Vikan - 29.10.1987, Qupperneq 23
\
ingarkostnaði. Leikhúsið er
óvenjulegt að ytra útliti — gefiir
aðkomumanni hugmynd um að
þar innandyra sé trúlega sá
ævintýraheimur sem í leikhúsi á
að vera. Og bygging eins og
leikhús laðar væntanlega að sér
mannfjölda dag eftir dag, ár eftir
ár. Sá mannfjöldi þarf svigrúm,
torg framan við húsið og að-
stöðu til að fara kringum bygg-
inguna — leikhúsið á að standa á
grónu, skipulögðu svæði þar
sem það nýtur sín. Því á ekki að
klessa niður á milli annarra,
óskildra húsa eins og gert var
við Þjóðleikhúsið.
Eins og kannski sést á með-
fylgjandi ljósmynd er verið að
fremja skipulagsglæp í Kringlu-
mýrinni. Við endann á Hag-
kaupshúsinu er kominn grunn-
ur að stórhýsi, venjulegu
steypu- og stálmonstri sem nær
firá verslanahúsinu yfir að Borg-
arleikhúsi og mun ekki miklu
muna að hægt verði að smeygja
sér á milli húsanna þegar óhæf-
an verður orðin að veruleika.
Að rífa steinhús
í skipulagsmálum hefur okkur
orðið það hendi næst undanfar-
ið að rífa gömul timburhús og
reisa á grunni þeirra byggingar,
búnar til úr sementi og fjöru-
sandi. Steinsteypt hús eru trú-
lega svo ódýr lausn sem verða
má í byggingarmálum hér á
landi. Og þess vegna undarlegt
að við skulum nánast hafa átrún-
að á steinhúsum, en forakta
timburhús og helst rífa þau,
verði þau á vegi okkar. Þessu á
vitanlega að vera öfugt farið. Við
eigum að kappkosta að skoða
hin fágætu timburhús með það
fyrir augum að varðveita þau, en
sérhvert steinhús af eldra mó-
deli á að líta grunsemdaraugum.
Og brjótast til grunna, telji
menn endurnýjunar þörf. Ætli
það hefði ekki orðið okkur til
sóma, hefðum við til dæmis rifið
gamla Vesturver (þar sem
Mogginn er), en leyft Fjalakett-
inum að standa?
Arkitektaskóli
Trúlega verða íslensk yflrvöld
seint frædd um umhverfismál
með því einu að benda þeim á
syndir forfeðranna. Það er eins
og það liggi í hinu tækifærissinn-
aða eðli stjórnmálamannsins að
skilja aðeins eitt í dag og svo
annað á morgun. Hér þarf vitan-
lega að koma á fót hönnunar-
skóla, akademíu fyrir arkitekta
framtíðarinnar, hefja markvissa
athugun á íslensku borgar- og
þorpsumhverfi í þeim tilgangi
meðal annars að venja okkur við
að taka tillit til umhverfis okkar
og þar með hvers annars. — GG.
T T ugmyndaflugi sumra
JL JL manna eru engin tak-
mörk sett. Og heldur engin
takmörk fýrir því sem fólki
dettur í hug að taka sér fyrir
hendur í sjálfboðavinnu.
Ragnar Thorseth, norskur
ævintýramaður, sigldi einu
sinni kringum jörðina á vík-
ingaskipi. Nú ætlar hann að
hafa vetursetu í 58 feta langri
skútu vestan við Svalbarða.
Þar eru einmitt uppáhalds
„beitilönd" hvítabjarna.
Þarna ætlar hann að húka
fjarri öllu sólskini og grannar
hans verða aðeins refir, birn-
ir og selir. Reyndar verður
Ragnar ekki einn, því fjöl-
skylda hans hefur látið til-
leiðast að dúsa þarna með
honum í vetur.
Konan hans heitir Kari,
synirnir Njáll og Eiríkur, 12
og 14 ára. Og til að skóla-
ganga strákanna fari ekki í
steik verður fjölskyldan með
telefax-samband við sið-
menninguna.
Telefax?
Var Friðþjófur Nansen
með soddannoget?
jölfestufélagið hefur
XV áreiðanlegar heimildir
fyrir því að Pavarotti, heims-
söngvari allra heimssöngvara
(fyrirgefðu, Kristján!), hafi
lést um 37 kíló. Reyndar
koma þessar upplýsingar úr
Corriera della Sera, sem er
dagblað gefið út í Mílanó.
Og í Mílanó er La Scala, óper-
an góða. (Þetta vissum við,
Kristján!)
Lf ins og allir vita eru
JLj störflögreglunnar erfið
og krefjandi. Og margur
lögginn sligast undir þessu. í
Japan er víst óskapelga erfitt
að vera lögga, enda eru lög-
regluþjónar í því vísa landi
þekktir fyrir fullyndi og ljótt
orðbragð.
Hideo Ymada, lögreglu-
foringi í Tókíó, hefur nú
íþyngt sínum mönnum enn
frekar með því að skipa þeim
að verða kurteisir þegar í
stað og hætta að bölva og
ragna og hreyta ónotum í
borgarana.
Nýlega var gerð könnun í
Japan og kom þá firam að
fólki var yfirleitt illa við lögg-
una og taldi löggumenn
ókurteisa rudda.
Það er víst eitthvað annað
hér á landi, ekki satt?
i
VIKAN 23