Vikan


Vikan - 29.10.1987, Blaðsíða 16

Vikan - 29.10.1987, Blaðsíða 16
Texti: Magnús Guðmundsson 30 háþróuð hlerunartæki í notkun einhvers staðar á íslandi Einstök tilviljun réði því að blaðamaður Vikunnar komst að því í Bandaríkjunum að fyrir- tækið Decor Industries í New York hafði nýlega sent 30 ein- tök af mjög næmum hlerunar- búnaði til aðila á íslandi. Fyrir- tækið neitar hins vegar alfarið að upplýsa hver móttakandinn á íslandi er. Erindi blaðamanns við Decor Industries var einfaldlega að safna fróðleiksmolum um raf- eindabúnað þann sem víða er notaður til njósna. Þegar hann kynnti sig sem íslending hélt talsmaður Decor Industries augljóslega að hinn íslenski við- mælandi hans væri á vegum þess aðila sem hafði fengið pöntun sína afgreidda viku áður. „Ert þú frá Kópavogur?" spurði talsmaðurinn. ,Ja, reyndar hef ég átt heima þar,“ svaraði blaðamaður Vik- unnar hissa. „Pöntunin er þegar afgreidd," sagði Bandaríkjamaðurinn. „Hún fór frá okkur í síðustu viku, 30 stykki eins og beðið var um,“ sagði hann. Hann virtist halda að Kópa- vogur væri einhvers konar sam- tök eða fýrirtæki og hafði nokk- ur orð um gerð og notagildi tækjanna, en þegar hann sá vandræðasvipinn á blaða- manninum áttaði hann sig á, að ekki væri allt sem skyldi og snar- þagnaði. Þrátt fyrir áleitnar spurningar harðneitaði Bandaríkjamaður- inn að segja meira um málið. Hann afsakaði sig með því að fýrirtæki hans hefði aldrei fýrr haft nein viðskipti við ísland og þess vegna hefði hann dregið þá ályktun að blaðamaður Vikunn- ar hlyti að vera í tengslum við þann aðila á íslandi sem hafði fengið hlerunarbúnaðinn send- an í gegnum pósthúsið í Kópa- vogi. „Öll okkar viðskipti eru ströng trúnaðarmál," sagði Bandaríkjamaðurinn ákveðinn og tók málið þar með af dagskrá. Hlerað í kíló- metra f jarlægð Það var ekki auðvelt að fá upplýst hvernig hlerunarbúnað- ló VIKAN Bandaríkjamenn láta sitt ekki eftir liggja þegar þeir njósna um Sovétmenn. Sovéskir sendiráðs- menn sýndu þennan múrstein á blaðamannafúndi í Washington DC í sumar. Þeir héldu því fram að bandaríska leyniþjónustan hefði komið hferunarbúnaðinum, hljóðnema og sendi, fyrir í múrsteinum sem notaðir voru til byggingar sovéska sendiráðsins í Washington. ur var sendur til íslands en Vik- unni tókst þó um síðir að fá greinargóða lýsingu á tækjabún- aðinum og notkunargildi hans með aðstoð sérfróðra manna í Bandaríkjunum. Um er að ræða örlítil en mjög öflug þráðlaus senditæki með innbyggðum hljóðnema, sem geta sent talað mál um allt að tveggja kílómetra vegalengd við bestu aðstæður. Hvert senditæki er á stærð við tíu króna pening að flatarmáli en þykktin fer eftir því hversu stórar rafhlöður eru notaðar við tækin. Þykktin getur verið um einn sentimetri þannig að auð- velt er að fela tækið næstum hvar sem er á skrifstofúm og í híbýlum fólks. Hvert tæki hefúr áfastan örmjóan loftnetsþráð, sem getur verið af ýmsum teg- undum, en langdrægnin fer verulega eftir lengd loftnetsins. Samkvæmt þeim upplýsing- um sem Vikan hefúr aflað sér er nokkuð algengt að hljóðnem- arnir séu dulbúnir með plast- kvoðu eða epoxy-efni, sem steypt er utan um þá og gjarnan látið harðna sem óregluleg klessa. Er þá afar erfitt að átta sig á að klessan geti verið háþróað- ur hlerunarbúnaður. Það er líka tæknilega mögu- legt að tryggja senditækjunum varanlega raforku með að tengja þau með straumbreyti við rafrnagn. Hlerunartækin senda hljóðið til FM-móttökutækis og er hægt að stilla senditækin á tíðnisvið sem hleypur á bilinu 40 mhz til 170 mhz. í raun er hægt að nema sendinguna á venjulegt FM-útvarpsviðtæki sem hefur tíðnisvið frá 88 mhz til 109 mhz, ef svo ólíklega vildi til að sá sem hlerar hafi stillt sendinn á einhverja af þeim rásum. Það má hins vegar gera ráð fyrir að sérstök móttökutæki séu notuð til að nema sendingar hlerunar- tækjanna. Búnaðurinn er ólöglegur Hvar eða hvort þessi háþró- uðu hlerunartæki hafa verið tek- in í notkun á íslandi vitum við ekki enn en það er hæpið að einhver, eða einhverjir, fjárfesti í svona miklu magni hlerunar- búnaðar án þess að ætla að nota hann einhvers staðar. Yfirmenn dómsmálaráðu- neytisins voru flestir erlendis þegar blaðið fór í prentun um helgina svo ekki tókst að ná sambandi við þá til að inna þá eftir lögmæti þessa búnaðar en lögfræðingur, sem Vikan ræddi Myndln sýnlr ýmsar gerðir hljóðnema með þráðlausum sendum, sem eru seldir víða um heim. Ólögulega hrúgaldið í miðjunni er öflugasta hlerunartækið, en 30 sfík voru seld til íslands nýlega. við um málið, segir hleranir ólöglegar hér á landi nema í ein- stökum undantekningartilfell- um. Er þá um að ræða símahler- anir stjórnvalda hjá meintum af- brotamönnum, sem vitað er að eiga sér stað öðru hverju. f þeim tilfellum þarf alltaf dómsúr- skurð. Einn heimildarmaður Vikunnar hjá lögreglunni fúll- yrti þó að oft væri farið nokkuð frjálslega með túlkun þeirra reglna. Símahleranir hins opinbera, sem eru alltaf framkvæmdar á símstöðvum, eru réttlættar með því að síminn er ríkiseign og er yfirvöldum heimilt í undantekn- ingartilfellum að rjúfa friðhelgi einstaklinga ef grunur leikur á að síminn sé notaður til lög- brota. Hleranir í heimahúsum af völdum utanaðkomandi aðila, hvort sem þær eru framkvæmd- ar af einstaklingum eða yfirvöld- um, eru í öllum tilfellum á lög- um um friðhelgi heimila. Sama gildir ef hlerað er hjá fýrirtækj- um eða stofnunum. Erfitt að afla upplýsinga Upplýsingar um njósnabúnað eins og nú hefúr verjð keyptur til íslands liggja svo sannarlega ekki á lausu hjá þeim aðilum sem versla með slík tæki og enn síður hjá þeim aðilum sem reikna má með að noti þau að staðaldri. Þar sem njósnir eru í eðli sínu Ieyndarmál þeirra sem þær stunda er afekaplega erfitt að fá fólk með þekkingu á þessum málum til að ræða þau. Eftir ýmsum krókaleiðum og með hjálp nokkurra aðila í Washing- ton DC tókst Vikunni þó að komast í samband við mann sem óhætt er að telja sérfræðing í þessum málum. Hann lagði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.