Vikan


Vikan - 29.10.1987, Blaðsíða 17

Vikan - 29.10.1987, Blaðsíða 17
 1 'iíiiiÉÍlji ippjji!. i*sáftæ m -Éi-;: líii ' 4' Teikningin sýnir ýmsan útbúnað í tengslum við rafeindanjósn- ir, sem hefur þróast jafhhliða annarri hátækni undanfarin ár: 1. Örbylgjuhlerun. Diskaloftnet fyrir örbylgjumóttöku geta hlerað öll gervihnattasamskipti landsins ef réttur tækjabúnaður er fýrir hendi. Eitt slíkt loftnet er á sovéska sendiráðinu í Reykjavík. 2. Aðgerðarlausir (passive) hljóðnemar. Árið 1952 fúndu Bandaríkjamenn óvenjulegan hólklaga hljóðnema í veggjum sendiráðsins í Moskvu. Nemamir innihéldu engan rafeinda- búnað en sendu þó hljóð út úr byggingunni, ef 300 MHz útvarpsbylgjum var beint að þeim utan frá sendiráðinu. 3. Leisigeislar. Þeim er m.a. hægt að beina að glugga í húsi og þannig nema þeir allar hljóðbylgjur sem Ienda á glerinu innan frá. Sérstakur búnaður getur síðan breytt endurkasti ljósbylgjunnar í hljóð. 4. Hefðbundinn. Hljóðnemar geta sent hljóð í gegnum veggi húsa. Þeir geta dregið mjög langt til móttökutækis. Þannig búnaður hefur nú verið keyptur til íslands af einhverjum óþekktum aðilum. 5. Tölvunjósnir. Allar tölvur gefa frá sér eins konar útvarps- bylgjur, sem hægt er að hlera ef réttur búnaður er fýrir hendi. Þannig er hægt að fýlgjast með öllu sem skrifað er inn á tölvuna. 6. Falskir hljóðnemar. Rafeindahlutar em steyptir inn í veggi, eins og gert var í bandaríska sendiráðinu í Moskvu. Engin leið er að vita hvort þar em virkir hljóðnemar eða bara drasl í veggjunum. Sniðugt og óforskammað sálfræðilegt herbragð. 7. Orugg herbergi. Ríkisstjómir Iáta oft byggja sérstök „ömgg“ herbergi í sendiráð sín, til að tryggja að einhver staður í sendiráðinu sé óhultur fýrir forvitnurii eymm njósnara. hins vegar mikla áherslu á að öllum öðrum einkennum á hon- um yrði haldið leyndum og verður því staðið við það hér. Þessi bandaríski sérfræðingur útilokaði nær strax að hlerunar- búnaðurinn sem keyptur var til íslands hefði verið keyptur af opinberum aðilum. „Þessi bún- aður er vissulega öflugur og ger- ir sitt gagn sem njósnatæki en opinber stjórnvöld á íslandi hefðu örugglega farið aðrar leið- ir og keypt enn háþróaðri bún- að ef þau ætluðu sér að njósna um þegnana eða sendimenn er- lendra ríkja,“ sagði hann. „Það er líklegast að þessi tæki séu ætl- uð til iðnaðarnnjósna eða njósna um keppinauta í við- skiptum,“ bætti hann við. Hin ótrúlega öra tækniþróun undanfarinna ára hefur gert raf- eindanjósnir svo háþróaðar að mörgum þykir án efa óhugnan- legt. Til að verjast njósnum af þessu tagi þarf fórnarlambið að fjárfesta í kostnaðarsömum varnarbúnaði, sem er þó langt frá að vera gallalaus, þar sem nýjar tegundir hlerunarbúnaðar eru þannig úr garði gerðar að nær ómögulegt er að finna þær. Eitt þekktasta dæmið um áhrifa- miklar hleranir eru vandræði Bandaríkjamanna í sendiráði þeirra í Moskvu. Bandaríkjamenn komust í verulegan vanda þegar þeir uppgötvuðu nýlega að nýja sendiráðsbyggingin þeirra í Moskvu er svo hlaðin hlerunar- búnaði að hún telst nær ónot- hæf sem sendiráð. Með nýrri tækni, eins konar rafbylgjugegnumlýsingu, er hægt að flnna hvers konar raf- eindabúnað sem falinn er inni í veggjum húsa. Rafbylgjurnar gefa svörun þegar þær lenda á einhverjum þeim efhishlutum sem eru nauðsynlegir í rafeinda- búnaði, kristöllum, þéttum og kísilleiðurum, svo eitthvað sé nefnt. Bandaríski sérffæðingur- itui tjáði blaðamanni Vikunnar að komið hefði í ljós að allir veggir sendiráðsins væru yfir- fúflir af fyrrnefndum efhishlut- um. Síðar kom í ljós að Sovét- menn höfðu ekki aðeins sett starfhæfan hlerunarbúnað í veggsteypuna þegar þeir byggðu sendiráðið fyrir Banda- ríkjamenn heldur stríddu þeir bandarísku leyniþjónustunni illilega með að banda alls konar efnishlutum úr rafeindabúnaði í steypuna. Þetta gerir Banda- ríkjamönnum nær ókleift að meta hvort svörunin um raf- eindabúnað í veggjunum stafar frá starfhæfum hlerunarbúnaði eða aðeins gagnslausu hráefni í slíkan. Eina ráðið sem Banda- ríkjamenn hafa til að komast að hinu sanna er að brjóta niður alla bygginguna! VIKAN 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.