Vikan - 29.10.1987, Qupperneq 22
Enn einn
skipulags-
glæpurinn
Trúlega á mörlandinn langt í land með að rækta
með sér skilning á og smekk fyrir skipulagi í um-
hverfi, samræmi hiuta og bygginga á tilteknu
svæði, samhengi við landslag og sögulega þróun
og uppbyggingu í nútíð. En þótt fákunnátta um
umgengnishætti og einfalt skipulag eða bara fyrir-
komulag hluta í þéttbýli sé áberandi, þá er hitt af-
drifaríkara, hversu mjög menn kappkosta að hunsa
alla fróðleiksleit og alla þá þekkingu sem einstakl-
ingar hafa aflað sér og sótt dýrum dómum til út-
landa. Hönnun er nýtt hugtak í íslensku og engin
heildarlína til; hér er ekkert til sem kalla mætti „ís-
lenska hönnun“, við keppumst hins vegar við að
flytja inn finnska, danska, sænska, þýska, franska
og jafnvel ítalska hönnun fyrir utan alla smekk-
leysu og stílleysu víða að, svo sem frá Bandaríkj-
unum.
Reykjavík er í heild æpandi
dæmi um tilfinningaleysi og
vankunnáttu þegar hönnun er
annars vegar. Þá áratugi sem
borgin heflir verið að byggjast —
eða réttar sagt: Þá áratugi sem
byggingameistarar hafa klesst
úthverfi utan á úthverfi í losara-
menningV
legu miði út frá gamla kjarnan-
um í Kvosinni, hefur öll skipu-
lagsvinna verið eins og til bráða-
birgða, engin áætlun gerð sem
þurft hefur að standa lengur en
til næsta árs; eða svo. Vitanlega
hafa ýmsir tilburðir verið uppi
um skipulag og hönnun. Það
hafa jafhvel verið settar á lagg-
irnar sérstakar skipulagsstofur
og haldið úti nefndum í þeim
22 VIKAN
tilgangi að draga upp heildarlín-
ur, en trúlega hafa öll þannig
apparöt komið of seint til sög-
unnar og verið valdalaus þegar á
átti að herða: Skipulagsmálin
hafa síðast lent í krumlum póli-
trukka, einhverra fákunnandi úr
pólitíkinni sem fyrst og síðast
eru á valdi flokksins og hags-
munaaðilanna sem græða á
steinsteypu ellegar staðsetn-
ingu. Og vita ekki gramm um
fagurffæði, stíl, samræmi, sögu-
lega þróun eða svo einfalda
hluti sem umferðaröryggi.
Þróun skipulagsmála í Reykja-
vík á þessari öld virðist um
margt eitt samfellt slys — sama
hvort litið er á heildarsvip eða
einstakar byggingar.
„Nýi miðbærinn", sem svo
hefur verið nefndur, virðist ætla
Nú á að klessa steinsteypumonstri ofan í Borgarleikhúsið, svo
heildarsvipur þess eyðileggst. (Mynd: m.hj.)
að verða dæmi um vanhæfhi
okkar hér um slóðir til að skipu-
leggja okkar byggingarmál.
Kringlumýrin er ekki ýkja víð-
áttumikill reitur. Þar rúmast
ekki svo óskaplega margar
blokkir eða verslanahallir. Og
svæðið er reyndar svo afmarkað
ffá náttúrunnar hendi, að menn
hljóta frá upphafi að hafa haff
yfir það góða yfirsýn. En strax
blasa við árekstrar í skipulagi.
í mýrinni miðri hafa menn
yfirbyggt fjölbúðatorg, bráð-
nauðsynlegt fyrirbæri á okkar
breiddargráðum, og raunar
skrítið að við skulum ekki fýrr
og af meiri stórhug hafa byggt
yfir okkar verslanahverfi. En
þessi kramvöruklasi er keyrður
ofaní óskilda byggð og hefur
þegar búið til umferðarkaos:
íbúðablokkirnar hljóta að vera
orðnar verðlausar, því það hlýt-
ur að vera illþolandi ónæði af
allri umferð þarna í gegn. Og
þær menningarstofhanir sem
settar voru í Kringlumýri eru nú
þegar að verða hornreka.
Hvers á Borgarleik-
húsið að gjalda?
Borgarleikhúsið er ein fárra
„monumental“-bygginga í
Reykjavík. Leikhúsið var hannað
af ffamsýni og stórhug, sem
sjaldgæfur er þegar íslensk
byggingamál eru annars vegar.
Og raunar furðulegt með svo
stórt hús, að það kostar ekki
nema hluta af þeirri upphæð
sem flugstöðin á Keflavíkurflug-
velli fór fram úr áætluðum bygg-