Vikan - 29.10.1987, Qupperneq 37
Aldraður Líbani, grár íyrir
járnum, stendur vörð um
heimili sitt. Enginn er óhultur
því sprengjur og byssukúlur
fara ekki í manngreiningarálit.
Stuttu seinna var þessi maður
hrofinn til feðra sinna.
Konur og börn, eru þau
fórnarlömb borgarstríðsins,
sem verst verða úti. Hér
stendur ung kona með barn
sitt fyrir framan heimili
þeirra, sem var lagt í rúst af
stríðandi fylkingum. Afgangur
fjölskyldunnar iiggur grafinn
undir rústunum.
Morð, stríð, náttúru-
hamfarir og stjórnarbylt-
ingargefa, í orðsins fyllstu
merkingu, daglegt brauð
fyrir franska Ijósmyndar-
ann Jean Louis Cholet,
sem hefur komið tvívegis
til íslands í starfi sínu fyrir
vestur-þýsku fréttastofuna
Action Press.
Fyrir fréttaljósmyndara heims-
pressunnar eru slæmar fréttir
góðar fréttir. Óhugnaðurinn er
dýrmæt söluvara. Því óhugnan-
legri sem fréttin og myndin eru
þess meiri er eftirspurnin.
Verkefni Jean Louis Cholet á
íslandi voru án blóðsúthellinga
og átaka enda voru þau næstum
barnaleikur miðað við mörg
önnur störf hans fyrir Action
Press.
Jean Louis Cholet á Austur-
velli. Eins og sjá má á fánunum
í bakgrunni, er myndin tekin á
meðan á ieiðtogafúndinum
stóð í október í fyrra.
Frá Hölða
lil Heljar
Franski Ijósmyndar-
inn (Jean Louis) í
fremstu víglínu.
LJÓSM.: GUNNLAUGUR RÖGNVALDSSON
TEXTI: GUNNLAUGUR RÖGNVALDSSON
Vélin átti að fara frá Kefla-
víkurflugvelli eftir klukkutíma
og kortér - og Jean Louis Cholet
var ennþá á Þingvöllum. Það var
ekið af stað og bensínið stigið í
botn. Svitadroparnir spruttu
fram á enni hans því ef hann
ntissti af flugvélinni myndu
myndirnar sem hann hafði tekið
af heimsókn Silvíu drottningar
fallá í verði. Töf þýddi stórtap.
Enn var gefið í og landslagið
þaut hjá á meðan mínúturnar tif-
uðu frá honum. í stað þess að
aka alla leið til Keflavíkur stökk
Cholet upp í flugvél á Reykja-
víkurflugvelli sem átti að skutla
honum í miliilandaflugið til
Hamborgar, en þar er fyrirtæki
hans staðsett. Strákarnir hjá flug-
skólanum Flugtaki höfðu boðist
til að skutla honum með hraði
og hann hafði hálffíma til stefnu.
Á meðan hringdi blaðamaður til
Keflavíkur og bað um að tekið
yrði á móti Cholet þannig að
tryggt yrði að hann næði fluginu
örugglega. „Það er ekkert mál.
Það er tveggja tíma seinkun ...“
Úff...
Cholet náði því flugvélinni
auðveldlega og komst tímanlega
til Hamborgar, þaðan sem
myndunum var dreift um allan
heim.
Streitan er hluti af daglegu
starfi hans sem er ljósmyndara í
samkeppni við bestu fréttaþjón-
ustuaðila heims og ævintýrin
sem þeir lenda í eru margvísleg.
Sumir sleppa ekki lifandi frá
þeim, en Cholet hefur verið
heppinn. Verkefni hans hérlend-
is var að fýlgja eftir Silvíu Svía-
drottningu í opinberri heim- ^
sókn hennar og Karls Gústafs til r
VIKAN 37