Vikan


Vikan - 29.10.1987, Page 15

Vikan - 29.10.1987, Page 15
RAFEINDA- NJÓSNIR ÁÍSLANDI Litli hluturinn á myndinni hér að ofan, er hlerunarbúnaður. Lítill hljóðnemi, sem getur numið öll hljóð í stóru herbergi, eða jafnvel heilu húsi. Smæðarinnar vegna, er hægt að fela þennan litla njósnara nánast hvar sem er, án þess að mikil hætta sé á að hann finnist. Þetta litla tæki, er aðeins eitt þeirra raf- eindatækja, sem notuð eru víða um heim til að njósna um persónulega óvini, keppinauta í viðskiptum og ekki síst ríkisleyndarmál þjóða. Útbúnaður sem þessi kom mikið við sögu í sumar í tengslum við hleranir Sovétmanna í bandaríska sendiráðinu í Moskvu og svefnherbergi sænska sendi- herrans þar í borg. Hljóðnemanum var haganlega komið fyrir í rúmgafli sænsku sendiherrahjón- anna, sem hlýtur að hafa verið óþægileg uppgötvun fyrir þau hjón. Almenningi finnst æði óraunveruleg sú tilhugsun, að alltaf þurfi að gæta orða sinna, þar sem oft sé í holti heyrandi nær og setja því langflestir notkun svona búnaðar aðeins í samband við skáld- sögur og stórveldanjósnir. Vikan hefur hins vegar öruggar heim- ildir fyrir því, að fyrirtæki nokkurt í Bandaríkjunum hafi nýlega selt umtals- vert magn hlerunarbúnaðar af þessu tagi til íslands!

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.