Vikan - 29.10.1987, Side 39
Hjúkrunarfólk barðist við að bjarga lífi barnsins úr leðjunni.
Björgunarfólkið hafði orðið að horfa vanmáttugt upp á dauða
þúsunda, svo líf barnsins var þeim óskaplega dýrmætt.
ekki hefðu komið til allar hinar
hræðilegu ljósmyndir af ástand-
inu og hungrinu þá hefði hjálp-
arstarf aldrei hafist eða vakning
orðið fyrir því sem þarna
gerðist. En þetta gleymist furðu
fljótt, hjálparstarfið varð tísku-
fyrirbrigði. Allir vildu láta tengja
sig hjálparstarfinu; stjórnmála-
menn, popparar, kvikmynda-
stjörnur - en svo gleymist þetta.
Furðulegt."
Alltaf á flakki
— flaug 87 sinnum
í fyrra
Cholet flakkar gífurlega vegna
starfs síns, milli allra heims-
horna og oft fyrirvaralaust. Hann
kom t.d. til íslands þegar Reagan
og Gorbachev hittust hér. Hann
var þó ekki búinn að dvelja hér
lengi þegar hann var sendur
með næsta flugi til San Salvador,
þar sem hafði orðið slæmur
jarðskjálfti.
„Fyrst í stað var mjög gaman
að þvælast um heiminn, því
maður kynntist mörgu nýju, en
nýjabrunið fer fljótt af þessu,
þegar maður er sífellt í flugvél-
um. í fyrra fór ég 87 sinnum í
flug og er því farinn að þekkja
þá marga flugvellina. Það er
nræðilega leiðigjarnt að hanga á
flugvöllum, bíða eftir leigubíl-
um, tékka sig inn, sækja farang-
urinn. Á sumum flugvöllum tek-
ur þessi athöfn á þriðja tíma, til
dæmis í Singapore, því þar er
allt yftrfullt af ferðamönnum.
Maður sefur mest í rútum og
Ieigubílum eða flugvélum,
minnst heima í rúmi. Það horflr
öðruvísi við þegar maður flýgur
í frí einu sinni á ári.
Ég hef þó lítið verið í fríi, er
alltaf að. Fyrstu sex mánuði árs-
ins var ég heima samtals í 30
daga, þá yfirleitt nýkominn og á
leið í burtu," sagði Cholet. „Þetta
verður til þess að maður er vina-
fár. Ég á marga kunningja en
enga eiginlega vini og sakna
þess. Margir gamlir vinir hafa
gefist upp á mér. Ég hef kannski
mælt mér mót við einhvern og
er fyrirvaralaust kominn til
Afríku. Einn dag hætti ég þessu
stressi og fer að lifa fyrir sjálfan
mig. Maður er líka oft að tapa
peningum þar sem maður er
alltaf að skipta um gjaldmiðil. ís-
lensku peningarnir sem ég er
með verða einskis virði ef ég hef
ekki tíma til að skipta þeim aftur
áður en ég fer heim ...“
Samkeppnin mikil —
getur ekki slakað á
„Þetta flakk er náttúrlega sjálf-
skaparvíti, en samkeppnin er
það mikil að maður getur ekki
slakað á, ekki enn. Frakkland á
marga af bestu ljósmyndurum
heims. Fréttastofúrnar Ciba,
Gamma og Sigma eru gífurlega
sterkar. Aðalmálið er að vera
fyrstur á staðinn. íslendingar
muna sjálfsagt eftir ferjuslysinu
undan ströndum Belgíu, þegar
ferjunni Zebrugge hvolfdi með
hræðilegum afleiðingum. Ég
leigði þyrlu og flaug beint á
staðinn á meðan aðrir Ijósmynd-
arar biðu eftir flugi. Þegar þeir
komu á staðinn var aðalbjörgun-
arstarfinu lokið. Rétta stundin
var liðin og bestu myndirnar
farnar fyrir bí,“ sagði Cholet.
Gott dæmi svipað þessu henti á
meðan Cholet dvaldi hér og
myndaði Silví. Hann fór fyrstur
allra ljósmyndara heim. Annar
franskur ljósmyndari bað hann
fyrir fílmur til Þýskalands en
Cholet neitaði, því þessi maður
hafði rægt hann í ferð til Egypta-
lands árið áður. Hann átti því
engan greiða inni og tapaði á
því, en Cholet varð fyrstur heim
með nýjustu myndirnar.
Kókaín
stöðutákn ríkra
„Það sem erlendir fjölmiðlar
og þar af leiðandi lesendur sækj-
ast mest eftir eru vondu fréttirn-
ar og svo fréttir af konungsfjöl-
skyldum og ríka fólkinu, kvik-
myndastjörnum og milljóna-
mæringum. Furstafjölskyldan í
Mónakó er alvinsælasta efnið
ásamt Díönu prinsessu. Al-
menningur vill upplifa eigin
drauma með því að lesa um
þetta fólk. í Vestur-Þýskalandi er
Silvía drottning vinsælt fréttaefni
og þess vegna kom ég hingað.
Mér finnst ekkert sérstaklega
gaman að fýlgjast með ríka lið-
inu. Það lifir margt ekki öfúnds-
verðu lífi, er hundelt og oft
óhamingjusamt.
Á sumrin dvel ég tvo mánuði
á Marbella á Spáni því þar hittist
margt af þessu fræga fólki. Þar
flýtur allt í kókaíni. Þeir sem
ekki nota það þykja ekki ríkir
eða menn með mönnum. Það er
orðið eins konar stöðutákn að
nota kókaín og mikið um villt
partí og blöðin þess vegna
áhugasöm. Svo koma alltaf ein-
hverjir bubbar með sérþarfir
sem búa má til fréttir um. Einn
partíkóngurinn er eigandi Billy
Smart sirkussins fræga. Einhvern
tímann var hann á veitingastað
og pantaði bjórflösku en fékk
flösku með brotnum stút. Þjónn-
inn vildi taka flöskuna aftur en
kappinn harðneitaði, vildi fá
innihald þessarar flösku. Þjónn-
inn varð að fara í leiðangur og
finna síu til að fjarlægja glerbrot-
in af botni flöskunnar. Á meðan
urðu allir aðrir gestir að bíða - í
tæpan klukkutíma... Svona
uppákomur eru algengar og ríka
fólkið gerir í því að búa til vand-
ræði.
Að eltast við ríka fólkið er
hluti af starflnu og maður fær
smáfrí í sólinni á milli. Mér
finnst skemmtielgast að mynda
börn og fólk sem vill láta mynda
sig. Taka fallegar myndir, en slíkt
selur bara ekki. Ótíðindi er það
sem fólk vill, það er líf press-
unnar. Núna er það mitt líf.
Seinna slappa ég af, skrepp í
langan bíltúr til Noregs. Þar er
fallegt kvenfólk, lítt spillt land og
fegurð. Eftir alla fréttamennsk-
una um alla heimsbyggðina þarf
maður kyrrð og fegurð. Hvenær
það rætist er svo annað mál...“
sagði Cholet hugsi.
WAN .“30