Vikan


Vikan - 29.10.1987, Síða 26

Vikan - 29.10.1987, Síða 26
Þaö er óþægileg staðreynd, aö þegar þú þurkar af og sópar gólf þyrlar þú upp mörgum milljónum af agnar- litlum pöddum. Rykmourarí m9ljónotali áhemilum - en skaölausir öllum nema þeim sem hafa ofnæmi fyrir þeim Þetta eru agnarsmá kvikindi, en geta verið í miiyónavís á venjulegum heimilum. Fæstum gera þeir nokkurt mein, en hjá þeim sem eru með ofnæmi í efri öndunarfærum geta þeir verið einn af ofnæmis- völdunum. Án efa eru margir með þannig ofhæmi án þess að gera sér grein fyrir því, enda ekki á færi annarra en lækna að skera þar úr um. Sjálfa hefur mig nokkuð lengi grunað að þetta gæti verið það sem mig hrjáir þegar á mig herja hnerraköst sem standa yfir LJÓSM.: PÁLL KJARTANSSON í heilan dag og getur þá verið um að ræða 100 hnerra, að meðaltali, ásamt nefrennsli og öðrum kvefeinkennum, en skrít- ið kvef það því venjulega hverf- ur það á einum eða tveim dögum. Ég er nú ekki enn búin að láta lækni athuga þetta en komst um daginn yfir mjög góða grein um ofnæmi í Frétta- blaði SAO, Samtökum gegn astma og ofnæmi, eftir Pál M. Stefánsson lækni og las síðan aðra grein um sama efhi í sept- emberhefti bandaríska blaðsins Redbook. Lestur greinanna læknaði auðvitað ekki ofhæmið, ef það er það sem að mér er, en þær gefa góða innsýn í þennan sjúk- dóm og þar að auki eru þar ráð- leggingar um það hvað hægt er að gera til að minnka líkurnar á ofhæmisköstum — og er þar aðalatriðið að fjarlægja ofnæm- isvaldana úr umhverfinu. Fyrir lesendur Vikunnar sem áhuga hafa á að vita meira um ryk- maurinn og fleiri ofnæmisvalda er hér stutt samantekt úr grein- unum tveim. Kveflíki Ryk og rykmaurinn umræddi eru í hópi þess sem helst veldur ofhæmi í öndunarfærunum, en auk þessa eru ffjó, pelsdýr og myglugró ofhæmisvaldar. Flestir sem anda þessu að sér finna ekk- ert fyrir því. Ónæmiskerfi lík- ama þeirra lítur þannig á að þessir hlutir séu líkamanum skaðlausir og bregst við þeim í samræmi við það, en þegar fólk með ofhæmissjúkdóma andar þessum efnum að sér þá bregst

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.