Vikan


Vikan - 24.09.1987, Blaðsíða 31

Vikan - 24.09.1987, Blaðsíða 31
Á góðri stundu á veitingahúsi í Buenos Aires. Anna Erla, Friðrik Ólafsson og Gravinhorst. minn meðan hann dveldi í Argentínu, hann þáði það og það var alveg sérstaklega indælt að hafa hann. Allar götur síðan hefur hann rækt kunningsskap við mig. íslensk hjón fluttu út til Argentínu á meðan ég bjó þar; við hjónin höfðum kynnst þeim þegar við komum heim 1961. Það kom upp úr dúrnum að manninn hafði alltaf langað til að flytja til Argentínu bg maðurinn minn bauð þeim vinnu við verksmiðjuna svo þau fluttu til Argentínu nokkru seinna. Annars voru ekki margir íslendingar búsettir í Argent- ínu á þeim tíma sem ég bjó þar. Guðmundur Jónsson. bróðir Emils Jónssonar alþingis- manns. bjó í Rosario sem var nú raunar dálítið langt frá Buenos Aires en við kynntumst hon- um líka. sonur hans fór að vinna fyrir manninn minn. Svo bjó íslensk stúlka, Kol- brún Halldórsdóttir, í Jacksonville í Flórída, hún var að vinna hjá Lofleiðum, þau komu bæði til okkar og ætluðu að vinna hjá Gravin- horst en úr því varð nú ekki. Eftir að ég flutti til Bandaríkjanna hefur verið mun auðveldara að halda tengslum við heimalandið. Hér áður fyrr _var starfandi Scandinavian-félag á Miami. Ég var forseti þess í nokkur ár en það lognaðist út af eftir fráfall Hildar Dunbar sem hafði verið for- stöðumaður þess um skeið. En um daginn var Þórir Gröndal. konsúll íslands, að skrifa mér og leggja það til að við stofnuðum íslendinga- félag á Miami. Ég er alveg tilbúin að leggja mitt af mörkum til að svo megi verða." Allt í einu segir Anna Erla: „Mér frnnst þorramatur mikill gæðamatur, ég borða allan íslenskan mat nema hákarl, það er svo vond lykt af honum. Ég held líka ailtaf íslensk jól, með hangikjöti. Þá býð ég gjarnan vinum mínum og þeim þykja jólin mjög hátíðleg hjá mér. Til að skapa jólastemninguna dreg ég fyrir alla glugga og útiloka þannig birtuna og set jólasálma á fóninn." Það vekur athygli hversu góða íslensku Anna Erla talar, hvernig hefur hún varðveitt móðurmálið svo vel? „Ég hef alveg óstjórnlega gaman af ljóðum og les mikið af þeim. Ég á mér mörg uppá- haldsskáld en les þó allt milli himins og jarðar. Ég hlusta mikið á íslenska tónlist, hann Hauk- ur Morthens hefur fóðrað mig á tónlist í öll þessi ár,“ segir hún og raular um leið nokkrar laglínur úr Loftleiðavalsinum. „ísland hefur breyst alveg ótrúlega mikið þá þrjá áratugi sem ég hef búið úti. Ég er eigin- lega orðlaus yfír þyí hversu örar framfarir hafa orðið hérna. Ég er óstjórnlega stolt af Islendingum vegna þess hversu vel þeir hafa komið sér áfram. Ég tek ofan fyrir þeim. Það sem ég er þó mest hissa á er hvernig fólk hefur efni á að halda þeim lífsstandard sem hér virðist vera. Annars er sagt um íslendinga að þeir vinni mikið og skemmti sér mikið. „They work hard and they play high.“ ísland er að komast miklu meira á alþjóða- landakortið heldur en áður var. Leiðtoga- fundurinn fyrir tæpu ári breytti miklu um stöðu Islands á alþjóðavett'Vangi. Landið og þjóðin fengu gífurlega umfjöllun í erlendum fjölmiðlum. Ég veit ekki hvort þessar auglýs- ingar hafa verið til góðs fyrir íslendinga. Það verður ekki hægt að meta það fyrr en eftir tvö þrjú ár.“ Talið berst að áhugamálum Önnu Erlu. „Ég hef lerðast óskaplega mikið út um allan heim, til Evrópu, Ameríku og til allra landa í Suður-Ameríku og Mið-Austurlanda og er ekki hætt að ferðast, það eru svo margir stað- ir sem ég á eftir að skoða. Fallegustu staðirnir, sem ég hef komið til, eru Rio de Janeiro og Valpariso í Chile, það er svo sérstaklega fall- egt á þessum stöðum. Þó er ekki jafnfallegt þar eins og á íslandi. Ég hef ferðast mikið um ísland þó ég hafi ekki séð það allt. Fegurð- in á íslandi er bara allt öðruvísi en annars staðar. Annars er alls staðar fallegt, meira að segja á Miami þó þar sé allt flatt og engin fjöll, en það eru þau sem maður saknar. En þá er það ströndin á Miami, hún er falleg - og hafið. En fjöll eru alltaf svo tignarleg." Anna Erla er mikill dýravinur og leggur árlega mikla vinnu og fjármuni í dýravernd. Hún var einn af stofnendum Greenpeace sam- takanna, því til sönnunar á hún heiðursplagg þar sem henni er þakkað fyrir að vera einn af stofnendunum. „Við verðum öll að leggja okkar af mörkum til dýraverndunar. Það eru ótal villt dýr í útrýmingarhættu og við verðum að hjálpa þeim að komast af. Ég vil helst ekkert dýr drepa. Ef allir gæfu fimm dollara á mánuði til umhverfismála þá væri hægt að gera ýmislegt. Ég vildi að ég gæti hjálpað öll- um en það er víst ekki hægt svo það er betra að reyna að einbeita sér að einni stofnun." Tíminn hefur þotið áfram og tími er kom- inn til að kveðja. Talan 24 hefur oftar en ekki komið upp í samtali okkar og ég spyr Önnu Erlu hvort þessi tala sé örlagatalan hennar. „Það held ég ekki, ég held að það sé tilviljun hversu oft hún hefur komið upp í lífi mínu.“ 39. TBL VIKAN 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.