Vikan


Vikan - 29.10.1987, Blaðsíða 10

Vikan - 29.10.1987, Blaðsíða 10
Goðsagan af Corazon Aq- uino er eins konar ösku- buskusaga nútímans. Þegar eiginmaður hennar, þing- maðurinn, Benigno „Ninoy“ Aquino, var myrtur sumarið 1983, tók hún ófús við sem leiðtogi baráttunnar gegn harðstjóranum Marcos. Fólk- ið fagnaði henni og setti hana í forsetastólinn. Þegar þangað var komið endumýj- aði hún bæði þingið og stjómarskrána í samræmi við vilja þjóðarinnar og stýrði þjóðinni inn á veg lýð- ræðis. Þó að margt sé til í þessari þjóðsögu er hún langt frá því að vera að öllu leyti sönn. í fyrsta lagi var Corazon alls ekki jafn reynslulítil í stjórnmál- um og látið var í veðri vaka. Að vísu laug hún engu þegar hún titlaði sig sem húsmóður í kosn- ingabaráttunni gegn Marcosi 1986. En hún hafði mjög mikla reynslu í stjórnmálum af hús- móður að vera. Þau sjö ár sem maður hennar sat í fangelsi eftir feril sem borgarstjóri, fylkis- stjóri og þingmaður var hún milliliður hans við stjórnarand- stöðuna. í löngum umræðum í fangelsinu lærði hún ýmis brögð og herkænsku sem komu sér vei fyrir hana löngu síðar. Þegar Marcos lýsti sig sigurvegara kosninganna árið 1986 gerði Corazon það sama og fékk her- inn á sitt band í byltingunni. Fyrir utan tengslin við stjórnmál í gegnum eiginmann sinn hafði Corazon staðgóða þekkingu á filippeyskum stjórn- málum vegna hinnar miklu stjórnmálaumræðu sem fór fram á heimili foreldra hennar. Faðir hennar var stærsti óðalseigand- inn í Tarac héraðinu og þing- maður. Móðurafi hennar var fyrrverandi frambjóðandi til varaforsetaembættis og tveir föðurbræður hennar voru 10 VIKAN Þegar almúginn greiðir Corazon Aquino atkvæði nú, er það fremur vegna loforða hennar en efndanna. Ösku- buskan Aquino þingmenn. Með bestu menntun í Bandaríkjunum og þennan pólitíska bakgrunn að veganesti var ekki hægt að segja að Cora- zon kæmi allslaus í stjórnmála- umræðuna. Þrátt fyrir að vera af hástétt- um gerðist hún talsmaður al- múgans, sem hefur verið dygg- asti stuðningshópur hennar. Þó er tiltöluiega fátt sem hún hefúr áorkað í þeirra þágu, þrátt fyrir mikil fyrirheit. Tiiraunir hennar til úrbóta á hinu óréttláta land- eigendakerfi hefur strandað á andstöðu hennar eigin stéttar og enn telst meira en helmingur íbúanna á Filippseyjum lifa und- ir sultarmörkum. Þegar almúg- inn greiðir henni atkvæði nú, er það fremur vegna loforða henn- ar en efndanna. Henni hefúr ekki heldur tek- ist að koma á friði á eyjunum, og friðarumleitanir við skæruliða- hreyfingarnar hafa strandað. Ekki hafa svo árekstrar á milli mótmælenda og hersins bætt fyrir henni. Óróinn hefúr náð aila leið inn í stjórnina og ráð- herrar hafa meira að segja tekið þátt í byltingartilraun, svo það kom engum á óvart þegar Cora- zon stokkaði stjórnina upp í síð- asta mánuði. Þrátt fyrir að deilt hafi verið hart á stjórnun Aquino hefúr enginn efast um persónu hennar. Hún er enn í jafn mikl- um metum meðal fólksins, og ekki er efast um heilindi hennar. Lýsandi dæmi um það hvern- ig hún viðheldur þeirri ímynd, er hvernig hún brást við sögu- sögnum um að hún hefði faiið sig undir rúmi í byltingartil- rauninni. Hún bauð blaðamönn- um inn í svefnherbergi sitt og sýndi þeim að það væri ekki einu sinni pláss fýrir hana undir rúminu. Hún viðurkenndi að henni hefði vissulega verið brugðið, en hún væri enginn hugleysingi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.