Vikan


Vikan - 29.10.1987, Qupperneq 11

Vikan - 29.10.1987, Qupperneq 11
Guðmundur Einarsson UTLOND í Bandaríkjunum komast konur aðeins í forsetaemb- ættið með því að giftast körlum, sem liklegir eru til að vinna forsetakosningar. Eiginkona Wilsons forseta gegndi embættinu óopin- berlega í veikindum eigin- manns síns 1919-1920. Cart- er lýsti því oft að hann ræddi í FJÖTRUM HJÓNABANDS málin við Rosalynn sína og Nancy hefur augljós og mikil völd í Hvíta húsinu hjá Reag- an. Hún hefúr haft áhrif á mannaráðningar og hún er talin leggja milda áherslu á að Reagan fái sess sem sá forseti sem lagði grunn að nýjum heimsfriði. En þótt þessar konur hafi haft mikil áhrif, er ljóst að þjóðin var að kjósa eiginmenn þeirra til embættisins og án eiginmann- anna hefðu þessar konur ekki komist til valda. Robert Dole er öldungar- deildarþingmaður og keppir nú um útnefningu til forseta- framboðs fyrir Repúblikana. Konan hans heitir Elísabet og hefúr verið á kafi í pólitík í 20 ár. Síðast var hún samgönguráð- herra í stjórn Reagans og sagði því embætti lausu fyrir skömmu til að vinna að ffamboði eigin- manns síns. Efísabet Dole er vinsæl hjá bandarísku pressunni. Á undan- förnum árum hafa birst greinar og viðtöl við hana í öllum vin- sælum tímaritum vestanhafs. Harpers Bazaar kallaði hana ný- lega voldugustu konu Banda- ríkjanna. Hún er ein af 5 vinsæl- ustu ræðumönnum Repúblik- anaflokksins og fær 6000 ræðu- pantanir á ári. Greinarhöfundurinn Tom Wicker segir nýlega í New York Times að nú sé svo komið að fólk sé farið að velta henni fyrir sér sem frambjóðanda; ekki sem eiginkonu og fylgihnetti Ro- berts Dole, heldur vegna eigin verðleika. Þannig hafa komið uppá- stungur um að Robert Dole verði frambjóðandi til forseta og hún verði ffambjóðandi til varaforseta. Með því væri hjóna- veldið, sem óopinberlega hefúr ríkt í Hvíta húsinu, orðið sam- kvæmt lögum. Robert Dole seg- ir þau hjón hafa rætt þennan möguleika í gríni, en þetta komi auðvitað aldrei til greina. En setjum okkur í spor þess- arar konu. Hún er metnaðar- gjörn, vinsæl og hefur reynslu í pólitík. Hún vill ná völdum. Ef eiginmaður hennar verður frambjóðandi, er nánast óhugs- andi að hún fái líka að vera í framboði. Ef hann bíður hins vegár lægri hlut fýrir George Bush í samkeppninni um fram- boðssætið er öruggt að margir munu vilja fá hana sem varafor- seta. Hún væri góð í ffamboð með George Bush, því hún er kona og hún er ffá Suðurríkjun- um og af hvorugu þessu getur Bush státað sjálfúr. En hvernig liti það út í augum almennings ef hún færi í fram- boð með Bush, sem hefði sigrað eiginmann hennar? Það þætti íhaldssömum Ameríkönum trú- lega jafnast á við framhjáhald. Slíkt gæti aldrei orðið. Elísabet Dole verður því ekki varaforseti mannsins síns, því hún er konan hans, og hún verð- ur ekki varaforseti andstæðings- ins, því hún er giff þeim sem þá hefði tapað. Það er því hugsan- legt að sú kona, sem fyrst banda- rískra kvenna eygir raunveru- legan möguleika á því að verða kosin inn í Hvíta húsið, verði af því vegna þess að hún er giff manni sem ætlar sér það sjálfur. Ef eiginmaður Elísabetar Dole býður lægri hlut f}rrir George Bush í sam- keppninni um framboðssætið er öruggt að margir munu vilja fá hana sem varaforseta. VIKAN 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.