Vikan


Vikan - 29.10.1987, Page 24

Vikan - 29.10.1987, Page 24
KRATAR: Danska Alþýðublaðið fær séns Dagblaðið Aktuelt, sem er eins konar viðhafnarútgáfa af Alþýðublaðinu, fær nú enn eitt tækifæri til að spjara sig í hinni hörðu baráttu um dagblaðalesendur í Dana- veldi. Aktuelt, sem hefur barist t bökkum undanfarin ár, eins og flest önnur kratablöð á Norður- löndum, hefur mátt lifa tímana tvenna í orðsins fyllstu merk- ingu. í fyrra fékk blaðið mikla andlitslyftingu, þegar danska Al- þýðusambandið, sem er eigandi blaðsins, skipti um ritstjórn og réð nokkra velmetna frétta- hauka frá danska sjónvarpinu til að rífa blaðið upp. Samfara því, fengu nýju stjórnendurnir næst- um ótakmarkað fjármagn úr sjóðum danskra launþega, til að bjóða háar upphæðir í aðra stjörnublaðamenn frá dönskum fjölmiðlum til að bæta efni blaðsins, sem þótti æði einhæft og litlaust. Nýju stjórnendur blaðsins, breyttu nafni þess í Det fri Akt- uelt, eða Hið frjálsa Aktuelt, sem átti að undirstrika að blaðinu væri nú frjást að taka á málum á hvern þann hátt sem ristjórarnir töldu réttastan. Nafnbreytingin mæltist hins vegar misjafnlega fýrir meðal danskra sósíaldemókrata, þar sem margir þeirra töldu að ffels- ið ætti ekki að ná til allra þátta þjóðfélagsskrifa, sem þýddi í raun, að ekki mátti skrifa nei- kvætt eða gagnrýnandi um Krata. Nafhbreytingin hefúr ekki slegið í gegn meðal danskra blaðalesenda, sem kalla blaðið aldrei annað en Aktuelt og kæra sig kollótta um frelsisnafhið. Lesendur hafa þó kunnað vel að meta stórbætta blaðamennsku Det fri Aktuelt og upplag blaðs- ins hefur aukist verulega eftir breytingarnar. í síðustu viku tilkynnti danska Alþýðusambandið, sem virðist hafa allþokkaleg fjárráð, að Det fri Aktuelt fengi nýja stórfjár- veitingu upp á 267 milljónir danskra króna til að koma endanlega undir sig fótunum. Það svarar til nær eins og hálfs milljarðs íslenskra króna. Þessa peninga á blaðið að fá á næstu fjórum árum til að tryggja að reksturinn gangi, en að þeim tíma loknum á Det fri Aktuelt að geta spjarað sig hjálparlaust, samkvæmt útreikningum eig- endanna. Formaður danska Alþýðu- sambandsins, Finn Thorgrims- sonvsegir að um sé að ræða „gagnkvæma skuldbindingu", þar sem Alþýðusambandið skuldbindur sig til að láta fé af hendi, á meðan skuldbindingar blaðsins eru dálítð óljósari. Þær felast í því, að Det fri Aktuelt skuldbindur sig til að leggja sig fram við að auka sölu á blaðinu og fá stærri skerf af auglýsinga- markaðnum. Magnús Guðmundsson DANMÖRK: Samkvæmt danska dag- blaðinu Information er lögreglan þar í landi að gera tilraunir með ný skot- færi sem gerir skammbyss- ur lögregluþjóna að mun öflugri vopnum en nú er. Gerð þeirra þykir svipa nokkuð til svokallaðra dum- dum kúlna sem eru bannaðar samkvæmt Genfarsáttmálan- um. Þessi nýja gerð skotfæra kallast THV, sem stendur fyrir Terrible High Velocity, eða skelfllega mikill hraði. Kúlurn- ar eru úr látúni og holar að innan. Holrúmið er fyllt með sprengiefni. Vegna hins aukna púðurs og minni þyngdar mið- að við venjulegar blýkúlur fara þessar nýju kúlur mun hraðar yfir en þær hefðbundnu úr blýi. Aftur á móti eru þær mun fljótari að stöðvast. Skotfærin hafa verið reynd á grísum á æflngasvæðum hers- ins og að sögn læknis sem fylgdist með, er gatið þar sem kúlan fer inn í líkamann frekar lítið, en vefirnir fyrir innan eru tættir í kjötfars þegar kúlan hægir snögglega á sér. Þannig myndi maður