Vikan


Vikan - 29.10.1987, Síða 7

Vikan - 29.10.1987, Síða 7
Frakkland Kröfum um vegabréfs- áritun fljótlega aflétt Aukin samvinna E£nahags- bandalagsríkjanna 12, Banda- ríkjanna, Kanada, Austurríkis, Svíþjóðar og Noregs um vamir gegn hryðjuverkum, mun væntanlega verða til þess, að reglur um vegabréfsáritanir frá ríkjum utan Efinahagsbanda- lags Evrópu til Frakklands, verða felldar niður innan skamms. Hinn svokallaði Trevi-hópur, sem er sérstök nefiid innan EB til vamar hryðjuverkum, mun halda íimd í Káupmannahöfh þann 9. desember, en formaður nefiidar- innar er nú danski dómsmálaráð- herrann, Erik Ninn-Hansen. Noregur og Sviþjóð munu nú í fyrsta sinn taka þátt í fúndum Trevi-hópsins, en nefhdin dregur nafii sitt af hinum fræga Trevi gosbrunni í Róm, þar sem EB-ríkin héldu fyrsta fund sinn um vamir gegn hryðjuverkum árið 1975. Reglur Frakka um vegabrélsárit- un frá löndum utan Efiiahags- bandalagsins sem vom innleiddar eftir bylgju hryðjuverka í París, hafrt verið afer óvinsælar víða um heim, ekki minnst á Norðurlönd- um. Frakkar hafe nú fellist á að undirbúa lista yfir þau lönd sem þeir munu ekki fera fram á vega- bréfeáritanir frá, ef árangur fundar- ins í Kaupmannahöfii í desember verður fhllnægjandi. Ritzaus Bureau Hryðjuverk í París: Særðir vegfárendur haldast í hendur, eftir eitt af sprengjutilræðum í fyrrahaust 11 manns létu líflð í hryðju- verkabylgjunni og margir tugir særðust Samstarf Inúíta í Síberfu og á Grænlandi Sovétmenn vilja auka sam- skipti Inúíta á Grænlandi og í Síberíu í kjölfar ræðu Gor- batsjov í Murmansk fyrir skömmu. Þar mun hann hafa sérstaklega minnst á aukin menningartengsl. Danska kommúnistablaðið Land og Folk ber sovéska sendi- herrann Vladimir Lomeiko fyrir þessum tíðindum. Samvinna Grænlendinga og Inúíta í Tjuk- otka í Síberíu hafa aukist upp á síðkastið og má þar nefna til að dansflokkur ffá Tjukotka tók þátt í menningardagskrá á Grænlandi ekki alls fyrir löngu og fyrir skömmu var fulltrúum grænlenskra verkalýðsfélaga boðið til Síberíu af samtökum verkalýðs þar í landi. Af hálfu Sovétmanna hefur hins vegar verið lögð áhersla á að þessi samvinna verði fyrst og fremst fólgin í því sem við kem- ur menningarmálum. Inúítar á Grænlandi, í Alaska og Kanada hafa myndað sérstakt samband, en Inúítar í Síberíu hafa ekki tekið þátt í störfum þess eða fundum þar sem Sovétmönnum þykir ekki við hæfi að þeir komi þangað til að ræða pólitísk sam- skipti. En að sögn Land og Folk kann þetta að breytast í ffamtíð- inni ef fram koma ákveðnar til- lögur ffá Inúitum í löndunum þremur um þátttöku Eskimóa í Sovétríkjunum. — Ritzaus Bureau NOREGUR Læknaskortur Norðmenn leggja nú mikla áherslu á að lokka til sín læknismenntað fólk firá hinum Norðurlöndunum. Einkum er skortur á sjúkra- húslæknum og héraðslækn- um til norður Noregs. Vegna skorts á læknum um landið allt, gengur illa að £á norska lækna til starfa í norður Nor- egi, en bráð þörf er nú á að minnsta kosti 60 læknum þangað. Norska læknasambandið hef- ur þegar hafið mikla herferð meðal danskra lækna í von um að einhver hluti þeirra 340 skráðra atvinnulausra lækna þar í landi fáist til að flytjast norður til nágrannalandsins. Almennt atvinnuástand í norður Noregi er einnig gott, svo Norðmenn segja engin vandkvæði bundin því, að mak- ar læknanna geti einnig fengið starf við hæfi, ef fjölskyldan fellst á að flytja. Aalborg Stiftstldende VIKAN 7

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.