fæ aldrei of marga gesti, sérstaklega ekki íslendinga." - Hvernig hefur sambandi þínu við ísland verið háttað öll þessi ár sem þú hefur búið úti? „Ég á mikið af skyldmennum hér á landi, hér er öll fjölskylda mín fyrir utan móðursyst- ur mína sem býr í Kanada. Þar á ég víst stóran hóp af ættingjum en ég hef aldrei haft neitt samband við þá. Til íslands reyni ég alltaf að koma einu sinni eða tvisvar á ári. Mér finnst það alveg nauð- synlegt. Ég er voðalega mikill íslendingur í mér, öll þessi ár hef ég til dæmis haldið íslensk- um ríkisborgararétti; ég fæddist íslensk og mun deyja íslensk. Á meðan ég bjó í Argentínu gekk mér ágæt- lega að halda tengslum við ísland þó að vík væri milli vina. Égskrifaði heim, hringdi eða sendi skeyti. Fáir íslendingar höfðu þó tæki- færi til að heimsækja mig á þessum árum. Friðrik Ólafsson skákmeistari kom þó til að keppa í Argentínu. Ég hafði beðið bróður minn um að láta mig vita þegar hann kæmi svo ég gæti farið og tekið á móti honum á flugvellinum. Ég bauð honum að vera gestur Anna Erla og Gravinhorst skildu. Þá ákvað hún að flytja um tíma til draumaborgarinnar, Parísar, lagði þó lykkju á leið sína og ákvað að koma við í New York og stoppa þar í nokkra klukkutíma hjá vinkonu sinni. En dvölin varð öllu lengri en til hafði verið ætlast í byrjun. „Ég flutti til New York og bjó þar ein í sex ár svo þessi stutta dvöl teygðist og teygðist. Ég fór að vinna í skartgripavgrslun og vann þar í tæp þrjú ár. Þau ár, sem ég átti heima í New York, bjó ég á East Side á Manhattan sem er fyrir ofan Fimmtugasta stræti. Á sjö- unda áratugnum mátti maður ekki búa neins staðar annars staðar ef maður var einn en vildi vera eitthvað - þá varð maður að búa á East Side, þar bjó allt fina fólkið. Frægasti næturklúbbur borgarinnar á þessum tíma var E1 Morocco. Þar fór maður ekki inn nema ganga inn um „the great grand entrance“. Þar stoppaði maður svo til að sýna sjálfan sig og sjá aðra. Þegar ég flutti til New York naut ég þess að hafa kynnst mörgum frægum og þekkti'm persónum í Argentínu og fólki sem vann hja Sameinuðu þjóðunum því ég hélt áfram kunn- ingsskap við það fólk eftir að ég var flutt.“ - Einhver sagði mér að þú hefðir ekki haft Anna Erla og Herman Pilnik. 30 VIKAN 39. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.