Vikan - 29.10.1987, Síða 35
skalli bæði verið afleiðing elli
jafnt sem mikils magns karl-
hormóna. Skallablettur á hvirfl-
inum er því einkennismerki hins
fullþroskaða þróttmikla karl-
manns sem aðskilur hann frá hin-
um ungu og óreyndu sem og hin-
um útkeyrðu öldungum. Pví tel-
ur Desmond Morris að leikar-
arnir Telly Savalas (Kojak) og
Yul Brynner hafi haft svo mikið
aðdráttarafl.
Á ekki ósvipaðan hátt eru
andlitshár flagg til vitnisburðar
um karlmennsku þess sem það
ber. Desmond Morris skákar
kenningum ýmissa lærðra manna
um að andlitshár hafi gegnt þeim
tilgangi einum að þjóna sem
vörn gegn kulda. „Ef svo væri,
myndi skeggvöxtur þeirra sem
búa á norðlægum slóðum vera
mun meiri heldur en raun ber
vitni,“ rökstyður hann og bendir
á eskimóa sem dæmi en skegg-
vöxtur þeirra er t.d. minni held-
ur en almennt gerist á sunnlæg-
um slóðum. Hann heldur því
fram að skegg þjóni öðrum og
kannski merkari tilgangi. Skegg-
vöxtur er karlmennskuvottur og
þjónar því þeim tilgangi að gefa
kyn viðkomandi ótvírætt í ljós.
En hvers vegna skyldu þá mill-
jónir karlmanna raka þennan
merkisbera karlmennsku sinnar
burt hvern einasta morgun? Það
á Desmond Morris ekki erfitt
með að rökstyðja. Hann heldur
því fram að þegar menning okk-
ar fór að ýta undir vinsamlega
samvinnu í stað miskunnarlausr-
ar samkeppni fóru karlmenn
ómeðvitað að losa sig við þennan
vitnisburð um frumstætt villi-
mannseðli sitt. Hinn gullni
meðalvegur varð yfirvaraskegg-
ið, sem gaf karlkyninu tækifæri
til að sýna karlmennsku sína á
hófsaman og yfirvegaðan hátt.
Brjóst og
málaðar varir
Samkvæmt þvf sem Desmond
Morris skrifar þá hefur móðir
náttúra gefið kvenfólki óljósara
merkjamál. Hann lítur á þrýstn-
ar og rauðar varir kvenþjóðar-
innar sem tákn kvenskapa, þ.e.
þegar kvenfólk máli varir sínar
séu þær í raun ómeðvitað að
reyna að vekja athygli karl-
mannsins á því líffæri sem er
tákn þess að þær séu reiðubúnar
í slaginn. Og brjóst, þetta stolt
kvenþjóðarinnar, komu til sög-
unnar þegar maðurinn fór að
ganga uppréttur. Kvenfólk þarf
ekki stór og mikil brjóst til að
fæða ungviðið. Því hlýtur fyrir-
kenningu að maðurinn hafi í gegnum aldimar þróað
með sér merkjamál til að koma kynferðislegum
boðum fil hins kynsins.
ferð þeirra að gegna einhverjum
öðrum tilgangi. Desmond Morris
heldur því fram að þegar maður-
inn fór að ganga uppréttur og
hafa samræði „augliti til auglitis"
voru tákn þess að kvenmaðurinn
væri til í tuskið falin. „Til að geta
gefið það til kynna að þær væru
til í tuskið án þess að þurfa að
snúa afturhlutanum að karlþjóð-
inni þróuðust í árþúsundir þrýst-
in og stór brjóst með kvenþjóð-
inni,“ segir Desmond Morris í
bók sinni.
Hendur Bretaprins
Það sem vekur sérstaka athygli
Desmond Morris er það sem
hann telur altækt merkjamál
mannslíkamans og tekur sem
dæmi, hvernig Karl Bretaprins
gengur með hendurnar fyrir aft-
an bak, eins og algengt er með
leiðtoga víðs vegar um heim.
