Vikan


Vikan - 29.10.1987, Qupperneq 31

Vikan - 29.10.1987, Qupperneq 31
veikari fyrir hjá konum þannig að þeim er frekar hætt við sjúk- dómum sem reykingar leiða af sér. Ekki kom á óvart að mörg líf- færi sem veikjast við reykingar yoru einnig illa á sig komin hjá þeim sem höfðu ofrieytt áfengis. Ekki vildu sérffæðingarnir samt ganga svo langt að halda því ffam að hófdrykkja hefði skað- leg áhrif í för með sér, en slógu því föstu að engum væri hollt að drekka á hverjum degi. Hreyfing er holl Rannsóknirnar hafa sýnt að ffumur, líffæri og einstaklingur- Engin manneskja hefur sannanlega lifaö lengur en 115 ár. Bollaleggingar eru um aö sennileg efri mörk séu 120 til 125 ár. inn í heild hafa gott af því að vera í notkun að minnsta kosti ffam að áttræðu. Hin gamla speki um að gamalt fólk þurfi á sem mestri hvíld að halda er þar með röng. Dæmi um þetta eru rannsóknir sem voru gerðar á vöðvastarfsemi. Við hæfilega lík- amlega áreynslu jókst vöðva- styrkurinn. í vöðvunum eru bæði vefir sem vinna hratt og vefir sem vinna hægt. Áður var talið að vefirnir sem vinna byrji að eldast mun fyrr en hinir hæg- virku, en svo er ekki. Það er ekki fyrr en eftir sextugt sem öldrun- ar fer að gæta og með þjálfun er jafnvel hægt að viðhalda við- bragðssnerpu vöðva. Samanburður á hópunum þremur sem notaðir voru í rannsókninni leiddi í ljós að heilsufar gamals fólks fer batn- andi með hverju ári. Hópurinn sem varð sjötugur 1981 var al- mennt mun betur á sig kominn en fyrsti hópurinn var 1971 þegar meðlimirnir í honum urðu sjötugir. Þessar niðurstöð- ur komu á óvart vegna þess að mun fleiri sjúklingar náðu sjö- tugu en verið hafði 10 árum fyrr vegna bættrar tækni í lækning- um. Þrátt fyrir að þessir sjúkl- ingar væru mun fleiri í seinni hópnum kom hann betur út í heild og sýnir það ótvírætt að heilsufar gamals fólks fer batn- andi. 125 ára? Hversu háaum aldri má þá einstaklingur sem lifir heilsu- samlegu Iífi og hefúr góða erfða- eiginleika reikna með að ná? Engin manneskja hefúr sannan- lega lifað lengur en 115 ár. En enginn veit heldur fyrir víst hver hámarks líffræðileg lífs- lengd er. Bollaleggingar eru um að sennileg efri mörk séu 120- 125 ár. Áratugum saman lifðu Svíar lengur en nokkur önnur þjóð. Það var ekki fyrr en á síðasta áratug að norskar og íslenskar konur komust upp fýrir þær sænsku í meðalævilengd. Nýj- ustu tölur sýna að Japanir og ís- lendingar eru þær þjóðir sem lifa lengst í dag. Fræðimenn hafa mikið velt fýrir sér hvers vegna þessar þjóðir ná svo háum aldri sem raun ber vitni. Rannsóknir á japönskum innflytjendum í Bandaríkjunum hafa leitt í ljós að þeir lifa ekki lengur en meðal Bandaríkjamaður. Þetta virðist útiloka að þeir hafi einhverja sérstaka erfðaeiginleika sem or- saki þessa miklu lífslengd. Þau þrjú atriði sem virðast vera af- gerandi eru: Hlutfallslega fáerri Japanir deyja úr krabbameini, ferri deyja úr æðakölkun í blóð- vegi hjartans og heimilin saman- standa oftar af fleiri kynslóðum en á Vesturlöndum. Á íslandi er langlífi talið tengjast m.a. fisk- neyslu, sem er hér, eins og í Japan, mun meiri en almennt gerist á Vesturlöndum. í Svíþjóð er missir á maka mikill valdur á hættu á sjúkdómum og dauða hjá gömlu fólki en missirinn er kannski léttbærari ef eftirlifandi makinn býr með börnum og barnabörnum eins og tíðkast í Japan. Aukaárkonunnar Rannsóknin í Gautaborg undirstrikar enn einu sinni að læknisfræðilega séð er kvenkyn- ið sterkara. í byrjun aldarinnar var munurinn á meðalævilengd kynjanna u.þ.b. þrjú ár. Munur- inn var svipaður í kringum 1950. Síðan þá hefúr eitthvað gerst sem hefúr valdið tvöföld- un á þessum mun upp í rúm sex ár. Það er ekki hægt að segja annað um þetta en að konan hafi trúlega sterkari líffræðilegar líkur á því að ná hærri aldri, en munurinn er óeðlilega hár. í raun ætti hann ekki að vera nema tvö til þrjú ár. Því hefúr oft verið haldið fram að barneign slíti konunum út, en niðurstöðurnar úr Gauta- borgarrannsókninni benda í þveröfúga átt. Vissulega voru ýmsir sjúkdómar algengari með- al kvenna sem höfðu átt börn, en í heild voru þær ernari en þær barnlausu. Sá sem heldur að svo til allt eldra fólk eigi við heilsuvanda- mál að stríða hefur rangt fyrir sér. Að minnsta kosti 30-40% af sjötugu fólki eru fullkomlega frísk. Við 79 ára aldur er þetta hlutfall komið niður í 20%. Af hinum eru flestir hrjáðir af væg- um sjúkdómseinkennum. Við sjötugt eru aðeins 5% verulega veikir þannig að þeir séu á stofnunum eða hjálparþurfi við að þrífa sig. Samsvarandi hlutfall 75 ára er 10% en 20% þegar aldurinn er orðinn 79 ár. Rann- sóknirnar hafa sýnt að það er fýrst eftir áttrætt sem aldurinn fer virkilega að hafa áhrif á heilsu fólks. Þeir sem vilja skipta eldra fólki niður eftir aldri ættu þess vegna að miða við áttrætt, en þar virðast þessi miklu skil vera á heilsufari fólks. Alvar Svanborg / Forskning och Framsteg. (Endurs. AE.) VIKAN 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.