sem yrði með venjulegu skoti særður á fótlegg, eða jafnvel skotinn í lunga, og hefði góðar líkur á að vera bjargað, ekki eiga sér lífs von ef hann væri skotinn með hinum nýju vopnum. NOREGUR/ÍSRAEL: Þungavatn Norska utanrikisráðuneytið hefur nú ákveðið að kom- ast að hvað varð um þungt vatn, sem Norðmenn seldu til ísraels fyrir 30 árum, en fréttir um að norska þunga- vatnið hafi gert ísraelum kleift að framleiða kjarna- vopn hafa valdið norskum yfirvöldum áhyggjum. Þungavatn er nauðsynlegt í sumum gerðum kjarna- kljúfa til að tryggja að kjarna- klofhingurinn gangi rétt fyrir sig. Talsmaður norska utanrík- isráðuneytisins segir að utan- ríkisráðherrann Thorvald Stoltenberg muni ætla að halda áfram viðræðum við ísraelsmenn um að Norð- menn stjórni notkun þunga- vatnsins í ísrael. ísraelsmenn vísuðu hins vegar á bug fyrr í þessum mánuði kröfu Norðmanna um að Alþjóðlega kjarnorku- málastofhunin (IAEA) fengi rétt til að kanna meðferð þeirra 230 tonna þungavatns sem Norðmenn sendu til ís- rael árið 1959 og viðbótar upp á eitt tonn, sem ísraels- menn fengu svo seint sem 1970. Bandarískur vísindamaður, Gary Milhollin við Wiscon- sin háskóla, heldur því ffarn að ísraelar hafi fengið nær allt sitt þungavatn frá Noregi, fýrir utan fjögur tonn sem þeir fengu frá Bandaríkjun- um 1963. Til að geta fram- leitt kjarnorkuvopn þurftu ísraelar minnst 18 tonn þungavatns, segir Milhollin. Krafan um rannsókn á af- drifum þungavatnsins kemur í framhaldi af uppljóstrun- um ísraelska kjarneðlisfræð- ingsins Mordechai Vanunu í fýrra, í viðtali við breska blaðið Sunday Times um að ísraelsmenn hafi framleitt kjarnavopn í tengslum við Dimona kjarnakljúfinn í Negev eyðimörkinni. Geta eytt öllum Miðausturlöndum Sérfræðingar sem hafa skil- greint upplýsingar Vananus telja að Israelar hafi getað framleitt á bilinu 100 til 200 kjarnorkusprengjur síðan framleiðsla þeirra á kjarna- vopnum telst hafa hafist. Bandaríska leyniþjónustan CIA telur að ísraelsmenn hafi byrjað kjarnorkuffamleiðslu fljótlega effir sexdagastríðið fræga, eða þegar á árinu 1968. Bandaríska blaðið New York Times hélt því ffam í desember 1960, árið eftir að ísraelsmenn fengu fyrsta þungavatnið ffá Noregi, að þeir myndu geta ffamleitt kjarnavopn eftir um það bil fimm ár. Norðmenn hafa ekki, utan einu sinni, kannað afdrif þungavatnsins. Það var árið 1961, þegar formaðurinn fyr- ir kjarnorkumálastofnun norska ríkisins, Jens Chr. Hauge, fór til ísraels og kann- aði aðstæður. Þetta var hins vegar tveimur árum áður en Dimona kjarnakljúfúrinn var tilbúinn til notkunar. „Þungavatnið var í geymslu og ekkert benti til að það yrði notað til annars en samningurinn hljóðaði upp á, þ.e. til friðsamlegrar orku- framleiðslu," sagði í skýrslu Hauge til norskra yfirvalda. Málið er mjög óþægilegt fýrir norsku stjórnina, sem hefur um tvo kosti að velja og hvorugan góðan. Norð- menn geta kosið að leggja trúnað á yfirlýsingar Isra- elsmanna um að þungavatnið notist einungis til friðsam- legra þarfa eða krefjast norskrar rannsóknar á Dio- mona kjarnakljúfnumm, sem þeir geta gert í samræmi við samninginn ffá 1959. Sam- kvæmt samningnum geta Norðmenn krafist að þunga- vatninu sé skilað ef það er ekki notað í samræmi við ákvæði samningsins. MG Sérfræðingar telja að ísraelsmenn eigi nú 100-200 kjarnasprengjur til að ógna nágrönnum sínum fýrir botni Miðjarðarhafs. 24 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.