Vikan - 29.10.1987, Síða 38
Borgarhlutar Beirut skiptast í yfirráðasvæði hinna ólíkustu hópa vopnaðra trúarhópa. Trúin flytur íjöli, en tærir monnum lítinn frið
í þessum helmshluta. Hér hefúr einn hópurinn komið sér upp götuvígi, svo betur megi verjast nágrannanum.
landsins, sem var auðvelt miðað
við mörg fyrri störf - nánast frí.
„Ljósmyndarar
eru vinsœlt skotmark
öfgamanna“
„Starf fréttaljósmyndara á al-
þjóðamarkaði er gífurlega
strembið og harðsvíruðustu
ljósmyndararnir ná oft bestum
árangri. Þeir svíkja kollegana og
viðmælendur sína, en það er
ekki minn stíll. Það eru margir
svartir sauðir í ljósmyndarastétt-
inni í Evrópu. Þó halda t.d.
franskir ljósmyndarar hópinn
þegar þörf krefur og hjálpa hver
öðrum úr nauðum milli þess
sem þeir keppa hver við annan.
í mörgum löndum þarf að vera
vel á varðbergi, ekki síst í Mið-
Austurlöndum. Arabar eru skot-
glaðir, skjóta í allar áttir, og eng-
inn er óhultur ef þeir fá skyndi-
lega þörf fyrir útrás. Ljósmyndar-
ar eru vinsælt skotmark öfga-
manna og trúarofstækismanna.
Þegar stríð geisar á þessum slóð-
um þá er hrikalegt að mynda
þar. Líbanon hefur verið stríðs-
hrjáð lengi, Beirút er í rúst og
fólkið þekkir ekki eðlilegt líf
lengur,“ sagði Chalet þegar
blaðamaður spjallaði við hann
38 VIKAN
kvöld eitt á meðan á Islandsdvöl
hans stóð.
„Mannslíf eru einskis metin í
Líbanon. Sem betur fer hef ég
ekki komið þangað oft, síðast
fyrir tveimur árum. Það hefur
enginn stjórn á hlutunum þar.
Óteljandi öfga- og glæpahópar
vaða þar uppi og oft fara með-
limir þeirra hamförum og skjóta
á allt kvikt. Þarna er vonlaust að
finna hjálparmenn, maður er
einn á báti og feginn að sleppa í
burtu lifandi. Fyrir tveimur árum
var ég staddur í miðri byltingu í
Chad og reyndi eins og aðrir að
fá brottfararleyfi, því landinu var
lokað fyrirvaralaust. Utanríkis-
ráðherra landsins var staddur á
flugvellinum og menn voru að
múta honum með miklum fúlg-
um til að komast burt. Ég hafði
hins vegar enga peninga til slíks.
Það er hræðileg spilling í þess-
um löndum. Ég var alveg að gef-
ast upp þegar mér datt í hug að
reyna að plata ráðherrann.
Ég byrjaði að taka myndir af
honum í gríð og erg, sagðist
vera að mynda hann fyrir heims-
frægt blað í Vestur-Þýskalandi og
að ég ætlaði að skrifa grein um
hann. Hann féll fyrir þessu og
leyfði mér að mynda sig með
ýmsum mönnum og í öllum
stellingum. Að þessu loknu beið
ég smástund og spurði hann síð-
an hreint út hvort ég væri
strandaður þarna, þá kæmust
myndirnar ekki á prent. Hann
veitti mér fararleyfi og ég stökk
upp í næstu vél. Ef ég hefði ekki
komist í burtu þá hefðu myndir
sem ég hafði eytt nokkrum vik-
um í að taka orðið ónothæfar,
úreltar. Filmurnar af ráðherran-
um hélt ég ekki upp á..
En það eru ekki einungis
stríðslirjáð lönd sem eru ljós-
myndurum hættuleg. Á mörgum
stöðum þar sem fátækt ríkir
verða menn að vera á varðbergi.
í Brasilíu ganga þjófaflokkar oft
um í mannþrönginni á götunum
og taka útlendinga á beinið. Þeir
koma kannski 3-4 saman og
maður getur ekkert gert, verður
að aflienda allt sem maður
hefur. Ég hef einu sinni myndað
kjötkveðjuhátíð í Rio dejaneiro.
Það er hreint brjálæði. Glæpa-
menn voru á hverju horni enda
mannfjöldinn mikill og auðvelt
fyrir þá að láta sig hverfa. Lög-
gæslan var ekki upp á marga
fiska og löggunum yfirleitt mút-
að til aðgerðarleysis."
„Suður-Ameríka er oft vett-
vangur slæmra frétta. Þar eru
byltingar og náttúruhamfarir al-
geng fyrirbrigði. Ég fór eitt sinn
til Kolumbíu þegar eldfjall var í
þann mund að gjósa. Hitinn
hafði brætt stóra snjófláka sem
ruddust fram í formi vatns og
drullu yfir eitt þorpið. Þarna lét-
ust um 23-000 manns. Þorpið var
allt á kafi í vatni og drullu,
aðeins þök húsa og trjátoppar
stóðu upp úr og allt var á tjá og
tundri. Foreldralaus börn sáust á
víð og dreif og uppi á húsþök-
um. Ég var um borð í þyrlu frá
Rauða krossinum og fylgdist
með í gegnum linsuna. Skyndi-
lega skynjaði ég smá hreyfingu í
drullusvaði, höfuð á barni stóð
upp úr. Ég öskraði: Það lifir, það
lifir! og björgunarmenn þyrl-
unnar náðu barninu um borð. Á
meðan tók ég myndir, fyrst þar
sem sést í höfuð barnsins og
önnur höndin veifar á hjálp.
Þetta er ein besta mynd sem ég
hef tekið og hún var mikið not-
uð í evrópskum tímaritum. Þetta
eru fréttir sem blöðin vilja,
vondar fréttir með góðu ívafi.
Björgun barnsins var það góða
sem hægt var að segja frá í öllum
ömurleikanum.
En þótt myndirnar lýsi ömur-
leikanum og séu kannski ekki
upplífgandi, þá geta þær oft
hjálpað. Eþíópía er gott dæmi. Ef