Desmond Morris telur það víst
að það sé örugglega ekki vegna
þess að Karl Bretaprins sé ann-
ars hugar. Hann telur þetta
ómeðvitaða afleiðingu svo mikils
sjálfstrausts að Karli finnist hann
ekki þurfa að koma neinum
vörnum við. Því angri það hann
ekki þó framhluti hans sé alls
óvarinn.
En hvers vegna er karlmaður-
inn allur stærri og sterklegri en
kvenþjóðin? Ýmsir hafa haldið
því fram að það sé vegna þess að
á herðum karlmannsins lenti allt
erfiði og að veiða til matar. Því
hafi karlmaðurinn t.d. meira
lungnarými, sterklegri herðar og
lengri handleggi. Talið er að
karlmaðurinn hafi þarfnast auk-
ins afls og lengri arma til að geta
kastað spjótum og meiri lungna-
rýmis til að hafa úthald í að elta
uppi kvöldverðinn! Þessi kenn-
ing hljómar vel en sífellt fleiri
atriði benda til þess að forfeður
okkar hafi lagst á hræ oftar en
þeir hafi veitt dýrin sjálfir. Til
skýringar á kraftalegra vaxtarlagi
karlmannsins hefur svo sú kenn-
ing komið fram sem studd er
rannsóknum á apategund sem
kallaðir eru prímatar, að í gegn-
um tugi árþúsunda hafi karlmað-
urinn þróast í þá átt að verða
stærri og sterkari en kvenmaður-
inn vegna þess að þessir „kostir“,
þ.e. kraftur og úthald, hafi vald-
ið því að hann hafi átt auðveld-
ara með að bægja veikburðari
karlmönnum frá. Því hafi lögmál
náttúrunnar, að sá sterkari bæri
yfirhöndina, valdið því að smátt
og smátt hafi þessir „kostir" orð-
ið ráðandi í erfðaboðum karl-
mannsins. En þessi líkamlegi
mismunur á kynjunum fer þó
minnkandi því rannsóknir á
beinum forfeðra okkar sem forn-
leifafræðingar hafa grafið upp
benda til að í sumum tilfellum
hafi „karldýrið" verið allt að því
tvöfallt stærri en „kvendýrið."
Þetta sýnir að mannskepnan er
ekki hlekkjuð í viðjar erfða-
fræðilegs arfs heldur en í sífelldri
þróun, hvert svo sem það kann
að leiða okkar.
Barnsburðarmjaðmir
menningarlegs eðlis?
Stundum virðast lausnir
Desmonds Morris vera fólgnar í
menningarlegri arfleifð mannsins
£ fremur en þeirri líffræðilegu.
05 Þannig skýrir hann t.d. hvers
| vegna kvenfólk eru yfirleitt
3- mjaðmabreiðari en karlmenn.
Desmond Morris vill meina að
vegna þess að breiðar mjaðmir
hafi verið auðveldari til fæðingar
og sem afleiðing þess hafi breið-
ar mjaðmir orðið frjósemistákn
kvenmannsins. Því hafi það orð-
ið ráðandi í líkamsbyggingu
kvenþjóðarinnar, því þá áttu þær
auðveldara að laða til sín karl-
menn og gátu fætt án teljandi
örðugleika.
En eru þetta e.t.v. of flóknar
skýringar? Gæti t.d. ekki karl-
maður látið sér vaxa yfirvara-
skegg einfaldlega vegna þess að
honum finnst það gera sig meira
aðlandi í eigin augum? Gæti það
ekki verið að þegar ungar stúlkur
leika sér að hári hvorrar annarr-
ar, þá sé það merki taugaveikl-
unar fremur en arfleifð frá for-
feðrum okkar þegar þeir leituðu
lúsa í hvors annars hári? Kannski
og kannski ekki. En hver svo
sem hvaða skýring kann að finn-
ast á hegðan mannskepnunnar
sem hefur mikil áhrif á okkar
daglega líf án þess að við getum
beint rökstutt hvers vegna við
tökum okkur eitthvað fyrir
hendur, þá er það ljóst að við
erum hvorki erfðafræðilega né
heldur atferlisfræðilega séð fast-
mótuð heldur erum sífellt að
breytast. Kannski það sé það
stórkostlegasta við þetta allt
saman?
VIKAN 35