Vikan


Vikan - 29.10.1987, Side 33

Vikan - 29.10.1987, Side 33
vinnu þessara innréttinga. Tryggð var haldið við forsögu hússins og nafnið og innviðir minna um flest á skip og báta. í uppistöður eru notaðar bóma, mastur eða rá af eldgömlum skipum og á þeim eru skildir þar sem á er grafið af hvaða skipi viðkomandi hluti var tekinn. Básarnir í matsal bera allir nafn frægra aflabáta fyrri tíma og í matsalnum er einnig borð sem kallað er „kóngaborðið" því við það eru ævinlega látnir sitja þeir fyrirmenn og kóngafólk sem staðinn sækja. Á veggnum fyrir ofán borðið eru skildir með nöfnum margra konunga og drottninga, ásamt nöfnum þeirra sem með þeim sátu til borðs og þar er einnig að finna nöfn margra heimsfrægra póli- tíkusa, sem enn í dag eru að hafa áhrif á heimssöguna. Þorramaturinn vinsæli var fyrst kynntur í Naustinu, en það er gömul hefð í matargerð sem þau Sturla, Sveinn og Kristjana ætla að viðhalda. Staðurinn var einkum þekktur fyrir fiskirétti sína og áður fyrr fór matseðill- inn gjarnan eftir því sem á sjó- inn gaf hvern dag. Einnig var Naustið þekkt fyrir sérstaklega Hér er Jóhann Bragason kokkur í eldhúsinu sem á sínum tíma þótti búið fullkomnustu tækjum sem völ var á. Aukjóhanns sér Sigurjón Þórðarson um matseldina, en veitingastjóm er í höndum Kristjönu og Guðrúnar Ólafsdóttur, „Snúllu". stórar steikur og auk þess var þar bryddað upp á ýmsum mat- arnýjungum og má þar nefna „körfúkjúkling". Nýr matseðill sem væntanlegur er innan skamms mun byggja á þessari Naustshefð og þangað á fólk að Sturla, Kristjana og Svenni líta björtum augum á framtíð Naustsins. Þau standa þama við „Símonarbar", sem var uppi en er nú kominn niður. Barinn er nefndur eftlr Símonl Sigurjónssyni barþjóni, sem starfaði við Naustlð frá opnun og þar til fyrir stuttu þegar hann hætti sökum velkinda. Barinn fer ágætlega þama og hurðin, sem þama sést, er nýsmíði en fellur svo vel inn í umhverfið að það er eins og hún hafi verið þama alltaf. vilja koma aftur og aftur vegna þess að maturinn hefúr verið fyrsta flokks, þjónustan sömu- leiðis - og vegna þess að þar hefur því liðið mjög vel. “Margt af því fólki sem kom oft hingað áður fyrr hefúr kom- ið til okkar og sagt okkur hvað það er ánægt yfir því sem við erum að gera. Segist vera svo glatt yfir því að staðurinn sé á uppleið í stað þess að hverfa eins og það hafi verið hrætt um á tíma. Naustið á sinn fastá sess í hjörtum margra Reykvíkinga sem þætti afar leitt að sjá það hverfa, en svo er líka gaman að því að Naustið er í rauninni „nýr“ staður fyrir fólk undir þrí- tugu. Þetta er fólk sem aldrei hefúr komið hingað fyrr og því finnst mörgu eins og það sé að koma inn á leiksvið þegar það kemur inn og finnst þetta æðis- lega spennandi." Segir Sveinn. Geirsbúö Við endann á Naustinu var í áraraðir verslun Geirs Zoéga. Eftir að hún var lögð niður var plássið sameinað matsal Nausts- ins, en við eigendaskiptin stóð til að breyta plássinu í koníaks- stofu fyrir matargesti. Þetta fannst þeim þremenningum illa farið með gott pláss og ákváðu að hafa þarna krá í staðinn. Allir innviðir voru rifnir, eins og í fiskhúsinu forðum, og komu þá í ljós marg- ir afar skemmtilegir gluggar sem voru endurnýjaðir eins og allt annað, þannig að nú geta þeir sem koma í „Geirsbúð" séð út á sjó og Esjuna. Fyrst um sinn er einungis opið þarna um helgar, en í framtíðinni verður jafnvel opið í hádeginu og hægt að fá þar létta máltíð. „Undir húsinu er einn af þessum kjöllurum með þykkum hlöðnum veggjum og litlum bogadregnum glugg- um. Þetta gæti orðið „ekta“ bjór- kjallari, því nú er bjórinn kannski að korna." Segir Sturla með glampa í augum. -BK. VIKAN 33

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.