Vikan


Vikan - 29.10.1987, Page 31

Vikan - 29.10.1987, Page 31
veikari fyrir hjá konum þannig að þeim er frekar hætt við sjúk- dómum sem reykingar leiða af sér. Ekki kom á óvart að mörg líf- færi sem veikjast við reykingar yoru einnig illa á sig komin hjá þeim sem höfðu ofrieytt áfengis. Ekki vildu sérffæðingarnir samt ganga svo langt að halda því ffam að hófdrykkja hefði skað- leg áhrif í för með sér, en slógu því föstu að engum væri hollt að drekka á hverjum degi. Hreyfing er holl Rannsóknirnar hafa sýnt að ffumur, líffæri og einstaklingur- Engin manneskja hefur sannanlega lifaö lengur en 115 ár. Bollaleggingar eru um aö sennileg efri mörk séu 120 til 125 ár. inn í heild hafa gott af því að vera í notkun að minnsta kosti ffam að áttræðu. Hin gamla speki um að gamalt fólk þurfi á sem mestri hvíld að halda er þar með röng. Dæmi um þetta eru rannsóknir sem voru gerðar á vöðvastarfsemi. Við hæfilega lík- amlega áreynslu jókst vöðva- styrkurinn. í vöðvunum eru bæði vefir sem vinna hratt og vefir sem vinna hægt. Áður var talið að vefirnir sem vinna byrji að eldast mun fyrr en hinir hæg- virku, en svo er ekki. Það er ekki fyrr en eftir sextugt sem öldrun- ar fer að gæta og með þjálfun er jafnvel hægt að viðhalda við- bragðssnerpu vöðva. Samanburður á hópunum þremur sem notaðir voru í rannsókninni leiddi í ljós að heilsufar gamals fólks fer batn- andi með hverju ári. Hópurinn sem varð sjötugur 1981 var al- mennt mun betur á sig kominn en fyrsti hópurinn var 1971 þegar meðlimirnir í honum urðu sjötugir. Þessar niðurstöð- ur komu á óvart vegna þess að mun fleiri sjúklingar náðu sjö- tugu en verið hafði 10 árum fyrr vegna bættrar tækni í lækning- um. Þrátt fyrir að þessir sjúkl- ingar væru mun fleiri í seinni hópnum kom hann betur út í heild og sýnir það ótvírætt að heilsufar gamals fólks fer batn- andi. 125 ára? Hversu háaum aldri má þá einstaklingur sem lifir heilsu- samlegu Iífi og hefúr góða erfða- eiginleika reikna með að ná? Engin manneskja hefúr sannan- lega lifað lengur en 115 ár. En enginn veit heldur fyrir víst hver hámarks líffræðileg lífs- lengd er. Bollaleggingar eru um að sennileg efri mörk séu 120- 125 ár. Áratugum saman lifðu Svíar lengur en nokkur önnur þjóð. Það var ekki fyrr en á síðasta áratug að norskar og íslenskar konur komust upp fýrir þær sænsku í meðalævilengd. Nýj- ustu tölur sýna að Japanir og ís- lendingar eru þær þjóðir sem lifa lengst í dag. Fræðimenn hafa mikið velt fýrir sér hvers vegna þessar þjóðir ná svo háum aldri sem raun ber vitni. Rannsóknir á japönskum innflytjendum í Bandaríkjunum hafa leitt í ljós að þeir lifa ekki lengur en meðal Bandaríkjamaður. Þetta virðist útiloka að þeir hafi einhverja sérstaka erfðaeiginleika sem or- saki þessa miklu lífslengd. Þau þrjú atriði sem virðast vera af- gerandi eru: Hlutfallslega fáerri Japanir deyja úr krabbameini, ferri deyja úr æðakölkun í blóð- vegi hjartans og heimilin saman- standa oftar af fleiri kynslóðum en á Vesturlöndum. Á íslandi er langlífi talið tengjast m.a. fisk- neyslu, sem er hér, eins og í Japan, mun meiri en almennt gerist á Vesturlöndum. í Svíþjóð er missir á maka mikill valdur á hættu á sjúkdómum og dauða hjá gömlu fólki en missirinn er kannski léttbærari ef eftirlifandi makinn býr með börnum og barnabörnum eins og tíðkast í Japan. Aukaárkonunnar Rannsóknin í Gautaborg undirstrikar enn einu sinni að læknisfræðilega séð er kvenkyn- ið sterkara. í byrjun aldarinnar var munurinn á meðalævilengd kynjanna u.þ.b. þrjú ár. Munur- inn var svipaður í kringum 1950. Síðan þá hefúr eitthvað gerst sem hefúr valdið tvöföld- un á þessum mun upp í rúm sex ár. Það er ekki hægt að segja annað um þetta en að konan hafi trúlega sterkari líffræðilegar líkur á því að ná hærri aldri, en munurinn er óeðlilega hár. í raun ætti hann ekki að vera nema tvö til þrjú ár. Því hefúr oft verið haldið fram að barneign slíti konunum út, en niðurstöðurnar úr Gauta- borgarrannsókninni benda í þveröfúga átt. Vissulega voru ýmsir sjúkdómar algengari með- al kvenna sem höfðu átt börn, en í heild voru þær ernari en þær barnlausu. Sá sem heldur að svo til allt eldra fólk eigi við heilsuvanda- mál að stríða hefur rangt fyrir sér. Að minnsta kosti 30-40% af sjötugu fólki eru fullkomlega frísk. Við 79 ára aldur er þetta hlutfall komið niður í 20%. Af hinum eru flestir hrjáðir af væg- um sjúkdómseinkennum. Við sjötugt eru aðeins 5% verulega veikir þannig að þeir séu á stofnunum eða hjálparþurfi við að þrífa sig. Samsvarandi hlutfall 75 ára er 10% en 20% þegar aldurinn er orðinn 79 ár. Rann- sóknirnar hafa sýnt að það er fýrst eftir áttrætt sem aldurinn fer virkilega að hafa áhrif á heilsu fólks. Þeir sem vilja skipta eldra fólki niður eftir aldri ættu þess vegna að miða við áttrætt, en þar virðast þessi miklu skil vera á heilsufari fólks. Alvar Svanborg / Forskning och Framsteg. (Endurs. AE.) VIKAN 31

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.