Vikan


Vikan - 29.10.1987, Síða 30

Vikan - 29.10.1987, Síða 30
. . . hin gamla speki um aö gamalt fólk þurfi á sem mestri hvíld aö halda er þar meö röng. Dæmi um þetta eru rannsóknir, sem gerðar voru á vöðvastarfsemi. Heppllegur lifnaður Rannsóknirnar leiddu í ljós að lífsmynstur og umhverfi manna hafa enn meiri áhrif á öldrun en áður var talið. Með reglubund- inni þjálfun er til dæmis hægt að viðhalda vöðvastyrk og hamla gegn minnkandi getu til súrefh- isupptöku. Það er líka öruggt að heppilegt umhverfi á uppvaxt- arárunum skilar sér í meiri heilagetu, meira líkamlegu álagsþoli, betri beinagrind og svona mætti lengi telja. Þeir sem hafa verið svo lánsamir að alast upp í heilsusamlegu umhverfi standa þar með mun betur þeg- ar aldurinn tekur að færast yfir. Með óheppilegum lifnaði er aftur á móti hægt að flýta veru- lega fyrir öldrun líkamans. Þeir sem verða verst úti eru áfengis- misnotendur og reykingafólk. Um sjötugt er beinagrind reyk- ingamanna verr farin en þeirra sem reykja ekki. Karl eða kona Konan hefur ffá unglingsár- unum minni beinagrind miðað við líkamsþyngd en karlmaður- inn. Þar sem hún hefur minna í byrjun hefur hún ekki jafn mik- ið til að taka af og reykingar hafa að jafnaði verri áhrif á konur en karla þegar líða tekur á ævina. Lungun og vöðvarnir eru líka sjötugu fólki kannaður og svo loks þriðji hópurinn árið 1981. Með þessu móti voru vísinda- mennirnir komnir með nokkuð stórt úrtak af fólki yfir sjötugu á þremur stigum öldrunar. f fyrsta lagi átti að rannsaka hvern hóp innbyrðis, en einnig átti að at- huga hvort einhver hugsanleg breyting yrði á milli hópanna. Höfuðtilgangur rannsókn- anna er að auka vitneskjuna um hvernig öldrun fer ffam hjá fólki yfir sjötugt og hversu hratt maður eldist. Niðurstöður rann- sóknanna eru í nokkurri ands- töðu við almennt viðhorf til öldrunar, þar sem litið er á el- liárin sem langa og miskunnar- lausa brekku niður á við, þar sem lífið fjarar út án þess að maður geti nokkru þar um ráðið. f raun er öldrunin mjög einstaklingsbundin og einstök líffæri eldast mismunandi hratt. Einnig virðist vera hægt að hafa meiri áhrif á öldrunina en áður var talið. Fjögur stlg Fyrir flesta líkamsstarfsemi sem er mælanleg eru fjögur stig (sjá mynd). Fyrsta stigið er vaxtar- og þroskastig. Hjá nokkrum líffærum er þetta stig stutt og öldrunin hefur fljótt áhrif á þau. Þetta á til dæmis við um sjáaldur augans, en teygjan- leiki þess minnkar þegar á kyn- þroskaskeiðinu. Annað dæmi er getan til að vinna súreftii, en hún virðist ná hámarki fljótlega eftir kynþroskaaldurinn og fer minnkandi effir það. En flest líkamsstarfsemi fer í gegnum fleiri stig. Eftir vaxtar- stigið kemur stig þar sem getan helst óbreytt en getur í einstaka tilfellum jafhvel aukist. ,Undir þetta falla meðal annars vöðva- og heilastarfsemi. Heilastarfs- emin er óbreytt og jafhvel eykst upp að 70—75 ára aldri hjá heil- brigðum einstaklingi. Það er enn ekki vitað hversu Iengi geta heilans eykst, en þess er vænst að þessar rannsóknir kunni að varpa Ijósi á það. Þriðja stigið er svo hæg breyt- ing niður á við þar sem starf- semin minnkar um 1% á ári. Þessi hæga rýrnun á við um flest líffæri og nær frá miðjum aldri að áttræðu. Fjórða og síðasta stigið er ört hrakandi heilsa. Því stigi nær fólk yfirleitt ekki fyrr en eftir áttrætt. Þá er mjög algengt að einstaklingur sem hefur verið við fulla heilsu ffarn að því lúti fyrir elli kerlingu. Heyrnin, sjónin, jafnvægið og vöðvastyrk- urinn geta öil breyst mjög skyndilega til hins verra. Á þess- um aldri er líka mjög hætt við truflunum á hjartsláttatíðninni. Rannsóknirnar hafa meðal annars leitt í ljós að það þarf ekki að vera nein bein ástæða fýrir dauða, eins og til dæmis veikindi. Gamalt fólk getur ein- faldlega dáið vegna þess að eitt eða fleiri líffæri eru orðin of gömul. 30 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.